ESB-andstæðingar fella Icesave! Og þar með ESB-aðild!


    Gengdarlaust áróðurstríð er nú hafið til að reyna að blekkja
þjóðina til  að kjósa yfir sig Icesave-helsið. Ekki er að furða að
þar fremst í flokki fari bankamafían á Íslandi, sem skóp hrunið
mikla, og sem enn situr að verulegu leiti enn við kjötkatlanna.
Við hlið hennar fara svo ESB-trúboðið, með dyggum stuðningi
stjórnvalda, sem ólm vilja troða Íslandi í ESB. En Icesave er
þar helsta hindrunin. Öllu er því nú til tjaldað til að blekkja
Icesave-helsinu upp á þjóðina, og það svo, að helst er nú að
skilja að þjóðin muni hagnast á Icesave, samþykki hún það.
Sem er þá enn ríkari ástæða til að hafna Icesave ENDANLEGA!

  Því þjóðin mun sjá í gegnum blekkingavefinn. Hingað til hefur
ekki staðið steinn yfir steini þar sem bankamafían á Íslandi og
áhangendur hennar hafa matreitt fyrir þjóðina, hvorki fyrir né
eftir hrun. EKKERT! Þess vegna er nú loks komið KÆRKOMIÐ
TÆKIFÆR fyrir  ALMENNING á  Íslandi, og  RÍSA UPP þann  9
apríl n.k, og segja STÓRT NEI við Icesave-helsinu, stjórnmála-
stéttinni sem rúin er nú ÖLLU trausti, og ekki síst sjálfri ESB-
aðildarumsókninni. Því  Icesave  er SAMOFIN aðild Íslands að
ESB, hinn beiski kaleikur sem einnig var blektur upp á þjóðina.

  9 apríl n.k er því kærkominn allsherjar hreinsunar- og upp-
reisnardagur, fyrir íslenzka þjóð. Upphaf nýrra tíma fyrir
FRJÁLST ÍSLAND, þar sem hagsmunir ALMENNINGS verða í
fyrirrúmi.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ICESAVE-HELSI né ESB-FJÖTRAR! 
mbl.is Húsfyllir á opnum fundi um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.3.2011 kl. 00:50

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Ingibjörg!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2011 kl. 00:59

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég hafnaði ICESAVE hinu fyrra og af þeirri ástæðu og mörgum öðrum get ég ekki séð mér fært að samþykkja þennan ófögnuð í staðinn. Ég segi NEI!!! Endalaust reynir ríkisstjórnin að troða þessu uppá þjóðina, þjóð sem ekkert gerði til að verðskulda gjald fallins einkafyrirtækis.

Held það færi ekki á þennan veg ef ég væri með lítið fyrirtæki sem færi á hausinn að þið þyrftuð að borga gjaldþrotið á meðan ég væri með undanskotsfé í ríkisbubbaleik suður í höfum eða einhverstaðar annarsstaðar...

Með kveðju og von um að ICESAVE verði hafnað...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 3.3.2011 kl. 02:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Heyrði að endurreiknað eignasafn L.Í. gamla sýndi að hagstæðari útkomu,það er verið að leggja tálbeitu fyrir líðin. Nú ef svo er ,þurfum við þá að samþykkja ábyrgð ríkisins. Þetta er svo fráleitt að engu tali tekur.Hrindum þessum óværum af okkur. Verðum að fá hljómgrunn og eigum rétt á því að raddir okkar heyrist í ríkisfjölmiðlum. 'Útvarp Saga er hreint út sagt stórkostleg,einnig Inn. Það eru bara svo margir út á landi sem ekki ná þeim og missa því af svo mörgum staðreyndum,sem ríkisstjórnin þaggar niður í öllum sínum fréttaflutningi og öllum þeim sem þeir senda eða Egill velur í Silfrið.  

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2011 kl. 02:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég mun segja NEI. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2011 kl. 10:05

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hlutfallslegasta stærsta bankaMafía í heimi gerir út á hlutfallslegasta stærsta raunvaxtamun í heimi: álögur á íslenska lántakendur: fyrirtæki og einstaklinga.

Þetta eru staðreyndir

Hér er gert út innstreymi/útstreymi Ísland gagnvart heldur samstarfsbönkum erlendis.  Það er ekki spurning að skiptanna raunvaxtanna enda 90% hjá erlendu stóraðilunum.  

Þetta er alþjóðlegar staðreyndir.

Hér er ekki ólánum á bætandi. Icesave ber að hafna og skera fjármágleiran hér niður hlutfalllega þannig að almennir neytendur  lána og eðlilega skuldsett fyrirtæki stjórni eftirspurn einhliða.  

Vextir vera ekki vsk. þessa vegna er þetta ekki eðlilegur tekju-skattastofn.

Vextir skerða virðisauka framleiðni á Íslandi meira en hjá flestum örðum ríkjum hlutfallslega.

Barnaleg staðreynd.

Júlíus Björnsson, 3.3.2011 kl. 19:34

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir stuðning ykkar við OKKAR málstað. NEI ICESAVE!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2011 kl. 20:23

8 Smámynd: Elle_

Ég ætla að endurtaka orð Valdimars H Jóhannessonar frá í dag, Guðmundur:

Hver á fætur öðrum jafnt ráðherrar sem óbreyttir þingmenn ruddust fram í atkvæðagreiðslunni um Icesave með sínar atkvæðaskýringa  og sögðu að Bretar og Hollendingar ættu engar lögvarðar kröfur á hendur okkur. Samt sem áður samþykktu þeir samninginn sem nú verður borinn undir þjóðina. Ég gat ekki varist þeirri hugsun að ég væri að horfa á hóp fólks sem væru geðklofar þegar ég fylgdist með umræðum og atvkæðagreiðslu frá Alþingi um Icesave.

Hvað á maður að halda??  Ætli það hljóti ekki að vera einsdæmi í hinum vestræna heimi ef ekki heiminum???

Elle_, 3.3.2011 kl. 23:14

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þess vegna er betra að fjölga skuldlausum eignar aðilum á Íslandi í framtíðinni. Afætunum í flokkunum er ekki treystandi fyrir annarra manna eigum.  

Júlíus Björnsson, 3.3.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband