Hvað eru Vinstri grænir að gera í Heimssýn ?


    Hvað eru flokksmenn og allt upp í þingmenn Vinstri grænna
að gera í Heimssýn? En það er einmitt vegna samþykkis  VG
og tilstuðlan þeirra að Ísland hefur sótt um aðild að ESB. Auk
þess styður VG ríkisstjórn sem vinnur að aðild Íslands að ESB.
Auk þessa styður VG Icesace-þjóðsvikasamninginn, sem margir
þeirra viðurkenna sjálfir að klárlega tengist umsókninni að ESB.
Eins og Ásmundur Einar Daðason, sem meir að segja er orðinn
formaður Heimssýnar. Maðurinn sem styður bæði flokk og ríkis-
stjórn sem sótt  hefur um aðild að ESB, og LÍKA inngöngumið-
ann sjálfan, Icesave?  Skv. þessu ættu allflestir kratar að vera 
í Heimssýn!  Því  nákvæmlega  ENGINN  munur  er lengur á af-
stöðu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna til aðildarumsóknar
Íslands að ESB og Icesave. Alla vega ekki á borði, og því síður
í framkvæmd. Nema það að kommúnistarnir í VG vilja leggja
hana undir sig, til að gera hana óvirka, sér í hag, sbr. hafandi
forystuna frá upphafi.

  Og hvað með trúverðugleika Heimssýnar sem samtaka gegn
ESB-aðild eftir að þessar staðreyndir liggja fyrir? 

   Hvers konar samtök eru Heimssýn orðin eiginlega?

   Er ekki tími til kominn að stofna ALVÖRU NEI-SAMTÖK GEGN
AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB?  VIRKILEGA  V I R K  NEI  S A M T Ö K !!!


  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

  www.fullvalda.is
  www.frjalstisland.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

P.s. Hef sagt mig úr Heimssýn, meðan þau lúta forystu ESB-sinnaðra kommúnista!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.1.2010 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband