Bann við herskyldu í stjórnarskrá skandall!

 
    Hef oft hér á bloggi vakið athygli á þeirri fráleitri tillögu svokallaðs
stjórnlagaráðs  að  banna herskyldu í stjórnarskrá. Nú loksins hefur
rödd kveðið  sér  hljóðs um  þetta og  hafnað þessum  skandal. En í
umsögn Bjargar Thorarensen, lagaprófessors við Háskóla Íslands um
stjórnarskrárfrumvarpið segir: ,, Stjórnarskrárbinding banns við her-
skyldu er nýmæli. EKKI ER KUNNUGT UM NOKKRA  STJÓRNARSKRÁ 
Í HEIMINUM SEM GEYMIR VIÐLÍKA BANN". Björg leggur svo rétti-
lega til að þetta bann-rugl verði fellt út.

   Já það er alveg með ólíkindum að slíkt rugl-ákvæði og það að ís-
lensk þjóð skuli ein þjóða heims  bannað að verja land sitt og þjóð 
í stjórnarskrá skuli hafa hlotið EINRÓMA SAMÞYKKIS allra fulltrúa
í stjórnlagaráði. Látum vera að vinstrisinnaðir róttæklingar og Gnarr-
istar hafi viljað samþykkja slíkt, en hinir með einhvern borgaralegan
hugþanka, skuli hafi látið glepjast af slíku vítaverðu og ábyrgðarlausu
rugli anarkista og annarra vinstrisinnaðra róttækilina, er alveg með
hreinum ólíkindum! 

    Og hvað með stjórnarandstöðuflokka Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknar á Alþingi?  Ekki stuna né hósti hefur heyrst frá þingliði þeirra
um þetta rugl.  Sem er líka skandall!  

     Fjöldi þjóða hafa afnumið herskyldu með venjubundnum lögum á
friðartímum sem strax er hægt að afturkalla ef þörf krefur. EN ENGIN
FRJÁLS OG FULLVALDA ÞJÓÐ hefur dottið það í hug að setja slíkt inn
í  sína stjórnarskrá, eins og Björg Thorarensen bendir á. 

    Þetta rugl er bara eitt dæmi af mörgum um fráleitar tillögur svo-
kallaðs stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Sem vonandi fá  ekkert
brautargengi!   

mbl.is Lítt ígrundað herskyldubann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Betur að allar þjóðir settu svona bann.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2012 kl. 12:36

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já en svo verður ALDREI Sigurður. Þess vegna kemur EKKI TIL GREINA að
við setum slíkt bann!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.12.2012 kl. 12:59

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Guðmundur Jónas.

Ég er á því að þetta ákvæði sé eitt það allra besta og fallegasta í þessari stjórnarskrártillögu.

Mér finnst algjörlega fráleitt að ríkisvald eigi að geta skipað nokkrum manni að grípa til vopna og fara í hernað. Þó svo að þetta sé aldagömul hefð út um allan heim. Hver og einn einstaklingur verður að ákveða það sjálfur hvort hann vilji leggja sig í lífshættu og sé tilbúinn að beita vopnum gegn öðrum manneskjum.

Skeggi Skaftason, 12.12.2012 kl. 13:21

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Skeggi það væri nú aldeilis Guðdómlega dásamlegt ef allir í okkar heimsskógi
væru og yrðu ætíð vinir.  En því miður er það ekki svo og verður ALDREI.
Þannig er nú einu sinni mannseðlið og verður ætíð. SÉRHVERT RÍKI BER SKYLDA
TIL AÐ VERJA SÍNA ÞEGNA frá sérhverri vá! Einnig ef á þjóðina sé ráðist.
Þess vegna er þetta herskyldubann gjörsamlega út í hött og Í RAUN ÞAÐ
LJÓTASTA OG FÁRÁNLEGASTA sem frá þessu stjórnlagaráði hefur komið, og
er þó margt þar slæmt óupptalið.  Við erum jú að tala um rétt þjóðar að
gripa til vopna verði á hana ráðist. Rétt sem hvarvetna er viðurkennur í
heiminum fyrr og síðar til dagsins í dag! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.12.2012 kl. 16:44

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þú segir "SÉRHVERT RÍKI BER SKYLDA

TIL AÐ VERJA SÍNA ÞEGNA frá sérhverri vá!"

En ÞÉR ber ekki skylda til að verja MIG og þess vegna getur ríkisvaldið ekki skyldað þig til að gegn herþjónustu til að verja aðra.

Skeggi Skaftason, 12.12.2012 kl. 17:04

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það hefur kannski farið fram hjá þér, Guðmundur en það er enginn her á Íslandi. Finnst þér það ekki voðalega "ljótt"?

Þetta er ágæt tillaga, en í ljosi þess að það er enginn her skiptir hún engu. Það væri nær að banna her á Íslandi alfarið. Önnur lönd gætu tekið sér það til eftirbreytni.

Og að lokum, ef einhver gengur með þá grillu í höfðinu að íslendingar hafi bolmagn til að verja sig gegn erlendum her, jafnvel þó að allir vopnbærir mæti með búsáhold á vígvöllin, þá ættu þeir að leita sér lækningar til að fjarlæga hana.

Hörður Þórðarson, 12.12.2012 kl. 19:11

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hægri Græna dreymir greinilega um að koma upp hvítliðasveitum sér til varnar gegn ofríki þegnanna þegar þeir hafa hafist til valda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2012 kl. 21:27

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skeggi og Hörður. Það þarf greinilega  að fara fram mannfræðileg greining á ykkur vinstrimönnum á Íslandi varðandi varnar- og öryggismál Íslands. Því hvergi nokkurs staðir í heiminum fyrirfinnast jafn áburgðarlaus sjónarmið til öryggis-og varnarmála og hjá hérlendum
vinstrimönnum. Horfið til vinstristjórnarinnar í Noregi. Aldrei í sögu Noregs hefur gerst eins mikil hernaðarleg uppbygging í flug og flota og
síðustu ár undir stjórn vinstrimanna hér. Þannig þetta virðist algjört 
einstakt fyrirbæri hér. Enda vinstrimennskan hér ætíð haldin ótrúlegri
MINNIMÁTTARKENND GAGNVART ÞJÓÐARHAGSMUNUM OG FULLVELDI
ÍSLANDS, sbr Icesave,  ESB-umsóknin og aumingjahátturinn gagnvart
hrægammasjóðunum.  ALLSSTAÐAR ER FLATMAGAРmeðal vinstrimanna á Íslandi!
 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.12.2012 kl. 21:57

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki máttu Guðmundur minn vekja máls á svo sjálfsögðum hlut sem er að verja land þitt/mitt/okkar. Máttir vita að þar með byrjar úrtöluliðið með ýkjur sínar.;"Skeggi það allra besta og fallegasta” Hörður, ,"þú átta að vita að það er enginn her á Íslandi” Og svo Axel með það sem vinstrimönnum finnst svo gaman að,spá!! “Þú ert að hugsa um varnarlið um sjálfan þig,líklega þegar þú ert orðinn einn af ráðherrunum.-Margur heldur mig sig. Við sem teljum föðurland okkar það mikilvægasta ásamt fjölskyldum okkar,viljum geta varist utan að komandi árásum. Ætlum við förum ekki nærri um það,að illa dygðum við vopnlaus,þótt vitum að venjuleg skotvopn eru sem baunabyssur í samanburði við þau skæðustu. En varnir eru líka öflug staðsetningartæki,eða hvað þetta heitir í dag,sem njósnar um grun á aðsteðjandi hættu. Það þýðir nú lítið að belgja sig heilagan friðarsinna,og ætla ágjörnum,árásarsinnum að virða það,þegar nývígðir firðar-Nobelar framleiða vopn,kannski í varnar skini,en manneskjan er bara þannig gerð að hún svífst einskis og á gott með að leggja niður dyggðir sínar,sjá hún glitta í gull.

Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2012 kl. 22:21

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að leiðrétta orðið mikilvæga friðar -Nobelar,þegar allt hrundi hjá mér en ég varðist eins og gott varnarlið. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2012 kl. 22:34

11 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; sem og aðrir gestir, þínir !

Reyndar; var öll Hernaðarhyggja snúin niður hér, með afvopnuninni, á síðari hluta 16. aldar. Breytir samt ekki því; að Herskylda á að vera sjálfsögð, ef til þyrfti að taka, ekki hvað sízt; með tilliti til vaxandi uppivöðzlusemi og frekju Gyðinga og Múhameðstrúarmanna hér á Vesturlöndum, hin seinni árin - og vafalaust, á þeim komandi.

Axel Jóhann; fornvinur góður !

Ekki; ekki bendla Hægri grænu þingræðisvinina hans Guðmundar Jónasar við Hvítliða, ágæti drengur.

Hvítliðarnir Rússnesku; bræður mínir, voru fyrst og fremst þjóðernis- og þjóðfrelsissinnar, hlynntir Hernaðrlegri fámennisstjórn sterkra manna, og fyrirlitu lýðræðis fyrirkomulag Vesturlanda af fullri einurð, eins og ég geri reyndar líka; fölskvalaust.

Hvítflibba- og blúndukerlinga fyrirkomulag Hægri grænna, er ekki hótinu betra, en hinna þingræðis- og sjálfstektar flokkanna, Axel minn.

Þá er; NATÓ og EFTA þjónkun Hægri grænna, algjörlega fyrirlitleg - og óafsakanleg, með öllu.  

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 22:37

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðmundur Jónas Kristjánsson:

myndir þú vilja að Jóhanna Sigurðardóttir gæti SKYLDAÐ syni þína til að bera vopn og gerast hermenn?

Skeggi Skaftason, 12.12.2012 kl. 22:52

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skeggi. Á því miður enga syni. En Sjálfur myndi ég glaður berjast Í FREMSTU VÍGLÍNU FYRIR LAND MITT OG ÞJÓÐ VÆRI Á ÞAÐ RÁÐIST! BARA
SJÁLFSÖGÐ ÞJÓÐLEG SKYLDA MÍN SKEGGI!"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 00:25

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

En Þín Skeggi?   Hver yrði ÞJÓÐLEG SKYLDA ÞÍN við slíkar aðstæður?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 01:02

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

EKKERT SVAR?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 01:03

16 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég gef mér það, Guðmundur að þú sért fær um rökræna hugsun og bið þig um að hugsa þetta mál til enda af einhverri skynsemi. Hvað heldur þú að Íslendingar þyrftu að gera til að halda úti her sem gæti varist öðrum þjóðum sem kynnu að ráðast á Ísland? Hvernig ætti land sem hefur varla efni á því að halda úti björgunarþyrlu og varðskipum að standa straum af slíku?

Hvernig stendur á því að þú ert svona áfjáður í það að vera fallbyssufóður einhverra stjórnmálamanna sem gætu sagt þer að berjast ef þeim dytti það í hug? Vinsamlega lestu þetta og skoðaðu síðaun hug þinn:

http://blogs.smithsonianmag.com/history/2011/12/peace-on-the-western-front-goodwill-in-no-mans-land-the-story-of-the-world-war-i-christmas-truce/

"Even at the distance of a century, no war seems more terrible than World War I. In the four years between 1914 and 1918, it killed or wounded more than 25 million people–peculiarly horribly, and (in popular opinion, at least) for less apparent purpose than did any other war before or since. Yet there were still odd moments of joy and hope in the trenches of Flanders and France, and one of the most remarkable came during the first Christmas of the war, a few brief hours during which men from both sides on the Western Front laid down their arms, emerged from their trenches, and shared food, carols, games and comradeship.

Their truce–the famous Christmas Truce–was unofficial and illicit. Many officers disapproved, and headquarters on both sides took strong steps to ensure that it could never happen again. While it lasted, though, the truce was magical, leading even the sober Wall Street Journal to observe: “What appears from the winter fog and misery is a Christmas story, a fine Christmas story that is, in truth, the most faded and tattered of adjectives: inspiring.”"

Því miður stigu ekki þessir hermenn skrefið til fulls, neituðu að berjast, lögðu niður byssurnar og fóru heim til sín.

Eitt það besta og fallegasta við Ísland er að þar er enginn her, og enginn skyldaður til að taka byssu í hönd og fara að drepa fólk ef einhverjum stjórnálamanni dettur í hug að skipa svo fyrir. Það er synd og skaði að til skuli vera fólk sem vill eyðileggja þetta. Ég berst fyrir mínu landi og í mínu landi er enginn her. Land með her og herskyldu er ekki lengur það Ísland sem er mitt og mér þytti ekki í hug að berjast fyrir slíkan ljótleika.

Hörður Þórðarson, 13.12.2012 kl. 02:23

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég myndi grípa til varna fyrir mig og þín og þín börn ef MÉR finndist ástæða til, en það yrði að vera MÍN ákvörðun líkt og ákvörðun um það hvort ég gef blóð, aðstoða eftir náttúruhamfarir eða legg mig í hættu við að bjarga mannslífum.

Allt getur þetta talist sjálfsagðar og dyggðugar ákvarðanir. En við getum ákveðið fyrir AÐRA að þeir skulu gerast hetjur og leggja sig í hættu.

Skeggi Skaftason, 13.12.2012 kl. 09:12

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Æ, þarna datt út eitt "ekki". Átti að standa:

við getum EKKI ákveðið fyrir AÐRA að þeir skulu gerast hetjur og leggja sig í hættu.

Skeggi Skaftason, 13.12.2012 kl. 10:40

19 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hörður. Reyndu SJÁLFUR að tileinka þér RÖKRÆNA HUGSUN!  Hvers vegna eiga
Íslendingar að spila sig sem alþjóðlegt  VIÐUNDUR í heiminum í öryggis og varnarmálum? Með því að flatmaga frammi fyrir erlendum þjóðum um varnir og
varnaröryggi, sbr. Nato-aðild og varnarsamningur við USA, EN GERA EKKERT
í þeim málum sjálfir.  Sem FULLVALDA og SJÁLFSTÆÐ þjóð eigum við að taka
með miklu virkari hætti í varnarmálum Íslands en við gerum. Nægir peningar og
mannskapur er  til þess EF ÞESSI ÞJÓÐFJANDASAMA VINSTRISTJÓRN hættir
að forgangsraða í ríkismálum Á KOLRANGAN HÁTT! Fyrsta skrefið til að
sýna viðleitni í þá átt er að stórefla Landhelgisgæslu með byggingu nýrra öflugra 
VARÐSKIPA, m.a. vel vopnum búna. Eigum í því sambandi að sækja um styrki
til mannvirkjasjóð NATO við slíka flotauppbygginu, en í dag má segja að öll
landhelgisgæsla sé í rúst.  Einnig að efla flugflota hennar. Auk þess að virkja
varnarsamninginn við USA með aðkomu þeirra við tæknilega aðstoð við upp-
byggingu slíks flota, ekki síst í ljósi vaxandi spennu og hernaðarumsvifa á
norðurslóðum.  Þá eigum við að stórefla löggæslu og koma okkur upp öflugu
varaliði lögreglu og efla Víkingasveitina.  ALLT er þetta lágmarks framlag okkar
til varnar-og öryggismála ÁN ÞESS AÐ STOFNA HER. 

   Bara skil ALLS EKKI þennan öfugugga-hugsunarhátt ykkar vinstrisinna gagnvart varnar-og öryggismálum Íslands.  Þið leyfið ykkur að búa í einhverjum
DRAUMAHEIMI í öryggis-og varnarmálum sem jafnvel vinstrisinnar í ykkar
nágrannalöndum og meðal bræðraþjóða VÍSA GJÖRSAMLEGA Á BUG!    
Hugsanaháttur ykkar gagnvart þjóðaröryggismálum Íslands er því LJÓTUR,
ÁBYRGÐARLAUS ogí alla staði VÍTAVERÐ!  Sem á sér hvergi fordæmi!

Og enn og aftur. Að Ísland eitt ríkja heims banni herskyldu í stjórnarskrá er
SKANDALL sem VERÐUR að koma í veg fyrir MEÐ ÖLLUM RÁÐUM Skeggi.!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 10:52

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Danmörk hefur "her", en til hvers er flestum hulin ráðgáta, því það er opinbert leyndarmál að verði á landið ráðist verður aðeins ein yfirlýsing gefin - VIÐ GEFUMST UPP! Sem þeir og gerðu þegar Þjóðverjar réðust á Danmörku í apríl 1940.

Það er staðreynd að Íslendingar gætu aldrei haldið úti þeim her, hvorki að mannafla eða hernaðarstyrk að varnir yrðu annað en til málamynda, hvað sem öllum stórmennsku hernaðardraumum líður. 

Hvað teljið þið hernaðarsinnar Guðmundur vera ásættanlegt mannfall við varnir íslands verði á landið ráðist? 500, 1000, 5000, 10000 eða 50000?

Hvað hefði eftir óumflýjanlega uppgjöfina áunnist með slíku mannfalli?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2012 kl. 11:14

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Axel. Gleymdu ekki að flest vestræn ríki mynda hið sterka herbandalagið NATO
sem byggist á þeirri GRUNSKYLDU að árás á eitt NATO-ríki túlkast sem árás á
ÖLL NATO-RÍKI! En NATO væri ekki til nema fyrir tilstilla HERJA ALLRA NATO-RÍKJA. Ekki síst danska hersins sem þú gerir lítið úr. Þannig við þurfum sem fyrst
að koma okkur upp lágmarks viðbúnað sem  bregðast STRAX við á meðan NATO-samtryggingin kemur okkur til varnar. Þannig skil ekki þinn sér-íslenzka
vinstri-dramaheima í öryggis-og varnarmálum.   Því miður!  Og tala um mann
sem hernaðarsinna sem vill að land sitt og þjóð sé lágmarks varið gegn óvinaárás í ótryggum heimi er út í hött! GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 11:42

22 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tel raunar NATA vera mestu og bestu friðarhreyfingu í heiminum í  dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 11:44

23 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Átti að vera,,tek raunar að N A T O vera mest og bestu friðarhreyfingu í heiminum í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 11:46

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já svona eins og þegar NATO kom okkur til varnar gegn árásum Breta í þorskastríðunum?

Hvernig virkar NATO annars sem varnarbandalag þegar árásaraðilinn er líka NATO ríki?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2012 kl. 11:53

25 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Guðmundur fornvinur minn Jónas !

Hægðu nú aðeins á þér; NATÓ iðkar grimmileg dráp, á konum og börnum austur í Afghanistan og Pakistan, með og án óvopnaðra loftfara, dægrin löng.

Í hverju; eru þær ''friðaraðgerðir'' fólgnar Guðmundur Jónas - og hví ættu Íslendingar, sem eru reyndar búnir að verða sér til skammar, allvíða; að fylgja stríðsglæpamanninum Obama og NATÓ vinunum hans, að styðja þau ósköp, í blindni ?

Þó; Múhameðskir séu flestir - Afghanir og Pakistanir, eru þessi vinnubrögð Vesturlanda óforsvaranleg, og réttlæta grimmilegar hefndar árásir þeirra Austurlenzku, að sjálfsögðu, á höndur þeim Vesturlanda, sem skemmta sér við, að drepa óvopnað fólk, í fjarlægum löndum, sem ekkert hafa gert á hlut okkar, hér vestra, Guðmundur minn !

Ekki síðri kveðjur; þeim fyrri - og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 12:03

26 identicon

.... með og án VOPNAÐRA; en ómannaðra loftfara, átti að standa þar.

Afsakið; Andskotans fljótfærnina, gott fólk.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 12:32

27 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Axel. Er einn af þeim sem harðast hefur gagnrýnt breska heimsvaldastefnu.
Bretar hernumdu illu heilli Ísland á sínum tíma, og hefur  háð mörg þorskastríð,
og beitt okkur hervaldi í þeim. En sem betur fór áttum við þá ÖFLUGA
Landhelgisgæslu, sem við eigum ekki nú, og nutum góðs af Nato-aðild
og hervarnarsamningi við USA sem helt aftur af Bretum. Um það er ekki
deilt. Þá gagnrýndi ég harkalega hryðjuverkalög Breta, og vildi að ríkisstjórnin
færi fram á neyðarfund hjá NATO þar sem krafist yrði að hryðjuverkalögunum yrðu umsvifalaust tekin til baka. Að öðrum kosti yrði stjórnmálasambandi slitið við Breta og Nato-aðild endurskoðuð.  En þessi óþjóðholla vinstristjórn flatmagaði undan bresku ofbeldi og kórónaði svo óþjóðhollustu sína með Icesave-drápsklyfjaskuldasamningunum. Sem þjóðin hafnaði. Þetta bara sýnir
að sérhver þjóð VERÐUR að viðhafa lágmarks varnarbúnað í sínu landi á
hverjum tíma, og gefi þau skýru skilaboð út til  umheimsins hún sé ávalt tilbúin til að grípa til varna fullveldi sínu og sjálfstæði. En vera samt tilbúin að vera í góðu
varnarsamstarfi við nágranna- og vinarþjóðir. Tel Breta ekki í þeim hópi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 13:07

28 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar minn. Veit að við hér erum ekki sammála. En minni þig á að rússnesku vinir þínir iðkuðu grimmilegt dráp á konum og börnum suður í Afganistan fyrr á
árum, og styðja nú fjöldamorðingjann forseta Sýrlands í dag. En allt þetta bara sýnir í hverskonar viðsjárverðum heimi við búum í dag, þar sem allt getur gerst.
Þess vegna eigum við að vera raunsæir og huga sem best að okkar eigið öryggi
á sérhverjum tíma.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 13:17

29 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Guðmundur Jónas !

Aldrei; mun ég réttlæta grimmdarverk Rússa, á 19. öldinni, austur í Afghanistan - fremur en Sovétmanna, á þeirri 20. (1979 - 1989), fornvinur góður.

Hvað Sýrland áhrærir; er nú komin nokkuð skýr vissa fyrir, að CIA og Mossad; hin Ísraelska, komu hlutum til þess ógnar vegar, sem fyrir liggja í Sýrlandi, þó ég sé alls ekki, að afsaka heimskuleg viðbrögð Assad stjórnarinnar, gagnvart uppreisnarmönnum þeim, sem Vestrið hleypti í gang þar, í Marz 2011.

Svo; alveg liggi ljós fyrir, mín afstaða - þar, um slóðir, einnig.

Sízt lakari kveðjur; öðrum fyrri /

     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 13:38

30 identicon

Viðurkenni strax í upphafi að ég hef lítið vit á hernaðarbrölti yfirleitt, en ég geri mér samt fulla grein fyrir því að ef eitthvað ríki hefur áhuga á því að ráðast á Ísland og leggja það undir sig getur það gert það svo auðveldlega að við getum engum vörnum við komið. Þó öll þjóðin væri herskyld frá fæðingu gætum við ekki varist árás, það er hægt að þurrka út alla stjórnsýslu landsins og meirihluta þjóðarinnar án þess svo mikið sem tylla tá á íslenska jörð, tæki kannski klukkutíma.

Dagný (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 15:12

31 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg tíbisk vinstrisinnuð hérlensk minnimáttarkennd Dagný. Sorglegt að
lesa slíkt hugafar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 15:46

32 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvers vegna eru smærstu þjóðir með varnarbúnað? Og þykja það sjálfsagt.
Svona einstakt afbrigðileg vinstrisinnuð viðhorf vinstrimanna á Íslandi til
öryggis og varnarmálu þar mannfræðilega rannsókn! Ekki bara pólitíska.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 15:49

33 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er afskaplega dapurt að sjá ekki önnur rök fyrir hernaðarhyggjunni en þau að þeir sem skilja ekki aðferðarfræðina eða sjá ekki dýrðina, séu sorglegir vinstri vitleysingjar.  Það getur varla verið erfitt fyrir hægrisinnaða ofurheila að útskýra málið á vitrænan hátt fyrir okkur kvartvitunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2012 kl. 18:26

34 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

AXEL. Hvenær hafa LANDVARNIR þjóða verið túlkaðar sem hernaðarhyggja í
neikvæðum skilningi?  HVERGI Á BYGGÐU BÓLI nema hjá afdönkuðum
vinstri-rugludöllum á Íslandi. Þetta er ALGJÖRT SÉR-ÍSLENZKT fyrirbæri sem
kominn tími til að rannsaka!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 21:38

35 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðmundur Jónas:

EF VIÐ ÞURFUM AÐ VERJA LANDIÐ ÞÁ GERUM VIÐ ÞAÐ AUÐVITAÐ. EN ÉG SKIPA ÞÉR EKKI FYRIR OG ÞÚ SKIPAR MÉR EKKI FYRIR. OG JÓHANNA SIGURÐAR EÐA HVER SEM SITUR Í HENNAR SÆTI SKIPAR OOKUR EKKI FYRIR. ÞÚ VERÐUR AÐ FINNA ÞESSA HVÖT Í ÞÍNU BRJÓSTI OG ÉG Í MÍNU.

Skeggi Skaftason, 13.12.2012 kl. 21:55

36 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Að segja að við eigum ekki að gera eitthvað því enginn annar hafi gert það er arfaslöpp afsökun.

Segjum sem svo að á Íslandi verði stofnaður her, og að herskylda verði sett á.

Hverjum eigu mvið svosem að verjast? Færeyjingum?

Það eru kannski engin lönd í heiminum sem hafa bannað herskyldu í gegnum stjórnarskrá sína. Er þá ekki kominn tími á að einhver sýni gott fordæmi?

Langflestar þjóðir sem búa yfir herafla hafa fyrir lifandis löngu síðan afnumið herskyldu, og margar þjóðir jafnvel leyst upp heri sína.

Það er svosem ekkert að því að stunda landvarnir.. Ef að viðkomandi þjóð steðjar hætta frá einhverju. En það er alger óþarfi að mála á sig skotmark.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.12.2012 kl. 00:08

37 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Drakk eitt sinn votkaflösku með finnskum jafnaldra og á seinni helmingi flöskunnar fórum að ræða eitt og annað. Hann hafði náttúrlega gegnt herskyldu (sem hann var lítt hrifinn af) og var lengst af staðsettur í virki á einhverju útskeri nærri rússnesku landamærunum.

Eitt af því sem finnarnir höfðu af sinni alkunnu nákvæmni áætlað fyrir þennan stað var "battle survival time" ("lifunartími í bardaga" gæti það heitið á íslensu stofnanamáli) ef svo færi að Rússarnir mættu á staðinn með allt draslið sitt.

Tíminn var 8 mínútur!

Bara svona að skjóta þessu inn í umræðuna...

Haraldur Rafn Ingvason, 14.12.2012 kl. 22:51

38 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er mjög áhugavert, Haraldur. Ég býst við því að "survival time" fyrir Guðmund og vini hans sem vilja vera "Í FREMSTU VÍGLÍNU FYRIR LAND MITT OG ÞJÓÐ VÆRI Á ÞAÐ RÁÐIST!"yrði um 60 sekúndur. Verði honum að góðu. Guðmundur yrði sennilega fjarska glaður að láta líf sítt fyrir Jóhönnu...

Hörður Þórðarson, 15.12.2012 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband