Flotinn neiti að sigla úr höfn!


   Nú þegar vegið er meiriháttar að sjávarútvegi á Íslandi,
ættu sjómenn og útgerðarmenn að nota tækifærið nú þegar
allur fiskiskipin eru í höfn í tilefni sjómannadags, og neita
að sigla úr höfn fyrr en ásættanleg lausn hefur fengist við
stjórn fiskveiða. Árás hinnar þjóðfjandsömu ríkisstjórnar
á kjör íslenzkra sjómanna og útgerðar verður að stöðva
með ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM!

   Afnám sjómannaafsláttar gagnvart sjómönnum Íslands
var vítaverð óvildaraðgerð gegn íslenzkri sjómannastétt.
Þá kjaraskerðingu eiga sjómenn EKKI AÐ LÍÐA og neita
að fara á sjó fyrr en sú árás á kjör sjómanna hefur verið
dregin til baka af ríkisstjórninni..

   Þá er það sameiginlegt hagsmunamál sjómanna  og
útgerðar eins og þjóðarinnar allrar að umsóknin um aðild
Íslands að ESB  verði hið snarasta dregin til baka. Kjörið
tækifæri er nú til þess með mótmælum alls fiskiskipaflota
Íslands. Svo athygli veki á heimsvísu, ekki síst í Brussel.
Því ESB-aðild myndi rústa íslenzkum sjárvarútvegi endan-
lega og þar með íslenzkri sjómannastétt! 

   ÁFRAM ÍSLENZKUR SJÁVARÚTVEGUR!   ÁFRAM ÍSLAND!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband