Vantraust á fjórflokkinn! Sóknarfæri til hægri!


   Tvær síðustu skoðanakannanir, Fréttablaðsins og nú
Gallup sýna mikið vantraust þjóðarinnar á Fjórflokknum. 
Allt frá 30% upp í helmingur kjósenda mun annað hvort
ekki kjósa eða skila auðu.

  Ánægjulegt er að vilta vinstrið tapar miklu. Enda  há-
markast þar hin pólitíska tvöfeldni. Lilja Móses, Atli Gísla,
Ásmundur Einar, Guðfríður Lilja og Jón Bjarna ljúga enn
að  þjóðinni  að  þau  séu á móti ESB-aðild, svo dæmi sé
tekið, en  styðja  samtímis  samt  flokk  og ríkisstjórn er
vinnur að því hörðum höndum að koma Íslandi þar inn.

  Sjálfstæðisflokkurinn  er  tifandi  tímasprengja. Tvær
andstæðar fylkingar takast þar á. Spurningin er hvenær
sprengjan þar springur endanlega, því hinn sósíaldemó-
kratiski  armur hans  virðist  hafa  náð  undirtökunum. 
Pólitískt uppgjör á hægri  kanti  íslenzkra  stjórnmála 
blasir  því  við. Nýr flokkur þjóðhollra borgarasinna með
áherslu á fullveldið og heilbrigða þjóðhyggju, þar sem
m.a ESB  aðild  er alfarið hafnað, ætti gott sóknarfæri. 
Spurning hvort það verði hinn nýstofnaði HÆGRI GRÆNIR
eða aðrir  á eftir að koma í ljós.

   Alla vega eru spennandi tímar framundan í íslenzkum
stjórnmálum, þar sem við þurfum nú að hugsa út fyrir
rammann!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður hafa Hægri grænir engin sóknarfæri. Það skýrist af eftirfarandi; Sjálfstæðisflokkurinn klofnar ekki, Hægri grænir hafa engin málefni, Hægri grænir hafa ekkert frambærilegt fólk, norræni Borgaraflokkurinn er betri þó hann sé nánast vonlaus, ef Sjálfstæðisflokkurinn klofnar helst fylgið innan tveggja flokka og umhverfismál tengjast fyrst og fremst VG.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 09:41

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mun Hægri Grænir vera á framfæri LÍÚ?

Sigurður I B Guðmundsson, 2.3.2011 kl. 10:09

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bendi þér á Hrafn að félagsfjöldi hjá HÆGRI GRÆNUM er kominn á annað þúsund. Veist ekkert um hvað er í gangi þar, sem á eftir að koma þér á óvart. Og stefnan er mjög skýr og afdráttarlaus. Hefur augljóslega ekki
kynnt þér hana.

Sigurður. LÍU?  Ertu ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn? Alla vega ekki um
HÆGRI GRÆNA! Það eitt er víst!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2011 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband