Vinstriöflin í frjálsu falli - Nýtt hægrisinnað framboð komi fram!


    Það er afar ánægjulegt að vinstriöflin skulu nánast vera
i frjálsu falli skv. þjóðarpúlsi Gallups.  Þjóðin virðist  vera
búin  að  fá  sig  fullsadda  af  hinni  fyrstu hreinræktuðu
vinstristjórn. En afleitt var að fá sósíalisma andskotans
ofan í hið skelfilega bankahrun.  Sem skrifast má nær al-
farið á aulaháttinn í íslenzkum stjórnmálum. Fyrr og síðar.
Þar sem sósíaldemókrataismi Fjórflokksins hefur leikið
lykilhlutverkið. Og gerir heldur betur enn! 

   Hefði allt verið með feldu hefði stjórnarandstaðan átt
að tvöfalda fylgi sitt. Svo aumlegt er hið andþjóðlega
sósíalíska stjórnarfar í dag. - Það gerir hún hins vegar
alls ekki. Ástæða þess er stórlöskuð ímynd Sjálfstæðis-
flokksins, með handónýta sósíaldemókrataíska forystu,
sem meir að segja stórsveik flokksmenn og þjóð í Icesave.
Og þótt Framsókn rísi aðeins úr kútnum, er ímynd hennar
einnig löskuð, enda fær sósíaldemókrataismi innan Fram-
sóknar enn að grassera. sbr. að vilja ekki draga umsókn
að ESB til baka.

   Athygli vekur að af aðeins 62% svarhlutfalli ætla tæp 30%
ekki að kjósa eða ekki taka afstöðu. Sem sýnir meiriháttar
vantraust á núverandi þingheim. En jafnframt ákall á nýja
flokka og nýtt fólk í stjórnmálin.

  Í slíku pólitísku upplausnarástandi er kjörið tækifæri fyrir
hægrisinnað og framfarasinnað þjóðholt afl að hasla sér
völl í íslenzkum stjórnmálum. ALVÖRU HÆGRIAFL til að
koma á STÖÐUGLEIKA og FESTU í íslenzkt samfélag fyrir
FÓLKIÐ Í LANDINU. En segja má að slíkt hægriafl hafi al-
drei verið til á Íslandi, svo gegnsýrður hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn verið af sósíaldemókrataisma. Enda ástand
þjóðmála eftir því!

   Tilkoma flokks eins og HÆGRI GRÆNNA í íslenz stjórnmál
er því fagnaðarefni.  Flokks sem allir þjóðhollir og framfara-
sinnaðir hægrimenn geta nú loks sameinast um......... 
mbl.is Framsókn eykur fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Þjóðin þarf hvorki á öfga-hægri né öfga-vinstri að halda, heldur raunverulegt og heiðarlegt réttlæti, sem tekur tillit til allra hópa samfélagsins.

Einhæfnin til hægri og vinstri í heims-pólitíkinni hefur drepið allt sem er heiðarlegt og réttlátt!

Mér er það óskiljanlegt, að fyrirtækin séu mikilvægari en fólkið sem vinnur í fyrirtækjunum, og jafn óskiljanlegt hvers vegna verkafólkið telur að ekki þurfi vel rekin fyrirtæki í þessu landi fyrir vinnandi verkamanna-hendur?

Það þarf að taka tillit til allra stétta þjóðfélagsins samtímis.

Það er hægt, ef skilningur og vilji er fyrir hendi. Enginn hlekkur í samfélaginu er sterkari en veikasti hlekkurinn.

Daginn sem stjórnmálamenn skilja það, verður raunverulegur byrjunardagur réttláta nýja Íslands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.7.2011 kl. 09:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nákvæmlega Anna. Eins og talað er úr stefnuskrá Hægri grænna, þar sem
hagsmunir ÍSLENZKS ALMENNINGS og þeirra allra sem standa höllum fæti
eru sett í fyrirrúm. Ásamt því að standa vörð um íslenzkt þjóðfrelsi og
þjóðarhagsmuni. Þvert á það sem öfga-vinstristjórnin gerir í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.7.2011 kl. 12:39

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Ég verð alltaf svolítið hrædd þegar ég heyri orðin hægri eða vinstri. Það er nefnilega falið vald, í svona áróðurs-nöfnum.

Það skilur þú örugglega, sem ert reynslumikill og ábyrgur borgari?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.7.2011 kl. 18:05

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Anna. Pólitík snýst um völd og áhrif. Falin eða ófalin. Spurning um hugsjónirnar sem menn reyna að framkvæma.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.7.2011 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband