Sjálfstæðisflokkurinn handónýtur hægriflokkur !
24.9.2010 | 00:08
Þessi Sjálfstæðisflokkur á nú að fara að athuga alvarlega
sína stöðu. Nú er síðasta útspil formanns hans skv. Vísir.is
að vera opinn fyrir viðræðum um myndun nýs meirihluta á
Alþingi. Og það m.a MEÐ SAMFYLKINGUNNI. Og það ÁN
undangenginna þingkosninga. Fara sem sagt aftur í bólið
hjá sósíaldemókrötum. - Endurnýja Hrunstjórnina aftur.
Án nýs umboðs. Og þá væntanlega með samkomulagi við
Samfylkinguna að Landsdómur yrði úr sögunni. Allir hrun-
ráðherrarnir stikkfríir. Amen!
Fyrrverandi vara-formaður Sjálfstæðisflokksins og sósíal-
demókrati, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefur nú á ný
tekið sæti á Alþingi aftur. Manneskjan sem átti mestan þátt
í ríkisstjórnarmyndun Hrunflokkanna, Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar. Manneskjan sem hart berst fyrir ESB-aðild
Íslands. Manneskjan í forystu ESB-sinna innan Sjálfstæðis-
flokksins sem skynjar mestan möguleika á innlimun Íslands
í ESB í ríkisstjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Til þess
skal ÖLLU nú FÓRNAÐ. Og ekki verra ef hægt verði að forða
Hrunráðherrunum frá Landsdómi í leiðinni. Enda segist for-
maðurinn ALGJÖRLEGA OPINN fyrir öllu í dag! ÖLLU!
Áhrifamáttur fyrrv.vara-formanns Sjálfstæðisflokksins er
ótrúlegur!
Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi! Enda átti stóran
þátt í efnahagshruni Íslands, með hugmyndarfræðilegri
samvinnu við sósíaldemókrata í upphafi, EES-samningnum.
Sósíaldemókrataískt hugarfar hefur líka ætíð litað Sjálfstæðis-
flokkinn. Enda aldrei mál hjá honum að vinna til vinstri. Nú
síðast í borgarstjórn Reykjavíkur. Sem hægriflokkur er því
Sjálfstæðisflokkurinn handónýtur. Enda ekki að ástæðulausu
að nú stjórni alræmd vinstristjórn. Vegna aulaháttar og
stefnuleysi og stjórnleysi Sjálfstæðisflokksins.
Eftirspurnin eftir ALVÖRU hægriflokki á þjóðlegum grunni
fyrir ALMENNING í landinu er því mikil í dag og fer dag vax-
andi. Flokk sem berst fyrir hagsmunum lands og þjóðar,
stjórnlynds flokks gegn hverskyns spillingu og upplausn.
Flokk sem menn geta treyst að vinni ALDREI til vinstri!
ÁFRAM ÍSLAND!
(tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook........)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !
Eigum við ekki að segja; að svonefndur Sjálfstæðisflokkur, sé fremur - liðónýtur miðju moðs flokkur ?
Alvöru hægri flokkar; hafa aðeins að markmiði, að útrýma svokölluðu lýðræði - og koma á styrkri stjórn fámenns hóps öflugra manna; eða þá, eins sterks manns, oftast; með liðstyrk hersins (í þeim löndum; þar sem alvöru herir eru, á annað borð), til farsældar, og með tilhlýðilegum aga, fyrir viðkomandi þjóðir, fornvinur góður.
Þar; liggur hinn stóri munur, ýmissa flokka.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 00:27
Takk fyrir innlit þitt Óskar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.9.2010 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.