Hvar er forysta Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum ?

   Hvar er forysta  Sjálfstæðisflokksins  í  Evrópumálum? Úti á
túni? Tilviljun? Tilviljun  að það var einmitt forysta Sjálfstæðis-
flokksins  sem innleiddi  hinn  ógæfusama  EES-samning yfir
þjóðina ásamt  sósíaldemókrötum? Tilviljun  að  það  var ein-
mitt forysta Sjálfstæðisflokksins sem leiddu sósíaldemókrat-
anna aftur til valda eftir óralanga pólitíska eyðimerkurgöngu,
er leiddi af sér umsókn Íslands að ESB? Tilviljun að það voru
einmitt  Sjálfstæðisflokkur  og  sósíaldemókratar  sem  sátu
saman í Hrunstjórninni, er allt EES-regluverkið hrundi? Tilviljun
að það var loks forysta Sjálfstæðisflokksins sem sveik þjóðina í
Icesave og studdi Icesave-stjórn sósíaldemókrata við að koma
skuldadrápsklyfjum útrásarmafíuósa á þjóðina?

   Nei auðvitað er þetta  alls engin tilviljun! Engin tilviljun þótt
hin sósíaldemókrataíska flokksforysta Sjálfstæðisflokksins þegi
nú þunnu hljóði þótt sósíaldemókratinn Össur leiki nú einleik  í
Evrópumálum. Þvert á vilja Alþingis og þjóðarinnar. Enda ENGIN
TILVILJUN að Sjálfstæðisflokkurinn hafi löngum verið kallaður
stærsti sósíaldemókrataíski flokkurinn á Norðurlöndum miðað
við íbúafjölda...............  

   Kominn tími til að allir þjóðhollir hægrimenn átti sig loks á því
hverskonar flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. EKKERT ALVÖRU
hægrisinnað þjóðhollt afl hefði orsakað ALGJÖRT  stjórnleysi
og hruni eins og gerðist árið 2008. Og það í stjórnarsamvinnu
við flokk HREINRÆKTAÐRA  sósíaldemókrata á Íslandi.

    SKANDALL!

    Enda fór sem fór!  Og ástand mála eftir því í dag!
mbl.is Þurfum ekki sérstaka undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Guðmundur og orð í tíma töluð.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.7.2011 kl. 00:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Forysta Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum, sem öðrum utanríkismálum, er staðsett þar sem hún hefur alltaf verið,  við 1600 Pennsylvania Avenue NW Washington, DC 20500, öðru nafni Hvíta Húsið í Whasington.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.7.2011 kl. 02:09

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég get ekki enn þá trúað,að Stjórnarliðum hafi tekist að gabba formann Sjálfstæðisflokks,til að styðja að gengist yrði við óréttmætum kröfum Breta,í Icesave.. Nú les maður að upplýsingar Seðlabanka um stöðu hans  á þeim tíma,hafi verið rangar. Ég geld varhug við hvert tungutak,hverja aðgerð sem þessi stjórn stendur að. Það er nú nánast allt í þágu ESb. Flýtimeðferðin er eitt dæmið,sem margir hér hafa furðað sig á. Takist þeim að ganga öllu lengra,er út um okkur,þannig séð. Ég get vel trúað að til sé aðgerðar áætlun,jafnvel þar sem varnarher þeirra kemur við sögu,ef við erum ekki spök. Fylgjum rituðum orðum eftir,flestir eru orðnir þreyttir á síendurtekinni vandfísni. ( Frá okkur öllum).  Út á torg. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.7.2011 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband