Árásin á Dresden voru stríðsglæpir !
17.3.2010 | 21:50
Þótt sérstakt sagnfræðingaráð í Dresden í Þýzkalandi hafi komist
að þeirri niðurstöðu að 25 þúsund manns hafi látið lifið í loftárásum
Breta og Bandaríkjamanna á Dresden í lok síðari heimsstyrjaldar,
ber að taka þeim með miklum fyrirvara. Ótal rannsóknir hafa verið
gerðar á þessu frá lok þessa hörmulega stríðs, þar sem haldið hefur
verið fram að hátt í hálf milljón manna hafi látið lífið, og allt þar á milli.
Borgin var nánast lögð í rúst og vítiseldar loguðu um hana alla meðan
á þessum hildarleik stóð. Það sem gert hefur hvað erfiðast fyrir við að
meta fjölda fórnarlamba var að á þessum tíma var borgin nánast full
af flóttafólki. Og allt brann sem brunnið gat.
Hinar grimmilegu loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á Dresden
þegar stríðið var í raun lokið og þýzki herinn kominn að fótum fram,
vilja fjölmargir með réttu líkja við stríðsglæpi. Þær höfðu nákvæmlega
enga hernaðarlega þýðingu. - Einungis að fremja fjöldamorð á sem
flestum saklausum borgurum og leggja dýrmætar menningarminjar í
rúst, sbr Frúarkirkjan í Dresden.
Loftárásanirnar á Dresden, - og Híroshima og Nagasaki þar sem
kjarnorkusprengjum var beitt í lok stríðs, voru með þeim alvarleg-
ustu stríðsglæpum seinni heimsstyrjaldar. - Stríðsglæpum sem enginn
hefur þurft að svara fyrir enn þann dag í dag.
Vonandi munu slíkir stríðsglæpir á saklausum borgurum aldrei endur-
taka sig.
25 þúsund féllu í Dresden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í einni loftárás Bandaríkjamanna á Tokyo undir lok stríðsins 24.-25. febrúar 1945 er talið að hafi farist 80-100 þúsund manns. Um þessa árás er furðu lítið fjallað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2010 kl. 22:09
Það er nú ekki langt síðan að Bandamenn slátruðu ríflega 100.000 borgurum í Fallujah í Írak og notuðu til þess kolólegar fosfórsprengjur að auki. Líklegast þurfa þeir ekki að svara fyrir það heldur. Réttlæting þess stríðs er eiturefnaárás Saddam Hussein á Kúrda í maí 1988! Þar dóu á bilinu 3-5000 manns.
Það er ekki sama hver er, Jón eða séra Jón, þegar kemur að því að dæma þessi mál. Ekki má svo gleyma eindrægum stuðningi þeirra við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum. Allt í nafni geistlegs fasteignamiðlara, sem samkvæmt orðrómi gaf hópi hirðingja landið fyrir 3000 árum.
Þetta er stjörnugalin veröld.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 22:38
Loksins urðum við sammála.
Sverrir (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 23:03
Takk fyrir innlitin hér Sigurður, Jón og Sverrir. Já furðulegt hvað alvarlegir
stríðsglæpir í seinni heimsstyrjöld fræmdir af svokölluðum sigurvegurum
hafa verið látnir líðast án þess að neinn hafi þurft að svara fyrir þá.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.3.2010 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.