TJÁNINGARFRELSI MIKILVÆGAST ! Merkum bloggara hent út!
26.8.2010 | 00:29
TJÁNINGARFRELSI er hornsteinn lýðræðis og þar með
SKOÐANAFRELSI! Ekki síst ef viðkomandi kemur fram
undir FULLU NAFNI, og er þar með tilbúinn til að verja
mál sitt. Ef einhver maður eða hópur telur sig hins
vegar vera fyrir gróflegri árás getur hlutaðeigendur
kært viðkomandi SKV.LÖGUM ÞAR UM og eftir MÁLS-
ATVIKUM. Svo einfallt er það!
Lokað hefur nú verið á einn merkasta bloggara hér á
Moggablogginu og vara- formann ÞJÓÐARHEIÐURS,
Lofts Þorsteinssonar. Sem félagi í þessum samtökum sem
berjast gegn Icesave-þjóðsvikunum, hlýt ég að mótmæla
þessu HARÐLEGA og krefjast skýringa. Hér með er þeirri
kröfu komið á framfæri.
Vek svo athygli á að í bloggheimum vaða uppi heilu hóparnir
með árásum á einstaklinga og fyrirtæki UNDIR NAFNLEYND!
Og virðast bara komast upp það með ágætum og án neinna
athugasemda, og því síður að vera hent út. Nýjasta var gróf
árás t.d á Útvarp Sögu.
Þetta er kannski tímanna tákn, búandi nánast í kommúnísku
þjóðfélagi, þar sem jafnvel AÐFÖR sjálfra stjórnvalda að sjálfu
fullveldi og sjálfstæði Íslands þykir bara hið besta mál! Og þar
sem stórglæpa-mafíuósanir sem settu landið á hausinn ganga
enn lausir eins og ekkert hafi gerst. Jafnvel innan sjálfs stjórn-
kerfisins.
Þetta er SKANDALL!
P.s. Kannski verður mér hent út næst!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Facebook
Athugasemdir
Mig grunaði að þetta væri málið. Er ekki hægt að lesa sér betur til um þetta mál einhvers staðar, t.d. uppgefnar ástæður mbl fyrir lokuninni og hugsanleg andsvör við þeim?
Á Íslandi má hóta stjórnendum einkafyrirtækja lífláti og auðveldlega hægt að komast upp með að skemma eigur þeirra. Hins vegar virðist ekki mega uppnefna ákveðna hópa sem heimta mikla athygli (gjarnan á kostnað skattgreiðenda) en þola ekkert neikvætt tal. Leiðin til ánauðar?
Eða eins og stendur á einum stað ...
They came first for the Communists,
and I didn't speak up because I wasn't a Communist.
Then they came for the trade unionists,
and I didn't speak up because I wasn't a trade unionist.
Then they came for the Jews,
and I didn't speak up because I wasn't a Jew.
Then they came for me
and by that time no one was left to speak up.
Geir Ágústsson, 26.8.2010 kl. 11:06
Takk fyrir þetta Geir!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.