Hægri Grænir segja ÞVERT NEI við Icesave !


   Á maður að trúa því að stjórnarandstaðan sé að limpast
niður gagnvart ríkisstjórninni í Icesave? En síðustu daga
hefur fjármálaráðherra boðað sátt og samninga í Icesave.
Þvert á þjóðarvilja og án umboðs frá þjóðinni! Og nú í gær-
morgun upplýsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í útvarps-
viðtali að allt benti til að ,,ásættanlegir" samningar væru
að nást við Breta og Hollendinga. Og virtist bara ánægður
með það. Sem bendir til að stjórnarandstaðan sé að gefa
verulega eftir og ætli að gefa grænt ljós á enn einn þjóð-
svikasamninginn um Icesave.

   Þetta gerist Á SAMA TÍMA og Alþingi er blóðugt upp fyrir
haus í niðurskurði ríkisútgjalda til grunnvelferðarmála sam-
félagsins. Hvernig í  veröldinni ætlar það samtímis að rétt-
læta himinháar ÓLÖGLEGAR kröfur Breta og Holllendinga
í Icesave gagnvart þjóðinni? Sem meir að segja regluverk
ESB segir  ríkissjóð  beri  ekki  skylda  til  að greiða! Nei! Að
sjálfsögðu getur Alþingi EKKI gert það! Því það myndi verka
sem olía á eld á reiði þjóðarinnar. Þjóðin  myndi  einfaldlega 
rísa upp og ekki hætta  mótmælum  fyrr en hið 9% traustlitla  
Alþingi verði leyst upp og efnt til nýrra þingkosninga.

   HÆGRI GRÆNIR sem boða hafa framboð í næstu alþingis-
kosningum virðast hafa einir stjórnmálaflokka SKÝRA stefnu í
ICESAVE. Eins og svo í mörgum öðrum málum varðandi hina
íslenzku þjóðarhagsmuni. En í stefnu sinni í Icesave segir:
,, Hægri Grænir segja N E I við ólöglegum kröfum Breta  og
Hollendinga  í  Icesave-málinu.  Icesave-samninganna og
ferlið  verður  að  rannsaka  ásamt afskiptum  ESB og AGS.
Athuga  þarf grundvöll  lögsóknar á  hendur breska ríkinu
fyrir setningu hryðjuverkalaga á íslenzka ríkið".

   Sem  sagt  skýr  og  tær  stefna Hægri Grænna í Icesave.
Borgum ekki krónu! Ekki einn eyrir! Enda eigum   EKKI að
borga  LÖGUM  SAMKVÆMT! - Til samanburðar er svo hinn
máttlausi ráfandi Sjálfstæðisflokkur. Gegnsýrður  af sósíal-
demókrataískum óværum. Enda ástandið á Íslandi eftir því!  

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

  tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook..........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvernig eru lögin? Eftir að við höfnuðum Icesave,geta stjórnvöld haldið áfram að semja um hana ólögvarða?

Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2010 kl. 00:32

2 Smámynd: Elle_

Held ég hafi notað öll lýsingarorð sem finnast yfir þessa ótrúlegu ósvífni alþingis, Guðmundur, þar sem allir flokkar eru meðsekir í málinu og endalaust viljugir að semja um ekki neitt.  Hvaðan heldur þetta fólk að það fái vald sitt??  Og var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn með Bjarna Ben í forystu sem lýsti yfir fyrir skömmu að þeir væru nú með harða stefnu gegn Icesave??  Og hafa samt strax aftur farið í gamla samningafarið??

Elle_, 19.10.2010 kl. 00:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Helga og Elle. Mín von er sú að ALLT þetta ónýtalið á Alþingi verði
hreinsað út og þar með hinn GJÖRSPILLTI Fjórflokkur. Og nýtt fólk og flokkar komi inn. Veðja nú á hina ÞJÓÐHOLLU HÆGRI GRÆNA er stofnuð voru 17 júní s.l sem bara það segir margt um þann flokk, kominn með á
annað þúsund flokksfélaga. Skora á alla þjóðlega sinnaða framfarasinna að
koma nú til liðs við þennan flokk ÍSLANDI voru og íslenzkum þjóðarhagsmunum  til heilla!  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.10.2010 kl. 00:49

4 identicon

Hvernig ætla Hægri Grænir að snúa sig út úr neyðarlagaklúðrinu sem fer í vaskinn ef Icesave verður ekki gert upp? Hvernig ætlið þið að greiða þá summu alla sem er margföld Icesave?

Annars les ég alltaf bloggið þitt sem ólíkt flestum bloggum er kurteist og málefnalegt.

Villi (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 00:55

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hef ekki áhyggjur af að neyðarlögin standi ekki frammi fyrir ÍSLENZKUM
dómsstólum Villi. Voru sett vegna brýnna þjóðarhagsmuna, neyðarástands.
Sem er viðurkennt í alþjóðarétti.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.10.2010 kl. 10:15

6 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem þið önnur, gestir hans hér !

Uppræting Alþingis; er frum forsenda allrar endurreisnar eðlilegs mannlífs, hér á Fróni, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem æfinlegast /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband