Icesave var hafnað af þjóðinni. Skilja stjórnmálamenn það ekki ?


   Þjóðin hafnaði alfarið Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni í mars
s.l. Með AFGERANDI HÆTTI!  Enda ENGIN lagaleg stoð fyrir því að
íslenzka þjóðin taki þann skuldaklafa á sig, sbr. rannsóknarskýrsla
Alþingis, og tilskipanir ESB. - Málið ætti því að vera dautt og grafið
á Íslandi. - Þess vegna er það algjörlega óskiljanlegt ef íslenzk
stjórnvöld, og það AF FYRRA BRAGÐI, ætla að fara að banka upp
á hjá Bretum og Hollendingum í dag, og biðja þá náðsamlegast
að semja um Icesave. Um hvað á að semja? Og í hvers umboði 
ætla stjórnvöld að semja? Alla vega EKKI í umboði þjóðarinnar!  

   Fjármálaráðherra segir það verða sitt FYRSTA VERK nú eftir
kosningarnar í Bretlandi að hitta Bretanna og ræða við þá um
Icesave. Utanríkisráðherra hrósar stjórnarandstöðunni eftir
fund með henni í gær, fyrir að gefa grænt ljós á áframhaldandi
samninga. ,,Hún taki hagsmuni Íslands og þjóðarinnar fram yfir
skæklatog". Enda hafi glufa í glugga myndast. 

   Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu handónýtur
og gjörspilltur fjórflokkurinn er. Alla vega þarf að gerast meiri-
háttar uppstokkun á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála. Því
þaðan er uppbyggingu á þjóðlegum grunni  helst að vænta.
Fráleitt úr vinstrinu,  sem sífellt leitar leiða til þjóðsvika, sbr.
Icesave og ESB-aðildin

    Það þarf því róttækan þjóðlegan borgaralegan flokk  með
kristileg siðgæðsviðhorf í íslenzk stjórnmál í dag.  Flokk sem
ALLIR þjóðfrelsissinnar geta treyst, sbr. í Evrópumálum. Flokk
HEILDARHAGSMUNA á íslenzkum forsendum!!!!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Framkoma núverandi stjórnvalda í icesavemálinu sem og varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu mun bera ævarandi vott um loddarahátt í íslenskri pólitík fyrr og síðar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2010 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband