Réttlátur dómur yfir Pussy Riot!



   Dómurinn yfir Pussy Riot í Rússlandi er sanngjarn!  Eða hvað
hefði nú verið sagt á Íslandi ef hópur anarkista myndi ráðast
inn í Hallgrímskirkju um hábjartan dag, og haft þar uppi meiri-
háttar skrílslæti og helgispjöll? Og hrópað án afláts eftir afsögn
Jóhönnu, Steingríms, og Jóns Gnarr? Hvernig hefði t.d.RÚV sagt
frá því?

  Rússar eru stolt þjóð sem standa vörð um sín þjóðlegu viðhorf
og kristin gildi! Upplausn og agaleysi á Íslandi í anda Gnarrisma
væri ekki eins og raun ber vitni í dag, hefðum við Rússa   okkur
til fyrirmyndar hvað það varðar!

   Að tala um pólitísk réttarhöld og skort á tjáningarfrelsi í þessu
sambandi er út í hött!  Gjörsamlega út úr kú!

mbl.is Amnesty: Réttarhöldin voru pólitísk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Rétt; sem staðfastlega ályktað, af þinni hálfu.

Allt of margir Vesturlandabúa; gera sér ekki í hugarlund, við hversu þýðingarmiklu hlutverki Rússar tóku, þá Konstantínópel féll í höndur Ósman Tyrkja, þann 29. Maí, árið 1453.

Öll; hin Austurrómverska arfleifð - sem Grísk, og þar með talin hin forna Rétttrúnaðarkirkja, hafa verið varðar, og munu verða varðveittar í Moskvu, af réttmætum stjórnvöldum þar, þó svo Kommúnistum (1922 - 1991), hafi næstum tekist, að granda þeim verðmætum öllum, eins og við munum.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 01:20

2 identicon

Já vá, hvað hefði nú verið sagt á Íslandi????? Sussubara. Og hvað ætli Jesú hefði sagt á sínum tíma? Skyldi hann hafa dæmt hart í svona máli? En þú ert greinilega maður með hjartað á réttum stað.

Hulda (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 01:46

3 identicon

Ein lítil spurning: Hvernig finnst þér að hefði átt að refsa manni sem fyrir u.þ.b. 2.000 árum ruddist inn í helgidóminn í landi sínu og velti við borðum og hneykslaðist á því sem þar fór fram og var þó viðurkennt af öllum? Hefðu yfirvöld átt að senda hann í fangelsi? Eða krossfesta kannski...? Spyr sá sem ekki veit.

Jóhann Harðarson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 05:20

4 Smámynd: Jack Daniel's

Ekki verður þessi grein til að afla Hægri grænum atkvæði.

Dómurinn yfir stúlkunum er hreint og klárt níðingsverk af pólitískum toga og svona þér til uppfræðslu, þá ruddust þær ekki inni í kirkjuna og upphófu þar gjörning sinn heldur var þeim boðið þangað og vissi í raun engin hvað til stóð.

Jack Daniel's, 18.8.2012 kl. 07:37

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk félagi Óskar.  Jack. Ekki blanda flokkspólitík inn í þetta rugl. Þetta er mín persónulega skoðun. MJÖG svo réttlátur dómur. Kominn tími til að stöðva hatrið á kristinni trú.  Ekki síst meðal Gnarristanna hér á landi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.8.2012 kl. 10:33

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessi uppákoma pönksveitarinnar með tilheyrandi fjölmiðlafári er öll hin hlálegasta. Þetta varpar þó björtu ljósi á þá einstaklinga og stofnanir sem halda ekki vatni yfir þessari grimmd og óréttlæti sem vesælings stúlkurnar eru beittar. Hvað þessa mótmælendur á Íslandi varðar, þá er þetta fólk með borgarstjóraleikarann, Björk og Amnesty International í fararbroddi greinilega ósnortið yfir hvernig valtað er yfir t.a.m. fátæka og aldraða hér á Íslandi nú um stundir, heldur hefur það valið að beina kröftum og athygli að skemmtilegri hlutum. Þetta þrifalega unga fólk sagði ómeðvitað mest um sjálft sig, þegar við það var rætt um mótmælin í fréttatíma sjónvarps

Jónatan Karlsson, 18.8.2012 kl. 10:55

7 identicon

Eins og þú veist mætavel sjálfur er dómurinn bæði fáranlegur og ómannúðlegur.  Þær hafa þegar setið í fimm mánuði fyrir athæfið og það út af fyrir sig er nægjanleg refsing.  Það hlýtur að vera eðlileg krafa siðaðs fólks að þær verða látnar lausar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 11:10

8 identicon

Facepalm. Já taka mark á manni sem ætlar að kjósa hægri græna sem hefur mann sem ók ölvaður sem formann. Gnarr er Kaþólskur. Það er öruggt að þú horfðir ekki á það sem Pussy riot gerðu þau eyðulögu ekki neitt.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 11:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Með þessari grein hefur þú valdið mér vonbrigðum Guðmundur, þetta er valdníðsla og ekkert annað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.8.2012 kl. 11:54

10 identicon

Kærar þakkir fyrir þessa dagbókarfærslu Guðmundur Jónas Kristjánsson. Það er alltaf virðingarvert þegar genetískir Blámenn kannast við eigin sjálfspillingu.

Er ekki líka rétt að halda til haga hvað þið börðust hatrammlega fyrir því að níumenningarnir fengju 16 ára dóm fyrir að vísitera Alþingi? Sjálfspilltur, sturlaður, þingforseti og sjálfspilltur skrifstofustjóri leikhússins við Austurvöll gerðu hvað þeir gátu til að feta í fótspor Pútíns og rússnesku mafíunnar.

En Pútín býr ekki lengur hér Gummi minn - það máttu bóka! Þú verður bara að lifa við það.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 12:09

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sömuleiðis Ásthildur mín. Með því að verja mótmæli í kirkju með tilheyrandi
helgispjöllum veldur þú mér vonbrigðum.

Innlegg þitt er ekki svaravert Hilmar. Studdi ekki Hrunstjórnina eða 50% af henni eftir kosningar. Þannig skil ekki innlegg þitt hér hvað mig varðar.

Gnarr sem bannar kristnihald í skólum getur ekki verið kaþólskur Arnar.
Enda segist hann sjálfur vera trúður og geimvera!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.8.2012 kl. 15:36

12 identicon

"Studdi ekki Hrunstjórnina - eða 50% af henni eftir kosningar."

Ekki er þetta nú burðugt bókhald Guðmundur minn. Það er svolítill munur á 0% og 50%, alla vega í minni viðskiptafræði. En sjálfspilltir Blámenn hafa alltaf möguleika á að grípa til afskrifta að hætti hússins.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 16:53

13 identicon

Flottur áróður hjá þér Guðmundur. http://www.amx.is/fuglahvisl/14919/

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 19:35

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðmundur ég er ekki kristinn, er í Ásatrúarsöfnuðinum, tel allt þetta kristni dót vera hræsni út í gegn, það er bara þannig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.8.2012 kl. 19:53

15 identicon

Taglhnýtingur Pútíns, rússnesku mafíunnar og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar fer hér mikinn í að lofa mannréttindabrot í beinni - til heiðurs geistlegu yfirboði valdhafanna og villuráfandi heilgasandahoppara.

Sjálfur kemur musterisriddarinn Guðmundur Jónas eins og grenjandi þarfanaut inn í íslensk stjórnmál og ætlar sér sjáanlega stóra hluti á næsta ári.

Hver þarfnast Pútíns þegar bókarinn bókstafstrúaði stendur til boða?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 22:03

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hilmar. Átti við Hrunstjórnina Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu FYRIR KOSNINGAR! En Samfylkingu Hrunflokkinn og VG EFTIR KOSNINGAR.
Er það ekki 50% af gömlu Hrunstjórninni?  Sé ekki betur en að bókhald
mitt stemmir, enda búinn að vera í því áfallalaust yfir 40 ár.

Ásthildur. Munurinn á þér og mér er kannski sá að ég virði öllu trúarbrögð.
Og tek SÉRSTAKLEGA  fram í minni persónulegu kynningu á bloggsíðu minni að þótt kristinn sé ber ég sérstaka virðingu fyrir Ásatrúnni. Ekki síst þar sem hún er norræn að uppruna!

Hilmar. Er enginn sérstakur aðdáandi Pútins. En sæi fyrir mér svipinn á
sumum horfandi á hérlenda Pussy Riota krefjandi afsaganar Jóhönnu,
Steingríms og Jóns Gnarr í Hallgrímskirkju  með tilheyrandi skrílslátum og helgispjöllum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.8.2012 kl. 22:31

17 identicon

Guðmundur: Það er eitt að fordæma það sem Pussy Riot gerði í kirkjunni en allt annað mál að krefjast þess að ríkið refsi þeim fyrir það og þaggi þannig niður í þeim, á þessu tvennu er eðlismunur og það er það síðarnefnda sem fólk er að mótmæla.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 22:33

18 identicon

Nei, Guðmundur minn, bókhaldið þitt stemmir því miður ekki og þú værir maður að meiri ef þú viðurkenndir það.

"Að tala um pólitísk réttarhöld og skort á tjáningarfrelsi í þessu
sambandi er út í hött!  Gjörsamlega út úr kú!"

Maður sem hefur þessa sýn á pólitísku sýndarréttarhöldunum í Moskvu er illa firrtur. Mig gildir einu, Guðmundur, hvort þú er vinstri sjálfspilltur eða hægri samspilltur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 00:14

19 identicon

Jesús Kristur gagnrýndi hræsnara, yfirvöld og réðst inní bænarhús til þess að mótmæla.

Finnst þar með skrýtið að þú, sem kristinn maður, getir sagt þetta um Pussy Riot.

Sigurður Anton Friðþjófsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 01:03

20 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Hulda - Jóhann Harðarson - Hrafnkell (Jack) - H.T. Bjarnason - Arnar - Ásthildur Cesil - Hilmar stórfrændi minn Hafsteinsson - Arngrímur, og Sigurður Anton !

Vinsamlegast; lesið betur Rússlands sögu, ykkur til frekari skilnings, frá dögum Rúriks Hersis (Vojvods; ca. 830 - ca. 879) - til okkar daga, og líkast til, munuð þið endurskoða skammaryrðin, í garð Guðmundar Jónasar stórvinar míns, að miklu leyti. Hann verðskuldar ekki, hnjóðs yrði, nokkurrar tegundar, gott fólk.

Hrafnkell / Jack !

Sammála viðhorfi þínu; til Hægri grænna - NATÓ og EFTA fylgispekt þeirra, ásamt alls lags þingræðis dekri, mun hjálpa þeim sjálfum, að mála sig út í horn; algjörlega.

Guðmundur fornvinur minn Jónas !

Umsögn mín; um hægri græna, þeirra Guðmundar Franklíns, er einungis sögð þér til varnaðar - og að þú gjaldir varhug, við þeim fálagsskap.

Alþingis ósómann; VERÐUR AÐ AFNEMA, eigi byggð að haldast áfram, á landi hér, gott fólk !!!

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri, vitaskuld /   

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 01:24

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og nú hefur rússneska kirkjan fyrirgefið þessum ungu stúlkum, svo hvar er þá ástæðan fyrir því að setja þær í tveggja ára fangelsi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2012 kl. 09:41

22 identicon

Fáránlegt að dæma þessar stelpur; ég gæti alveg trúað því að Pútín og klerkaveldið endi með að veita þeim sakaruppgjöf. Löngu áður en að Guðmundur hinn kristni fyrirgefur þeim, þó svo að þær hafi raunverulega verið að gera það sama, nákvæmlega það sama og hann Jesú á að hafa gert..

Jón Gnarr getur vel verið kristinn þó svo að hann vilji ekki kristni í grunnskóla, það er grunn virðing við foreldra og börn að þau geti verið í friði fyrir svona í skólum þessa lands.

Að auki, þá er Jón Gnarr geimvera, ég er geimvera, Guðmundur er geimvera, við erum öll geimverur

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 10:02

23 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ásthildur. Aðal munurinn á kristinni trú og ásatrú er að kristnin boðar fyrirgefningu. Þar með er ekki sagt að viðkomandi skuli ekki uppskera
eins og sáð er til. Þess vegna hvetur kirkjan í Rússlandi  stjórnvöld 
til að verja samfélagið fyrir slíkum helgispjöllum og skrílslátum og í
tilfelli Pussy Roit. Og það hefur verið gert með sanngjörnum dómi! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2012 kl. 13:08

24 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

DoctorE. Kemur ekki á óvart þín afstaða hér, því bæði ertu trúlaus og
anarkisti!  Bara nenni ekki að hafa orðaskipti við slíkar geimverur! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2012 kl. 13:11

25 Smámynd: Jens Guð

http://www.youtube.com/watch?v=wyjNRmSPVMM

Jens Guð, 19.8.2012 kl. 22:13

26 identicon

Friday, August 17, 2012

Russian "Punkers" Get 2 Years Jail for US State Department Stunt

America's troupe of "activists" continue attempts to divide and undermine Russian society.
by Tony Cartalucci

August 17, 2012 - When the US is overtly backing the terrorist invasion of Syria, seeing to the death, displacement, and disruption of millions of lives abroad, while hosting a mass murdering fugitive dictator at home, what then is it to back an act of hooliganism in a Russian church targeting a geopolitical rival?

The US State Department-backed so-called "punk band" going by the name of "Pussy Riot," stormed into a Moscow church, defaming the Russian government while mocking the beliefs of churchgoers with vulgarity and disruptive behavior. Marketed as an act of "freedom of expression" by the Western media and the West's collection of foreign ministries, it was in reality what would be called both a hate-crime and disorderly conduct in the West. Furthermore, in the West, such an act would come with it steep fines and lengthy jail sentences.

In fact, similar cases have played out in the West - minus the feigned indignation over the perceived violation of free speech of alleged bigots, racists, and hooligans that have preceded "Pussy Riot." In many cases, the West has actively pursued not only people harassing others and creating public disturbances, but also those distributing material to like minded people who's beliefs are simply perceived as "socially harmful."

The West Has Jailed Many For Similar or Lesser Offenses

  • 3 Years in Jail for Revising History: In 2006, the BBC reported, "British historian David Irving has been found guilty in Vienna of denying the Holocaust of European Jewry and sentenced to three years in prison." The BBC also reported, "the judge in his 2000 libel trial declared him "an active Holocaust denier... anti-Semitic and racist."" Irving's beliefs, as unpopular as they may be, were expressed in his writings and speeches, not in the middle of a synagogue he had burst into.
  • 4 Years and 2 Years in Jail for Operating "Racist" Website: For the crime of operating a US-based "racist" website and possessing with intent to distribute "racist material," two British men, Simon Sheppard and Stephen Whittle were sentenced to 4 years and 2 years respectively in the UK in 2009. The presiding judge, according to the BBC, "told the men their material was "abusive and insulting" and had the potential to cause "grave social harm."" Unlike Pussy Riot, however, these 2 men only crammed their leaflets into the door of a synagogue - instead of bursting in. Still they received 3-4 years in prison.
  • 5 Years in Jail for Disagreeing With Mainstream History: Also in 2009, a man was jailed for 5 years for "propagating Nazi ideas and Holocaust denial" in Austria, Reuters reported. Gerd Honsik apparently wrote books and magazines which he attempted to distribute in schools, though it was the content of the material, not the manner in which he tried to distribute it that earned him his lengthy jail sentence. Unpopular though his ideas may be, according to the latest tirade by the West, he not only should've been allowed to proclaim them publicly, but do so in a place of worship amongst those he despised.
  • 3 Years in Jail for Harassing a Jewish Man and Public Hate Speech: In 2011, an Australian man posted an "anti-Semitic" video on YouTube earning him a 3 year jail sentence. The video apparently showed the convicted man insulting a Jewish man before going on a tirade "in front of the Perth Bell Tower," reported ABC of Australia. Clearly insulting someone in Australia and creating a public disturbance is a punishable crime, yet somehow the Australian government sees insulting churchgoers in Russia as "freedom of expression." Equally as clear, is that hypocrisy and selective principles are being liberally exercised.
  • Detainment for "Hateful" Public Disturbance: This year, the British Daily Mail reported in their article, "Elmo in cuffs: Man dressed as Sesame Street character is carried away in Central Park after anti-Semitic rant in front of kids," that "the appearance of a hate-spewing man dressed up as Elmo was a jarring one for many New Yorkers who visited Central Park on Sunday afternoon." The article elaborated by saying that though the man was put in handcuffs and taken away, he was not arrested. While no arrest or sentence was handed down, the story clearly indicates that there is a line drawn as to what is "freedom of speech" and what is "disturbing the peace" in the United States.
  • Arrested for Aggravating "religious and racial" Facebook Comments: For the crime of posting "anti-Semitic" remarks on Facebook, the BBC reported that "five men and a 15-year-old youth" were arrested in May, 2012. The BBC would elaborate by reporting, "the six people arrested were charged with a breach of the peace with religious and racial aggravations."

Politically-Motivated Hypocrisy and Proxy Poseurs

Regardless of what one's beliefs may be on "freedom of expression" and what lines if any exist between responsible and irresponsible use of this freedom, one cannot ignore the astounding hypocrisy exhibited by the West - now wringing their hands in feigned disapproval over the jailing of "Pussy Riot" while their jails are full of "hate speech" perpetrators - many of whom did not even specifically target or disturb the subjects of their perceived scorn.



Images: "Pussy Riot's" support campaign is spearheaded by Oksana Chelysheva of the US State Department-funded "Russian-Chechen Friendship Society," a clearing house for Chechen terrorist propaganda. Along with US State Department-subsidized Alexey Navalny and the West's media outlets on their side, the hooligan anti-establishment "punk rockers" now on trial in Moscow have a decidedly "establishment" backing. Read more here. (click images to enlarge)
....

The real reason why the Western media outlets have been so keen on covering the "Pussy Riot" trial has nothing to do with "free speech."

The West, and more specifically, the corporate-financier interests of Wall Street and London, see Russia's current government as a barrier to not only the return to the unmitigated plundering of the Russian people they had enjoyed in the 1990's, but a check and balance inhibiting their hegemonic ambitions globally. The West has propped up with money and political support the opposition movement from which "Pussy Riot" has emanated.

This latest stunt was designed specifically to breath new life into the crumbling, overtly foreign-backed "opposition" that has been attempting to divide and undermine both Russia and the government of President Vladamir Putin, before, during, and after his return to the presidency. Instead, this latest stunt does little more than further expose the increasingly visible hypocrisy and injustice pervading all parts of Western society.

Finally, "Pussy Riot" are not punk rockers. They are US State Department-backed instruments of corporate-financier hegemony, used as leverage against a Russian government standing in the way of Wall Street and London's order of international corporatocracy. The punk culture, ironically represents the antithesis of such an international order - ironic indeed that so many have superficially defended "Pussy Riot" as targeted "punkers" when substantively they are "poseurs."

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 22:35

27 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Guðmundur, ég hjó eftir þessari setningu hjá þér í færslu 5:

"Kominn tími til að stöðva hatrið á kristinni trú."

Finnst þér virkilega kristin trú vera hötuð? Hvað skyldi hún hafa unnið til þess? Persónulega tel ég kristna trú verulega siðferðilega skemmandi og fáránlega hjátrú. En að ég hatist við hana?

Maður þarf kannski að vera kristinn til að geta hatað skoðanir annarra, og til að láta sér detta það í hug að setja fólk í fangelsi fyrir það eitt að segja hug sinn.

Helgi Ármannson er með mjög merkilega áminningu til okkur á "Vesturlöndum" um að málfrelsið er ekki alltaf hátt skrifað þegar pólítískur rétttrúnaður er annars vegar. Auðvitað eru þessir dómar ekkert betri en fasisminn í Rússlandi.

Reyndar eru íbúar ofangreindra landa vanir kristnum hugsanahætti og þeirri nálgun við rétthugsun að láta banna og helst setja í fangelsi alla þá sem tjá óæskilegar skoðanir.

Varðandi dæmið sem þú nefnir í sjálfum pistlinum, ef Pussy Riot eða einhverjir svipaðir vitleysingar myndu ráðast inn í Hallgrímskirkju með ófögnuð, þá eru til lög sem ná yfir innbrot og skemmdarverk. Sjálfsagt að beita þeim lögum ef við á. En að láta detta sér í hug að það megi setja fólk í fangelsi fyrir það sem það lætur um munn sér fara ... ja, þannig er kristilegt siðgæði og vont að vonum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.8.2012 kl. 10:15

28 identicon

Guðmundur er líka með ritskoðun.. hann lokaði á IP tölu sem ég notaði við fyrri athugasemd.
Hann styður semsagt.. yfirgang stjórnvalda og kirkju(Kristni) gegn þegnum ásamt þöggun á allt sem hann styður ekki.
Ætlar einhver að kjósa hann/flokk sem hann er í, ég bara spyr :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband