Smafylkingin málsvari erlends útgerðarauðvalds !
2.4.2010 | 14:26
Samfylkingin er málsvari erlends útgerðarauðvalds. Þess vegna er
m.a grátbroslegt að horfa upp á t.d Ólínu Þorvarðardóttir þingmann
Samfylkingarinnar og Vestfirðinga, þykjast vera einhvern málsvara
þess að kvóti Íslandsmiða verði ,,þjóðareign" undir allsherjar stjórn
íslenzka ríkisins. - Því þessi sama Ólína vill undirgangast sameigin-
lega sjávarútvegsstefnu ESB, og leyfa hömlulausar erlendar fjár-
festingar erlends útgerðarauðvalds í íslenzkum útgerðum. En þar
með kemst erlent útgerðarauðvald bakdýramegin inn í íslenzka
fiskveiðilögsögu. Með hrikalegum afleiðingum fyrir íslenzkt þjóðarbú.
Er myndi rústa íslenzkum sjávarútvegi með tilheyrandi kvótahoppi
milli ESB-ríkja sbr. breski sjávarútvegurinn. Allir flökkustofnar þ.á.m
makríll sem Ólína hefur svo miklar áhyggjur af þessa daganna, yrði
alfarið úthlutað af Brussel-valdinu. Svokölluð fyrningaleið og úthlut-
un aflaheimilda úr einhverjum ,,þjóðarsjóði" er blekking gerist Ís-
land aðili að ESB. Því erlent eignarákvæði í íslenzkum útgerðum
yrði galopin varðandi erlendar fjárfestingar eftir sem áður. Greið
leið fyrir erlent útgerðarauðvald innan ESB að komast yfir helstu
auðlind Íslendinga, fiskimiðin umhverfis Íslands.
Blekking Ólínar og Samfylkingarinnar í sjávarútvegs- og kvóta-
málum er því alger. Enda sér þjóðin gegnum blekkingarvefinn, og
hafnar alfarið aðild að ESB.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt hárrétt hjá þér, það sem Samfylkingin er að gera er að undirbúa það að geta afhent kvótann til ESB, mjög einfalt mál og svo heldur þetta Jóhönnu lið að það sé að gera eitthvað fyrir þjóðina.
Tryggvi Þórarinsson, 2.4.2010 kl. 15:25
Samkvæmt Stjórnskipunalögum EU sem byrja 1957 er þetta bandalag um tækni og fullvinnslu samkeppni sem byggir á sameiginlegum orku, hráefna og dreifingargrunni í þágu samkeppni höfuðborga Meðlima-Ríkja, þar sem þau stærstu telja nokkrar höfuðborgir.
Frelsið snýst um [vaxta] fjármagnsflæði og launþegaflæði. Hinsvegar ríkir áfam að fullu og alltaf hinn hefðbundni vöruskiptajöfnuður [hráefna og orku m.a.] milli innri markaðanna [Meðlima-Ríkjanna] í samkeppni.
Sameiginlegur pottur eru um öll orku og hráefnis innkaup í grunninn gagnvart blokkum utan EU og sá hluti hráefna og orku sem ekki nýtist í neyslu á eigin heimamarkaði fer í þann pott.
Grunnur er lámarkaður í verðum með verðlista frá Brussel, Umboðið bíður líka út dreifingarkostanað á sameiginlega dreifingarnetinu.
Orku og hráefnum umfram notkun fullvinnslu geira sérhvers Meðlima Ríkis er síðan skipt um á milli samkeppni Ríkjanna og eru kvótar endurskoðaðir á 5 ára fresti m.a. m.t.t. virðisaukaframleiðslu á haus í Ríkjunum. [Duglegir græða mest]
Til þess að lækka verðgrunn [þroskuðu] tækninnar og fullvinnslunnar og dreifingar er búið markvisst í samræmi við EU stjórnaskipunarlög að fækka séreignar aðilum í grunninum og kostnaðinum sem þeim fylgir. Þess kemur hagræðing og kostnaðar lítil yfirbygging sjálfkrafa fram með einfölduninni. Regluverkið hefur nú þegar grisja mikið. Ekki eins vitlaust og sumir halda.
Þroskuðu tækni og fullvinnslu stórborgirnar fá því lægri grunnkostnað "óháð" Meðlima-Ríki sem skilar sér í lækkun framfærslu kostnað allra launþega heildarinnar hlutfallslega jafnt. Meðlima-Ríki eiga því að skila í samræmi auknum rekstrar afgangi af þjóðartekjum til að, til dæmis í sameiginlega menningarstarfsemi og utanríkjastefnu nú síðast Lissabon uppbyggingu herafla í líkingu við USA sem beinir sér að yfirráðum á Atlandshafi eins og tíðkaðist fyrir fyrri heimstyrjöld. Varnarsóknarstefna [heimild til skjóta fyrst á önnur ríki og réttlæta á eftir] er það sem nú öll meðlima-Ríki eiga að laga sínar séreignar stjórnskrár að. Þetta mun víst stuðla að ódýrrar hráefnis og orkuverði. Í þágu sömu hlutfallslegu skiptingar samkeppnihæfu Meðlima-Ríkjanna.
Er þetta ekki dýrt verð fyrir Ísland bara fyrir menningarstarfsemi [sem er hvors sem er alltaf til boða ef um skemmtilega og vinsæla menningu er að ræða] og utanríkistefnu til að tryggja ódýrari hráefni og orku.
Heimildir mínar eru stjórnskipunarlög Meðlima-Ríkjanna og finnst mér þær stangast mjög á við ranghugmyndirnar sem eru bornar á borð fyrir Íslenskan almenning síðan 1957.
Allir sjá að þessi grunnur hentar þroskuðum evru Ríkjum eins og Þjóðverjum, Frökkum, Austríkismönnum, Hollendingu mjög vel viðheldur forskoti þeirra þroskuðu.
Eftir Lissabon, er unnið að því að fullkomna grunninn. Sér í lagi hvað varðar grunn sjávargeiranna.
Íslendingar hafa verið mjög duglegir að lækka kostnað EU heildarinnar og telst hann varla nú til innri tekna Íslands.
Samfylkingin vill ásamt VG ganga ennþá lengra í að einfalda, sagt í nafni Íslensku þjóðarinnar. Mótsögn við að segja ekki upp reglustýriverkinu og dreifa viðskiptum á allan heiminn.
Til að halda verðum grunnsins í lágmarki kemur fjarstýring í formi skuldsetningar, kallað hér fjárfesting að góðu gagni. Seðlabankakerfi EU er líka miðstýrt og virðist hafa bannfæringar mátt.
Það er ekkert nýtt undir sólunni. Vaxtageirinn hefur tekið við af kirkjunni hér áður í gamla lénsskipilaginu.
Allir vita að samningar EU byggja á hennar menningararfleið sem er alls ekki Íslensk.
Ég ráðlegg les lötum að skella sér í torfið og lesa frumheimildir í stað þess að hlusta á sérfræðinga sem hafa engu nennu og eru ekki ályktunarhæfir almennt sakir þjálfunarskorts í rökræði sem var hluti af gömlu setningar fræðinni og orðforða vídd sem byggir á orðsifjafræði sem oft er nauðsynlegt til að fá skematískan myndrænan skilning á torfinu.
Heldri menn voru ekki að eyða tíman í vitleysu hér áður fyrr og grunn innræting og andleg úthalds og afkasta þjálum tíðka en í síukerfum og séreignarkerfum grunnmenntunar þroskuð ríkja heims. Sía Tossanna frá því að komast til forystu í lýðræðislegum kosningum.
Stjórnskipurlög eru raunhæfar sannanir.
Júlíus Björnsson, 2.4.2010 kl. 21:51
Allt rétt eins og fyrri daginn Guðmundur.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2010 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.