Tengsl Icesave og ESB-aðildar loks staðfest !


   Þökk sé Wikileaks ! Hollenski utanríkisráðherrann
Verhagen hringdi í Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra í júlí í fyrra til að segja honum, að Hollend-
ingar  myndu  koma í veg  fyrir  að aðildarumsókn Ís-
lands að ESB yrði  samþykkt, þar til Íslendingar hefðu
samþykkt að endurgreiða Icesave skuldir sínar. RÚV
greinir frá þessu í hádegisfréttunum.

  Þar með er utanríkisráðherra Íslands orðin uppvís af
ótal lygum gagnvart Alþingi og þjóðinni gegnum tíðina
fram á þennan dag,  með því að þverneita þessum bein -
tengslum Icesave og aðildar Íslands að ESB.

  Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á nú þegar í
stað  að  segja af  sér  vegna þessara lyga sinna, og
raunar ríkisstjórnin öll. Því allflestir ráðherrar hafa þver-
neitað þessum tengslum.

  Í ljósi þessa virðist ENGIN TAKMÖRK SETT fyrir því  að
nauðga Íslandi inn í ESB. ENGIN! Skiptir ENGU hversu
dýru verði inngangan kosti. Enda um ENGA samninga
að ræða af hálfu ESB, heldur AÐLÖGUN og innlimun Ís-
lands í Evrópusambandið.

   Og að það skuli svo vera kommúnistaforinginn sjálfur,
Steingrímur J, sem  fremstur fer fyrir þessum Icesave-
þjóðsvikum, svo að´hægt verði að troða Íslandi inn  í
ESB, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR, segir  ALLT  um  heillyndi 
hans  og  hans flokks í Evrópumálum.

  Þá veit þjóðin það! ICESAVE-drápsklyfjarnar er  for-
inngöngumiðinn að ESB!  Forsmekkurinn að ESB-tilvistinni! 

  TIL FJANDANS MEÐ HANN!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Að öllu leiti get ég tekið undir pistil þinn nema einu þýðingarmiklu atriði! Ég óska fólki ekki því að fara til fjandans.

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.12.2010 kl. 13:50

2 identicon

Heil og sæl; Guðmundur Jónas - Guðrún, og aðrir gestir þínir, Guðmundur !

Jú; Guðmundur Jónas. Grunsemdir okkar; til lengri tíma, hafa verið stað festar, rækilega.

Össur er marg sinnis; ber að lygum og klækjum, enda auðsveipur þeim Jóhönnu og Steingrími, þegar þau sjálf vilja komast hjá óþægilegri umræðunni.

Guðrún ! 

Líkast til; kærir fjandinn sig ekkert, um Stjórnarráðs slektið. Þannig að; einhver annar skuggalegur, þyrfti að veita þeim viðtöku. 

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 13:58

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gruðrún. Þú mislast. Til fjandans með inngöngumiðann stendur skýrmerkilega.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2010 kl. 14:08

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk félagi Óskar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2010 kl. 14:09

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ok, ég er sammála með þennann aðgöngumiða hann er best geymdur í neðra

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.12.2010 kl. 14:11

6 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Segi af sér, ekkert slíkt er til hjá þessu liði þeir ljúga sig á fáránlegan hátt útúr þessum óheilindum sem öllum verður augljós

Þórólfur Ingvarsson, 6.12.2010 kl. 23:02

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einmitt Þórólfur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.12.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband