DV sleppir fullveldisákvæðinu vísvitandi ! Selur DV sig ?
11.11.2010 | 00:17
Enn einu sinni kemur DV upp um sig sem málsvari ESB
á Íslandi. Og hugsar ábyggilega gott til glóðarinnar til
þeirrar milljarða sem ESB hyggst ausa í áróður sinn og
auglýsinga til aðlögunar Íslands að ESB. En DV býður nú
lesendum sínum upp á próftöku á heimasíðu sinni til að
auðvelda þeim að finna ,,réttu" frambjóðendurna. Ótal
spurningar eru í boði. Nema ein er snertir alveg SÉRSTAK-
LEGA það sem þjóðfundurinn lagði þó AÐAL áherslu á.
Að FULLVELDI ÍSLANDS og SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS VERÐI
TRYGGT. Enga spurningu er að finna um það í prófi DV!
Þótt allir vita að um það verður mest tekist á af þeim
atriðum sem stjórnlagaþingið mun fjalla um. Því ef ESB-
sinnum ekki tekst að breyta fullveldisákvæðum stjórnar-
skrárinnar eins og það er í dag getur Ísland ekki gerst
aðili að ESB. Því er AFAR mikilvægt að kjósendur séu vel
upplýstir um afstöðu frambjóðenda til breytinga á full-
veldisákvæðum stjórnarskrárinnar. Þjóðfundurinn Í RAUN
mælist til þess! En þarna ætla ESB-sinnar eins og DV að
skauta framhjá þessari grundvallar spurningu í von um að
geta smyglað sem flestum ESB-sinnum inn á stjórnlagaþing-
ið.
Þessi vinnubrögð DV í Evrópumálum koma samt ekkert á
óvart. Hefur verið málpípa ESB undanfarið eins og því sé
hreinlega BORGAÐ fyrir það. Enda utanríkisráðherra þegar
orðinn vikulegur píslahöfundur DV til boðunar fagnaðar-
eridisins. - Aðeins forsmekkurinn af ESB-íhlutuninni í ís-
lenzk innanríkismál sem ESB hefur boðað með stuðningi
andþjóðlegra fjölmiðla eins og DV. Sem virðist hafa selt
sig ESB á hönd!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.