Bretar kunna ekki að skammast sín!
11.11.2010 | 15:05
Bretar kunna ekki að skammast sín, enda haga sér eins
og versta nýlendukúgunarþjóð þegar því er að skipta. Sbr.
hryðjuverkalögin er þeir beittu Íslendingum, og nú varðandi
Icesave-kúgunina. Þess vegna hefði breski varnarmálaráð-
herrann betur mátt þegja en að tjá sig um með þessum
ódýra hætti varðandi hryðuverkaárás Breta á Ísland fyrir
rúmum 2 árum.
Alverst var þó aumingjaskapur íslenzkra stjórnvalda í þessu
máli, og það til dagsins í dag. Hvers vegna í ósköpunum var
árásin ekki kærð til NATO á sínum tíma, og stjórnmálasambandi
við Breta slitið? Og hvers vegna var ekki farið fram á stórfeldar
skaðabætur, í stað þess að flatmaga gjörsamlega í Icesave,
samþykkja vaxtalausa ávöxtun icesave-inneignanna í breskum
banka til dagsins í dag, en himinháar vaxtakröfur Breta á móti
átti svo að samþykkja með hinum alræmdi Icesave-þjóðsvika-
samningi, sem tókst af afstýra á síðustu stundu, með atbeina
forseta.
Hinn andþjóðlegi sósíaldemókrataíski flatmagaháttur með
stuðningi hérlendra kommúnista er orðin þjóðinni dýr. Von-
andi að styttist í opinberlega rannsókn á þeim!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né ICESAVE!
![]() |
Heitir því að beita ekki hryðjuverkalögum á NATO þjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ESB heillar Guðmundur, því má ekki styggja neinn sem staðið gæti í vegi fyrir hinum gullnu geislum frá Brussel.
Gunnar Heiðarsson, 12.11.2010 kl. 11:27
Nákvæmlega Gunnar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.11.2010 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.