Loftárásunum á Dresden minnst.


   Í dag eru liðin 66 ár frá því að Bretar Og Bandaríkjamenn
létu sprengjum rigna yfir Dresden í seinni heimsstyrjöldinni.
Tölur um mannfall eru afar óljósar, en allt að 250.000 hafa
verið nefndar, mest allt saklausir borgarar og flóttafólk.
Enda var borgin nánast lögð í rúst.

   Þessar heiftarlegu árásir voru gerðar þegar Þýzkaland
var í raun gjörsigrað. Því hafa margir spurt hvaða tilgangi
þessar grimmilegu loftárásir á Dresden hafi þjónað, sem
ollu dauða fleiri en fórust í kjarnorkusprengjuárás Banda-
ríkjamanna á Hiroshima. Borgin var yfirfull af flóttafólki
þegar ósköpin dundu yfir, og var borgin lögð í rúst  á
örfáum dögum. Engu var hlíft, hvorki saklausum borgur-
um né dýrmætum menningardjásnum eins og Frúarkirk-
junni í Dresden. sem var endurbyggð fyrir nokkrum
árum.

   Enginn  hefur þurft  að  svara  til saka fyrir stríðsglæp
þennan, ekki frekar en þann sem framinn var í Hiroshima 
og Nagasaki..

   Vonandi eiga hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar
aldrei eftir að endurtaka sig.

   Aldrei!
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Bergmann Davíðsson

já þetta er ótrúlegt það var enginn látinn sæta ábyrgð fyrir þetta hræðilega grimmdarverk. Sumir vilja meina að þetta hafi verið hefndarárás bara til að sína mátt sinn.

Davíð Bergmann Davíðsson, 13.2.2011 kl. 20:48

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þessa góðu færslu Guðmundur.  Þetta minnir okkur á að sigurvegararnir setjast í dómarasætið að stríði loknu. Sagan kann að komast að annarri niðurstöðu.  Loftárásin á Dresden var fjöldamorð. Í borginni voru engir hernaðarlega mikilvægir hlutir og fyrirfram vitað að loftárás á borgina mundi þýða fjöldamorð á almennum borgurum.  Það er nokkuð ljóst hverjir bera ábyrgð á þessu og hver ber höfuðábyrgðina.  Þeir voru að sjálfsögðu svívirðilegir stríðsglæpamenn og fjöldamorðingjar.

Jón Magnússon, 13.2.2011 kl. 21:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já stríðsglæpur var þetta og ekkert annað.

Það hefur verið óumdeilt að árásin á Dresten breytti engu um endalok stríðsins og uppgjöf Þjóðverja.

Ég tel að það sé engan vegin hægt að bera þetta saman við Hiroshima og Nagasaki, þau ósköp bundu þó enda á Kyrrahafsstríðið. Miðað við mannfall beggja aðila fram að þeim tíma í sókn Bandamanna til Japans er fullvíst að það hefði kostað mun fleiri mannslíf að leiða stríðið til lykta með hefðbundnum vopnum. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband