Hægri grænir: BIRTUM BÁKNIÐ! BURT MEÐ SPILLINGUNA!
29.9.2012 | 00:36
Í hinni ömurlegu umræðu síðustu daga um fjármál ríkisins og
bókhaldsmál, þar sem virðing og traust á Alþingi, fjárlaganefnd,
og ríkisendurskoðun er komið niður í algjört lágmark, er vert að
vekja athygli á hugmyndum HÆGRI GRÆNNA, flokks fólksins, að
hreinlega að BIRTA BÁKNIÐ umbúðarlaust til frambúðar!
HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins, vill þannig ,,birta á hverjum
degi greiðslufærslur ríkisins og stofnana þess, nefnda og annarra
félaga sem þiggja ríkisstyrki á sérstakri heimasíðu. Þá vill flokkur-
inn að upphæðir sem greiddar eru úr ríkissjóði, undirstofnunum,
stofnunum styrktum af ríkinu og ríkisfyrirtækjum verði allar sundur-
liðarar:1) fyrir hvað reikningurinn er fyrir og sundurliðaður, 2) hversu
hár hann er, 3) hvenær hann er greiddur og 4) hverjum var greitt
(með kennitölu) . Ef móttakandi er lögaðili þá skal koma fram hverjir
standa bak við fyrirtækið og eignarhald. Þetta kallar Hægri grænir,
flokkur fólksins, að - BIRTA BÁKNIÐ. Á sömu síðu yrðu einnig allir
samningar sem ríkið gerir birtir undanbragðalaust".
Þess má geta að á Spáni hefur svona heimasíðu verið komið upp
af ríkisstjórn hægri manna með góðum árangri, sem galopna spænska
stjórnsýslu, m.a til þess að hreinsa pólitíkina af alls konar spillingar-
málum, sem þjakað hefur stjórnsýsluna á Spáni um áratuga skeið líkt
og á Íslandi.
Augljóst er að hreinsa þarf ærlega til í íslenzkum ríkisfjármálum,
samfara stórauknu aðhaldi og gagnsæi. Hugmyndir Hægri grænna
flokks fólksins, yrði stórt skref í þeim efnum komist þær í framkvæmd.
BURT MEÐ BÁKNIÐ OG BIRTUM ÞAÐ ÞANNIG AÐ UM EKKERT SPILT
BÁKN VERÐI UM AÐ RÆÐA LENGUR!
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR www.xg.is www.afram-island.is/magasin.pdf
Áttar sig ekki á formanninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2012 kl. 21:26 | Facebook
Athugasemdir
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/28/svaradi_johonnu_um_kerfid_2004/
Óskar Guðmundsson, 29.9.2012 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.