Árás á íslenzka þjóðmenningu !


   Það að meirihluti ,,mannréttindaráðs" borgarinnar hyggst
jarðsetja æskulýðsstarf kirkjunnar í borginni, og hafna fag-
þjónustu presta, er ekkert annað en árás á íslenzka þjóð-
menningu. - Kristintrú og Ásatrú er samofinn íslenzkri þjóð-
menningu frá upphafi til dagsins í dag. Yfir 90% þjóðarinnar
er kristin, og merkur hópur manna viðheldur hinum gamla
sið, sem einnig ber að virða og lögverja í stjórnarskrá. Því
eru hugmyndir svokallaðs ,,mannréttindaráðs" Reykjavíkur-
borgar gjörsamlega út í hött, lýsir andþjóðlegum viðhorfum, 
enda allur aulaháttur við stjórn borgarinnar eftir því í dag.

    Minni á að íslenzki fáninn ber kross, þjóðsöngurinn  ber
kristin boðskap, og varðskipin íslenzku bera nöfn goðanna.
Sem undirstrika þau trúarlegu gildi sem íslenzkt samfélag
er sprottið af,  og sem ber að byggja á um ókomna framtíð.

   ÁFRAM ÍSLAND!  ÁFRAM ÍSLENZK TILVERA!

 
mbl.is Gengur þvert á anda meirihlutasamstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson

Ég held að minnsta kosti sé það tilgangslaus feluleikur að ýta trú barnanna út úr skólalífinu og beinlínis vinnur gegn markmiðum fjölmenningarinnar. Að allir megi lifa í sátt og samlyndi hver með sína trú svo fremi sem húnþrengir ekki að trú annara eða brýtur niður samfélagið. Sbr nýleg skrif mín á  http://jagust.blog.is

Jakob Ágúst Hjálmarsson, 19.10.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk  fyrir það Jakob. Minni á nýleg ummæli kanslara Þýzkalands um að
fjölmenningin hafi gjörsamlega brugðist. Mjög athyglisverð yfirlýsing, sem
ég er sammála.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.10.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Hér á ferð birtingamynd forsjárhyggju ákveðins pólítisks rétttrúnaðar sem ákveðinn hópur manna hefur tileinkað sér á undanförnum árum undir formerkjum meintrar fjölmenningarhyggju, sem þó snýst auðveldlega í öndverðu sína í einu vetfangi.

Því miður er þetta birtingamynd þess að sveitarstjórnarfulltrúar í höfuðborginni allavega vita lítt eða ekki hvað fer fram í skólum landsins.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.10.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nákvæmlega Guðrún!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.10.2010 kl. 00:10

5 Smámynd: Ingólfur

Leitt að sjá þig halda því fram að íslensk þjóðmenning beri þess tjón ef hætt verður að troða þjóðkirkjutrúnni ofan í leik- og grunnskólabörn.

Af hverju ætti æskuýðsstarf kirkjunnar ekki að lifa góðu lífi - innan kirkjunnar?

Kveðja, Ingólfur

Ingólfur, 20.10.2010 kl. 00:46

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Íslenzk þjóðmenning er samofin Kristinni trú og Ásatrú. Hátt í 100%
þjóðarinnar aðhyllist þennan trúararf Ingólfur. Íslenzkt samfélag á því
að endurspeglast af þeiiri staðreynd, ekki síst í leik- og grunnskólum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.10.2010 kl. 01:07

7 Smámynd: Ingólfur

Þetta mál snýst um mannréttindi og trúfrelsi og mannréttindi eru ekki forréttindi meirihlutans.

Það er ekkert mál að kenna um íslenska þjóðmenningu án þess að boða trú.

Ásatrúarfélagið hefur ekki neinn aðgang að leikskólunum til þess að halda reglulega "helgistundir" með leikskólabörnum, né hefur það leitast eftir því.

Þó ég sé sammála um það að mikilvægt væri að kenna börnum meira um hinn heiðna sið, að þá er það hlutverk kennara en ekki goða ásatrúarfélagsins.

Sama gildir um kristni og kirkjuna.

Ingólfur, 20.10.2010 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband