Sósíaldemókratar allra flokka sameinist.
30.5.2011 | 01:15
Hvatning Jóhönnu Sigurðardóttir formanns Samfylkingarinnar á
nýafstöðnu flokksráðsþingi, um að sósíaldemókratar allra flokka
sameinist í einum flokki, kemur ekki á óvar. Allra síst kemur það
á óvart að hún skuli sérstaklega nefna stóra hópa innan Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar. En innan Sjálfstæðisflokksins
hefur sósíaldemókrataisminn fengið að grassera til margra ára-
tuga, og raunar einnig innan Framsóknar.
Réttilega bendir Jóhanna á að innan Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknar væru stórir hópar er ættu samleið með sósíaldemó-
krötunum í Samfylkingunni. Alveg sérstaklega í Evrópumálum
og upptöku evru. Sagði Jóhanna reiðbúin til að beita sér fyrir
breyttu skipulagi, nýju nafni og nýrri forystu í hinum nýja sósíal-
demókrataíska flokki til að sameiningin gæti orðið að veruleika
Vert er að óska sósíaldemókrötum allra flokka til hamingju með
þetta sameiningartilboð krataleiðtogans. Þetta gæti einmitt orðið
stór liður í allsherjar uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum, og
lagt skýrar línur í þeim.
Hvað okkur sem aðhyllumst þjóðhyggju og borgaraleg viðhorf
og gildi á þjóðlegum nótum, hlýtur allt slíkt að verða enn meiri
hvatning til að stórefla þann pólitíska vettvang, sem fyrir þau
sjónarmið standa. Með nýju framboði!
Uppstokkunin á hægri kanti íslenzkra stjórnmála blasir því við!
Ekki síst þar sem ímynd Sjálfstæðisflokksins og trúverðugleiki
hefur beðið alvarlegt skipbrot. Auk Framsóknar!
Tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.