Er DV í heillögu stríði gegn þjóðlegum viðhorfum?


   Svo virðist sem DV sé  komið í heilagt stríð gegn öllum
þjóðlegum viðhorfum og gildum. Allt sem lýtur að því  að
verja íslenska þjóðarhagsmuni, standa vörð um fullveldið
og þjóðfrelsi íslendinga, að ekki sé talað um að verja þjóð-
menninguna og tunguna, allt er pakkað inn í búning þjóð-
rembu, þjóðernisfasisma, og þaðan af verra.

   Nú síðast er föstum skotum beint að forsætisráðherra 
fyrir það eitt að tala  kjark í þjóð sína eftir erfiða tíma. Að
hann skuli voga sér að hafa íslenska framtíðarsýn og sé
stoltur af landi sínu og þjóð er fundið allt til foráttu.  Þjóð-
remba, þjóðremba, og hættulegur öfga þjóðernisfasismi er 
nánast þrástagast á dag eftir dag vegna þessa. Á DV!

   Ekki skal neitt fullyrt um þessa sérkennilegu komplexa 
Dv í garð heilbrigðar þjóðhyggju. En í ljósi öfgaskrifa þess
í Icesave, þar sem Icesave-Svavars-þjóðsvikasamningurinn
var vegsamaðar sem himnasending sem þjóðin ætti að borga,
skýrist margt. Þá hefur DV látlaust unnið að inngöngu Íslands
inn í ESB, og tekið fullan þátt í blekkingum ESB-trúboðsins að
um einhverja samninga sé að ræða. Og vegna andstöðu for-
seta Íslands í báðum þessum þjóðsvikamálum hefur forsetinn
nánast þurft að sæta einelti af hendi DV. 

   Ekki verður annað sagt en hin öfga-alþjóðahyggja sósíaldemó-
krata svífi yfir vötnum á DV. Skákar jafnvel oftar en ekki Frétta-
blaðinu í þeim efnum. Og er þá mikið sagt!

  Vitum að ákveðin öfl og hópar vinna markvíst að brjóta  niður
þjóðarvitund Íslendinga og koma Íslandi endanlega undir yfir-
þjóðlegt vald. Hvað sem það kostar!  Vinstristjórnin sáluga var
liðtæk í því. Enda í fullu samræmi við öfga-alþjóðahyggju vinstri-
mennskunnar.  DV hefur klárlega gerst málpípa slíkra afla og við-
horfa, og ber að skoðast sem slíkt.

   Ánægjulegast er þó að horfa á að hér er um ekkert íslenskt fyrir-
bæri að ræða. Í kjölfar heimskreppunnar hefur taumlaus alþjóða-
hyggja t.d í anda sósíaldemókrata boðið  skipbrot, og stjórnmála-
öfl hlynnt aukinnar heilbrigðar þjóðhyggju verið í mikilli sókn síð-
ust ár, sérstaklega í Evrópu.   Sú þróun á klárlega eftir að birtast
í íslenskum stjórnmálum fyrr en seinna af enn meiri krafti en 
nokkru sinni fyrr. Landi og þjóð  til heilla!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jahérna - ég stend með DV. þetta þjóðernis bull er ........

Rafn Guðmundsson, 5.10.2013 kl. 00:29

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvað ætlaðuðu að segja RAGGEITIN RAFN?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2013 kl. 00:32

3 Smámynd: Elle_

Rafn, sorglegt.

Elle_, 5.10.2013 kl. 01:17

4 Smámynd: Elle_

Sumt fólk ruglar saman fullveldi og þjóðfrelsi og þjóðernishyggju og þjóðrembingi hinsvegar.

Elle_, 5.10.2013 kl. 01:27

5 Smámynd: Elle_

- - - fullveldi og þjóðfrelsi annars vegar og þjóðernishyggju og þjóðrembingi hinsvegar.

Elle_, 5.10.2013 kl. 01:28

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nákvæmlega Elle!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2013 kl. 01:44

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er ánægjulegt að fylgjast með kosningafréttum úr Evrópu, þar sem fólk kýs fullveldi og þjóðfrelsi landa sinna. Þessi þróun á eftir að vinda upp á sig,það sjá flestir meinbaug á þessari fjölmenningu.Þeir sem telja sig þrífast best í slíku umhverfi,er ekkert að vanbúnaði að flytja og njóta þess. Ættu að láta landa sína í friði fyrir endalausum Esb áróðri.

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2013 kl. 03:03

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

DV hefur einfalda sýn á málin - ef það er til bölvunar er það gott - ef það er rógur þá er það gott - ef það er mannorðsmorð þá er það himnasending.

Ef það er jákvætt eða uppbyggilegt þá er það bölvun - ef það er samkennd þá er það líka bölvun sem dregur úr sölu - þarf eitthvað að halda áfram eða segja meira ?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2013 kl. 05:15

9 identicon

SDG er í grunninn  ekki slæmur maður. En hann er óskaplega viðkvæmur fyrir gagnrýni og þrjóskari en fjandinn sjálfur. Þess vegna er hann hættulegur í þeirri stöðu sem hann gegnir.

Reynslan hefur sýnt að þjóðremba, veruleikafirring, sjálfsdrýldni og einangrunarhyggja hafa skelfilegar afleiðingar. Það er einnig auðvelt að færa fyrir því rök.

Fyndið hvernig einu rökin fyrir athæfi SDG virðast vera Icesave. Það er ekkert til að hrósa sér af að hafa sloppið með skrekkinn í máli sem hefði getað farið afar illa.  

Það er alltaf rangt að taka mikla áhættu að óþörfu. Áhættan sem var tekin með því að hafna Icesave var miklu meiri en ef samningurinn hefði verið samþykktur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 09:36

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er virkilega sorglegt að sjá hvað vinstrisamfóvængurinn er rosalega tapsár, en er verið að halda því fram að samþykkt á Icesave hefði gert allt betra, það er bara haugalygi, við værum búin að borga yfir 120 milljarða í óafturkræfum vöxtum ef svavarssamningurinn hefði verið samþykktur, hver einasta króna af því í erlendum gjaldeyri.

Hvernig er hægt að halda því fram að aukin skuldsetning sé betri fyrir fjárhag, spurðu hvaða mann með smá vit á peningum að það er alger fásinna. Það er það sem Icesave var um, að taka á sig 1200 milljarða skuld og vonast til þess að fá eignir upp í hana.

Icesave eitt og sér er góð ástæða til að halda þessu fólki sem var í seinustu ríkisstjórn algerlega frá stjórnmálum það sem eftir er svo mikið var það klúður, þar inni á stór partur af sjálfstæðisflokknum og þar fremst í brúnni Bjarni Ben heima líka fyrir að svíkjast og samþykkja Icesave 3.

Einnig er vert að minna á það að Steingrímur ásamt seinustu ríkisstjórn gaf vogunarsjóðum Ísland á silfurfati, þarna er komin önnur rosaleg ástæða til að hreinlega banna þessu fólki að koma nálægt stjórnmálum.

Reynslan hefur sýnt að þjóðremba, veruleikafirring, sjálfsdrýldni og einangrunarhyggja hafa skelfilegar afleiðingar.

Þarna ert þú að lýsa stefnu seinustu ríkisstjórnar og Jóhönnu sérstaklega ásamt Steingrími (manninum sem hélt því fram að hann hafi verið settur á þessa jörðu til að bjarga Íslandi), þarna þarf að vísu að skipta út þjóðrembu með þjóðhatri.

Það er alltaf rangt að taka mikla áhættu að óþörfu.

Þarna er ég þér alveg sammála og því var það LANGbesta í stöðunni með Icesave að hafna því alfarið. Því að þó að við hefðum tapað þessu máli og það hefði farið á versta veg í dómsstólum þá hefði það samt komið betur út heldur en samþykki á einhverjum af þessum svokölluðu samningum sem voru í "boði".

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.10.2013 kl. 10:42

11 identicon

Þetta er barnalegt svar hjá þér Halldór og fullt af rangfærslum. Annars var ég fyrst og fremst að benda á hve hlægilegt það er að vísa stöðugt í Icesave til að réttlæta gjörðir SDG. Það er bara neyðarlegt rökþrot.

Að tala um að Icesave hafi gengið út á að ríkið tæki á sig 1200 milljarða skuld er algjörlega fráleitt. Þá er gert ráð fyrir að verðmæti þrotabús bankans hafi verið nánast ekkert og auk þess horft fram hjá því að aðeins var um að ræða  lágmarkstrygginguna  upp á 600+ milljarða. Það lá fyrir að verðmæti þrotabúsins myndi nægja fyrir mestu ef ekki öllu.

Vaxtagreiðslur af lágmarkstryggingunni voru um 20 milljarðar á ári skv Buchheit-samningnum. Það þýðir að heildarvaxtagreiðslur væru um 100 milljarðar núna ef þrotabúið væri ekki fyrir löngu búið að greiða meirihluta upphæðarinnar og ef ekki hefði verið vaxtalaust tímabil. Upphæðin er því greinilega aðeins brot af 100 milljörðum en ekki 120 milljarðar.

Bretar reiknuðu út að þeir hefðu misst af 20 milljörðum með því að tapa málinu. Hlutur Hollendinga var minni.

Þær tafir sem urðu á lausn málsins hafa trúlega kostað íslenska ríkið og þjóðarbúið  hundruð milljarða í minna trausti og lækkuðu lánshæfismati sem hafði áhrif á vexti og gengi krónunnar.

Það er því vel líklegt að við hefðum farið betur út úr því peningalega samþykkja samninginn. Það er þó ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að við tókum gífurlega áhættu að óþörfu.

Ef við hefðum tapað málinu hefði ríkið og þrotabúið þurft að greiða allan höfuðstólinn upp á yfir 1300 milljarða væntanlega með markaðsvöxtum  sem voru miklu hærri en samningsvextir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 11:52

12 Smámynd: Jack Daniel's

Island, Island über alles,

Über alles in der Welt,

Wenn es stets zu Schutz und Trutze

Brüderlich zusammenhält.

Von der Maas bis an die Memel,

Von der Etsch bis an den Belt,

|: Island, Island über alles,

Über alles in der Welt! :|

HEIL SIGMUND, SIG HEIL!

Jack Daniel's, 5.10.2013 kl. 14:49

13 identicon

Ein Volk, Ein Volk, ein Reich, ein Führerein Reich, ein Führer

pallipilot (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 14:54

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ásmundur. Réttast væri hjá ykkur Icesave -sinnum að fara endanlega í felur eða algjörlega að forðast að tala um

Icesave. Svo hrikaleg afglöp eða VÍSVIDANDI þjóðarsvik voru

þarna á ferðinni. Því hefði Svavarssamningurinn náð í gegn

erum við gjaldþrota í dag. Svo einfalt er það! Þökk sé

forseta vorum og þjóðinni að koma í veg fyrir það.

Frábrugðið við hrunið þá var Icesave-ÁSTENINGUR vinstristjórnarinnar að hneppa þjóðina í þvílíkt eilíft skuldafén vegna ólögvarinna krafna erlendra nýlenduvelda fyrir afglöp bankamafíuósa sem þjóðin BAR ENGA ÁBYRGÐ Á,

þannig þjóðin væri algjörlega gjaldþrota. Fyrir þennan

þjóðfjandsama ásetning ættu því Jóhanna, Steingrímur og

Svavar að vera í fangelsi í dag. Svo bætti Steingrímur um

betur og samþykkti þennan fræga LBI-vixil upp á tæpa

300 milljarða í ERLENDUM GJALDEYRI sem hann bar enga skyldu til að gera gagnvart erlendu vogunarsjóðunum sem ekki er séð fyrir .

Og ALLT ÞETTA STUDDI DV!

endan á.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2013 kl. 14:59

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jack Daniels. Réttast væri að henda út slíkum öfgamanni

og þér út af bloggi mínu. Sem sýnir ALGJÖRT RÖKÞROT ykkar

sósíaldemókrata í málinu. Og sömuleiðis pallipilot raggeit

sem þorir ekki að koma fram undir nafni, en mun rekja ip-tölvuna þína og upplýsa þig!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2013 kl. 15:04

16 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; og aðrir gestir, þínir !

Tek undir; með þeim Jack Daniel´s og Pallapilot.

Ofurríkis hugmyndirnar um Ísland; eru orðnar fremur hvimleiðar - ÍSLAND BEZT Í HEIMI; og önnur ámóta slagorð.

Íslendingar eru fyrir löngu; búnir að sanna dugleysi sitt - sem dáðleysi allt, liðið sem steypti öllu hér um koll, Haustið 2008, GENGUR ENNÞÁ LAUST Guðmundur minn, og ég vona, að þú : ElleE fornvinkona okkar, og ýmsir annarra, farið að átta ykkur á ógeðfelldu lýðskrumi og hræsni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar; pjakks, sem situr á valdastóli, á viðlíka GRÆÐGIS forsendum, og lagsbróðir hans, Bjarni nokkur Benediktsson.

Ég get ekki; með nokkru móti séð, að þessir drengir séu einhverjir betrungar Jóhönnu og Steingríms - heldur og; þvert á móti, því miður, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 15:08

17 identicon

Guðmundur, fáfræði þín um Icesave er pínleg. Þú virðist ekki einu sinni vita að eign þrotabúsins mun nægja fyrir skuldinni.

Við hefðum aðeins þurft að greiða vexti sem að vísu voru hærri en í Buchheit-samningnum. Á móti hefði komið að kostnaður vegna tafa á lausn málsins með tilheyrandi lækkun lánshæfismats í ruslflokk hefði ekki komið til.

Ég held að það fari ekkert á milli mála að tafakostnaðurinn hefði orðið mun meiri en vaxtakostnaðurinn.

Það var aldrei hætta á að Ísland yrði gjaldþrota með því að samþykkja Icesave. Sú hætta var hins vegar til staðar með því að hafna samningnum enda var þá allur höfuðstólinn undir, væntanlega með miklu hærri vöxtum.

Sem betur fór sluppum við með skrekkinn og unnum málið auk þess sem heimtur þrotabúsins voru í samræmi við bjartsýnustu vonir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 17:59

18 identicon

DV er versta sorpblað sem hefur komið út á Íslandi. Rupert Murdoch hafði vit á því að loka News of the World, sem var þó skömminni skárra en DV. Að nota DV sem klósettpappír væri móðgun við óæðri líkamshluta.

DV er málgagn öfgafemínistanna, kratanna og kommúnistanna, málgagn landráðalýðsins sem vildi (og vill enn) sölsa landið undir ESB-ríkið. Þar sem fyllt er upp í eyður með skáldskap og rógburði. Bezt er að skella skollaeyrum við harmakveinum og hjáróma skrækjum frá náhirð Reynis Traustasonar á DV.

Frekar ættum við að vera ánægð yfir því, að illa fenginn draumur þessa landráðahyskis um að fá að vera undirlægjur erlends ríkis er brostinn. Íslendingar geta unnið sig út úr kreppunni, en gátu það auðvitað ekki með fyrri ríkisstjórn í brúnni.

En það er ekki aðeins á DV, sem vélráðin eru brugguð. Einn aðili sem alltaf hefur verið tilbúinn að ganga gegn íslenzkum þjóðarhagsmunum er enn að skrifa athugasemdir fullur af lygum og rangfærslum bæði um IceSlave og ESB: Opinber starfsmaður sem kallar sig Ásmund. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 19:48

19 identicon

Vinstrimenn á Íslandi fengu aldrei sitt Sovét. Reyndar ekki vinstrimenn í vestur-Evrópu heldur.

En þráin hefur alltaf verið til staðar, hún hvarf ekki þegar Sovétið hrundi og allur ljótleikinn varð líka vinstrimönnum ljós.

Íslendingum má vera ljóst, að það eru ekki til hófsamir vinstrimenn í Samfylkingu, Bjartri framtíð, Besta flokknum og ESB hluta VG. Þeir sem vilja afhenda erlendurm ríkjum yfirráð yfir landi og þjóð, geta ekki verið hófsamir.

Við getum svo sem velt því fyrir okkur, af hverju þetta fólk hugsar á þennan hátt, en ég held að það sé jafn tilgangslaust og að velta því fyrir sér, af hverju Kvislingar í Noregi voru landráðamenn.

Norðmenn eru náskyldir okkur, jafnt í hugsun og háttum. Þess vegna gengur okkur svo vel að fóta okkur þar.

Af þessum augljósa skyldleika má draga þá ályktun, að fyrst Kvislingar geta fundist í Noregi, þá finnast þeir hér.

Því er eðlilegt að óttast að sumir af þeim vinstrimönnum sem hér rita, gætu vel hugsað sér að ganga sjálviljugir í sveitir eins og Sonderabteilung Lola. Hatrið sem drýpur af skrifum þeirra benda eindregið til þess.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 19:50

20 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Amundur . Skammast þín ekki að koma svona fram og opinbera algjörlega fávísku þína? Ert örugglega leigupenni sem þorir ekki að koma fram undir nafni. Leigupenni Icesave-sinna. Til að rugla fólk í ríminu!

Þegar Svavarsamningurin var gerður VISSI ENGINN hvað kæmi

út úr þrotabúinu. Samt VOGUÐU þau sér Steingrímur og Jóhanna að skuldsetja ríkisstjóð fyrir hinni ólögvörðu kröfu hátt í þúsund milljarða allt í erl. gjaldeyri. Værum í dag búnir að greiða yfir 100 milljarða í vexti púst 6-7 ár í viðbór + ALLAN KOATNAÐ annan. Þú ert svo kex-ruglaður að halda því fram að svo geigvænleg skuldsetning ríkissins myndi lækka lánshæfismat og skuldaálag. Þvert á móti hefði

það snar hækkað ef þessi OFUR-skuldsetning hefði gengið fram. Hins fór hún snar minnkandi eftir að Icesave var hafnað eðlilega.

Ásmundur. 'island hefði orðið GJALDÞROTA ef Icesave hefði

gengið eftir af þeirri einföldu ástæðu að við áttum ekki

krónu af erlendum gjaldeyri til að greiða ósköpin. Sá

gjaldeyrir sem við höfum átt í Seðlabanka frá hruni er

allur tekinn að láni maður. Eða hvers vegna heldur þú

að Steingríms-vixilinn í LBI nú sé svona mikið vandamál (vixill sem Steingrímur átti ALDREI að samþykkja og það

í erlendum gjaldeyri) ef nægur gjaldeyrir væri til í dag.

Þannig þú skallt fara eitthvað allt annað með ruglið þitt

er hingað varðandi Icesave-þjóðsvikasamningana!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2013 kl. 20:12

21 identicon

Hefur nokkur skynsamleg umræða átt sér stað um hvað "þjóðleg viðhorf" nákvæmlega eru?  Ég held nefnilega ekki.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 20:23

22 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú á DV H.T undir öfugum formerkjum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2013 kl. 20:39

23 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Á DV undir öfugum formerkjum H.T Bjarnason!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2013 kl. 20:40

24 identicon

En Ásmundur skrifar bara athugasemdir og við vitum ekki hvort hann hafi áhrif eða völd innan stjórnsýslunnar. Hins vegar er það öllu verra þegar utanríkisráðherrann er Quislingur, eins og Össur var. Það var átakanlegt að hlusta á hann ganga erinda ESB, eins og þegar hann kvartaði sáran fyrir hönd sambandsins, að það væri orðið dauðþreytt á EES-samningnum. Þetta átti að skilja þannig, að bæði Noregur og ísland ættu að hunzkast inn í ESB.

Það eiga sósíaldemókratar/sósialistar á meginlandi Evrópu sameiginlegt að vera hlynntir ESB, eitthvað með internationalinn og andúð gegn þjóðríkjum og landamærum. Þetta er í mínum augum miður. Hins vegar eiga sósíaldemókratar/verkamannaflokkar (sósíalistar í S-Evrópu) heiðurinn að því, að hafa komið á velferðarkerfi í álfunni, svo að þeir fátæku/atvinnulausu þurftu ekki að svelta heilu hungri. Þetta reiknast þeim til tekna.

Hins vegar á Samfylkingin á Íslandi, sem álíta sig vera jafnaðarmannaflokk, ekki heiðurinn að neinu góðu.

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 20:48

25 identicon

Guðmundur, þú lokar augunum fyrir staðreyndum málsins.

Jóhanna og Steingíimur höfðu um tvo kosti að velja og völdu þann kostinn sem hafði minni áhættu í för með sér fyrir ríkið. Meira hef ég ekki að segja um Icesave.

Jóhanna og Steingrímur voru með báða fætur á jörðinni. Það sama verður ekki sagt um SDG. Sem betur fer virðast flestir sjá það og hafa því litlar mætur á ræðu hans.

Það á ekki bara við um DV.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 20:53

26 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er staðreynd Pétur að vinnstrimennskan gegngur út á

MINNIMÁTTARKENND, bæði hvað varðar einstaklinginn og þjóðina

sem slíka. Þess vegna á ríkið og hið opinbera að sjá um og

hugsa fyrir einstaklinginn, og þjóðríkið á helst alls ekki

að vera til, heldur hluti af alheimsríki öreiganna, eða einhverju öðru. Vitum að Sovétið gamla og öll ofur-miðstýringin þar ásamt leppríkjum gekk ekki upp. Þess vegna er það ekki nema eðlilegt að í ötvæntingu skulu nær allir

vinstrisinnar horfa á ESB sem draumalandið.

Vinstrimönnum hefur ALDREI verið treystandi til að verja

þjóðarhagsmuni, sbr. Icesave, og að það skyldi þurfa ORGINAL HREINRÆKTAÐA vinstristjórn til að Ísland sótti um aðilda að ESB, segir allt um óþjóðhollustu vinsytrimanna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2013 kl. 21:11

27 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ásmundur. Steingrímur er kommúnísk RAGGEIT og Jóhanna

hugsaði um það eitt að TROÐA ISLANDI INN Í ESB, þótt það

myndi kosta gjaldþrot Íslands. Enda eiga þessi skötuhjú

hvergi heima en í fangelsum í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2013 kl. 21:15

28 identicon

Gjaldþrot Íslands að ganga í ESB? Þvílík öfugmæli!

Innganga í ESB mun þvert á móti bæta hag okkar mikið eins og auðvelt er að færa rök fyrir. Með krónu eru gjaldeyrishöft nauðsynleg og hrun yfirvofandi á öllum tímum.

Fylgistu ekki með? Hefurðu ekkert orðið var við að við höfum dregist mikið aftur úr þeim ESB-þjóðum sem við höfum hingað til borið okkur saman við?

Smáríki hafa spjarað sig sérstaklega vel í ESB. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 21:48

29 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sterk og flott grein hjá þér Guðmundur.

Og sérstaklega vegna ICESAVE þá svíður þeim nú undan sem undir mígur, Samfylkingarhyskinu.

Við skulum því sjá til þess að hlandstækjan haldist við þau alla ævi og að þjóðin gleymi aldrei ICESAVE svikunum þeirra.

Þannig skal þetta landráðahyski Samfóista aldrei komast undan þeirri svívirðu sem þau ætluðu að koma á þjóðina.

Gunnlaugur I., 5.10.2013 kl. 22:28

30 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú svaraði ruglinu í Ásmundi ágæti Gunnlaugur. Takk fyrir

að taka af mér ómakið :)

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.10.2013 kl. 00:21

31 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

:)

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.10.2013 kl. 00:21

32 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Að tala um að Icesave hafi gengið út á að ríkið tæki á sig 1200 milljarða skuld er algjörlega fráleitt. Þá er gert ráð fyrir að verðmæti þrotabús bankans hafi verið nánast ekkert og auk þess horft fram hjá því að aðeins var um að ræða  lágmarkstrygginguna  upp á 600+ milljarða.

Ásmundur, eini maðurinn sem er með þekkingarleysi á Icesave hérna ert þú, samningurinn sem ég talaði um varðandi vexti var sá fyrsti, SVAVARSsamningurinn, fyrsta árið þá hefðum við þurft að borga 32-36 milljarða í vexti og margfaldaðu nú með 4 árum, vissulega stóð þar að okkar hlutur væri um 600 milljarðar, en við vorum samt að skrifa undir að tryggja ALLA skuldina í heild sinni, bretar og hollendingar voru með lögréttinn þegar kom að þessu og hefðu þeir á hvaða tíma sem er getað gjaldfellt alla skuldina. Semsagt við vorum að skrifa undir samþykki á 1200 milljarða skuld með 32-36 milljarða vexti á ári sem voru óafturkræfir.

Það lá fyrir að verðmæti þrotabúsins myndi nægja fyrir mestu ef ekki öllu.

Það lá ekkert fyrir, menn voru að giska út í bláinn, og menn höfðu ekki hugmynd um það hvenær eitthvað fengist út úr búinu og því var óvissan alger þarna og hafði samþykkt á Icesave engu breytt um það.

Einnig þá var ekki víst að neyðarlögin héldu og þá hefðu þetta bú farið upp í allar kröfur en ekki forgangskröfur, semsagt um 10% hefðu fengist upp í Icesave skuldina og ríkið hefði þurft að borga restina í erlendum gjaldeyri.

Þær tafir sem urðu á lausn málsins hafa trúlega kostað íslenska ríkið og þjóðarbúið  hundruð milljarða í minna trausti og lækkuðu lánshæfismati sem hafði áhrif á vexti og gengi krónunnar.

Ekki vera svona barnalegur að halda því fram að aukin skuldataka bjargi lánshæfi, þetta er staðhæfingalaust þvaður sem var sett fram á þessum tíma, þegar fólk, fyrirtæki eða ríki fá lánað þá er skoðað hvort að viðkomandi séu borgunarmenn fyrir því, auknar skuldir gera menn ekki að betri borgunamönnum, það er staðreynd.

Það er því vel líklegt að við hefðum farið betur út úr því peningalega samþykkja samninginn. Það er þó ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að við tókum gífurlega áhættu að óþörfu.

Það eru engar líkur á því að við hefðum farið peningalega betur út úr því að samþykkja samninginn, að halda því fram er óskhyggja í besta falli.

Ef við hefðum tapað málinu hefði ríkið og þrotabúið þurft að greiða allan höfuðstólinn upp á yfir 1300 milljarða væntanlega með markaðsvöxtum  sem voru miklu hærri en samningsvextir.

Það er ekki rétt hjá þér ef málið hefði tapast þá hefði það verið tekið upp í dómsstólum hérna á íslandi, ef þeir hefðu dæmt Íslandi til að borga þessa 1200 milljarða þá hefðum við getað nýtt 100% af þrotabúinu upp á þá skuld ásamt því að greiða í Íslenskum krónum, þrátt fyrir allt það þá stendur það skýrt í lögum að það er tryggingasjóðurinn sem á að sjá um þetta og ríkið ber ekki neina ábyrgð á því, ríkið má lána sjóðnum en það er ekki skyldugt til að gera það, þannig að líkurnar á því að tapa þessu fyrir dómsstólum hér heima voru 0%.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.10.2013 kl. 00:28

33 identicon

Ég endurtek fyrri athugarsemd mína þar sem ekkert svar barst.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 01:27

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Slitastjórn gamla Landsbankans áætlar að endurheimtur í slitameðferð nemi 1.531 milljarði króna um mitt árið. Þetta er 206 milljörðum króna hærra en sem nemur samþykktum forgangskröfum. Forgangskröfur í þrotabú gamla Landsbankans eru að mestu Icesave-kröfurnar svokölluðu sem hljóða upp á ríflega 1.300 milljarða króna. "

http://www.vb.is/frettir/96641/

Geisp.

Þetta var alltaf vitað þó það hentaði í pólitískum hráskinnaleik að reyna að neita þessu og sennilega hafa Sjallar verið á bakvið það upphaflega að gera sem minnst úr eignum þrotabúss enda Sjallar þar allsráðandi í slitastjórn.

Nú, Icesaveskuldarmálið snerist alltaf um hagstætt lán til að greiða nefnda skuld - skuld sem verður alltaf borguð sem kunnugt er og ætti nú hver innbyggi að vita það núorðið.

Í raun er málið enn óleyst og sennilega er það eitt af forgangsmálum framsjallastjórnar að semja um Icesaveskuldina. Því endursemja verður um skuldabréf Nýja bankans, sem er alfarið ríkiseign, til þrotabússins.

Icesaveskuldarmálið er í raun þetta skuldabréf. Vegna þess að þegar nýji bankinn var stofnaður - þá oftók hann gríðarlega eignir til sín úr þrotabúinu. Með því að semja um Icesaveskuldina formlega - þá hefði stórlega létt á öllu skuldavafstri Íslands.

Það eina sem kom útúr fíflaganginum og ,,heimsmeti í lýðræði" - var stórfelldur skaðakostnaður sem dreginn var yfir þetta vesalings land af kjánaþjóðrembingum, framsjöllum og forsetagarmi sem vildi hífa upp orðspor sitt sem var í ræsinu eftir útrásarsukk.

Það er enn alveg óljóst hvar sá skaðakostnaður nákvæmlega endar - en það er vitað að nú þegar er hann orðinn stórfelldur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.10.2013 kl. 02:11

35 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Ómar Bjarki; og aðrir lítilfjörlegir áhangendur skrifræðis Nazisma Fjórða ríkisins (ESB) !

Bara; enn og aftur - minni ég ykkur á, að Bandaríkjamenn hafa ALDREI tekið á sig ábyrgðir, fyrir Las Vegas spilafíklana, fremur en Frakkar, fyrir Monte Carló liðið, Ómar minn.

Hví; ættu Íslendingar að gera viðlíka, fyrir Icesave´s ruglu liðið, innanlands - sem utan þess, þið ginn''helgu'' ESB sinnar ?

Alveg burt séð; frá þjóðrembingi - eða ekki þjóðrembingi, Ómar Bjarki ?

Það eru einmitt; ruglukollar, eins og Sigmundur Davíð og Bjarni, sem stórskaða orðstí og heiður ærlegs fólks, eins og Guðmundar Jónasar fornvinar míns - Gunnlaugs Ingvars sonar, og annarra mætra, fyrir að leggja hinn minnsta trúnað, Á LYGAR ÞEIRRA OG SVIGURMÆLI, líkt og ykkar, sem sórust til fylgilags, við afmánirnar Jóhönnu og Steingrím, Ómar Bjarki.

Sjálfur; þakka ég Guðunum - og hinum mikla Anda Mongóla veldis, að vera ekki lengur þjóðernissinni, upp á púkalegan íslenzkan máta, heldur / og miklu fremur,, Alþjóðasinna, með vísan til frænda minna Mongóla / Perúmanna, og veraldar allrar, gott fólk.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 02:29

36 Smámynd: Elle_

Óskar Helgi, hvað var ég eða Guðmundur að tala um Sigmund að ofanverðu?  Og ruglið í Ásmundi um ICESAVE er óendanlegt árum saman.  Farðu að hætta að tjá þig um það sem þú veist ekkert.

Elle_, 6.10.2013 kl. 02:30

37 identicon

Sæl; enn sem fyrr !

Elle !

Fyrir; það 1. !

Hvergi; minnist ég þess, að hafa nefnt Ásmund, nema kannski í einhverju orðaskaki á Vinstri vaktinni, einhverntíma - og mögulega, sem ég leit þangað inn, við Hægri menn, vorum nú ekkert / né erum, velkomnir á þá síðu svo sem, Elle.

Ég var einungis; að vísa til okkar fyrri skrifa (cirka; árin 2008 - 2011) beggja, um hin ýmsu viðfangsefni Elle mín.

Vona; að þú móðgist ekki, við svo lítilfjörlega uppprifjun, eða hvað ?

Ítreka bara enn; Sigmundur Davíð og Bjarni, eru NÁKVÆMLEGA sömu ómerkingarnir, og Jóhanna og Steingrímur reyndus vera.

Ekki satt; Elle ?

Með; enn betri kveðjum - en áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 02:41

38 Smámynd: Elle_

Jú, ég var að vísa í no. 16 að ofan.  Og enginn jafnast á við ómerkingana Jóhönnu og Steingrím nema þá hinn svokallaði Ásmundur landsölumaður eða Össur.

Elle_, 6.10.2013 kl. 02:49

39 Smámynd: Elle_

Og ég sagði ekki að þú hafir verið að tala um Ásmund en var að segja Ásmundi að hætta að tjá sig um það sem hann vissi ekkert.

Elle_, 6.10.2013 kl. 02:52

40 identicon

Sæl; aftur !

Elle !

Þá; er það komið á hreint, svo sem.

En; afsakið Helvítis ritvillurnar, af minni 1/2, gott fólk.

Sízt lakari kveðjur - en aðrar, og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 02:59

41 identicon

Þegar ég er augljóslega að tala um Buchheit-samninginn lætur Halldór eins og ég sé að tala um Svavars-samninginn.

Fleira er með ómerkilegasta móti í löngu svari Halldórs eins og það að allir hér nema ég hafi vit á Icesave. Þá hljóta þeir að fara mjög leynt með það til að geta leyft sér að bulla.

Halldór getur þó ekki falið sig á bak við fullkomna fávisku. Bull gegn betri vitund og blekkingar einkenna því skrif hans 

Augljósasta bullið er að halda því fram að ekki sé meiri í áhætta fólgin í því að taka sjens á að þurfa að greiða yfir 1300 milljarða með hærri vöxtum en að þurfa að greiða 600+ milljarða með lágum samningsvöxtum.

Það er rétt að íslenskir dómstólar hefðu þurft að skera endanlega úr um málið. Þeir hefðu hins vegar ekki getað horft framhjá dómi EFTA-dómstólsins. Hlutverk þeirra hefði því verið að ákveða vexti og greiðslukjör.

Ef þeir hefðu sýnt hlutdrægni og hunsað dóm EFTA hefði málið aftur verið kært til ESA sem hefði höfðað annað mál.

Það er til vitnis um molbúahátt að ímynda sér að ekki þurfi að taka mark á dómum EFTA-dómstólsins frekar en við viljum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 08:02

42 Smámynd: Elle_

Dómsmálið fyrir EFTA dóminum kom ekki ICESAVE-samningunum við, ekki ICESAVE1, ekki 2, ekki 3 og þar með talið hvorki Buccheit- né Svavarssamningunum.  Og einu molbúarnir eruð þið sem vilduð borga ICESAVE skuld sem við skulduðum ekki og farið með rangfærslur um málið út í hið óendanlega. 

Elle_, 6.10.2013 kl. 11:28

43 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ásmundur skrifar, "Smáríki hafa spjarað sig sérstaklega vel í ESB."

Ættli Ásmundur haldi að Kýpur sé stórríki?

Ættli Kýpurbúm finnist að landið sitt (littla eyjan) spjari sig sérstaklega vel?

Furðulegt að þessi leigupenni ESB skuli halda áfram með sömu endemis delluna í hverri athugasemdini á eftir annari og hvolpurinn hans Ásmundar hann Ómar Bjarki gjammar tóma tjöru og vitleysu og sýnir mikin sveitalubbarembing í öllum sínum athugasemdum til að þóknast sínum húsbónda.

Er ekki búið að loka Evrópustofu ennþá, svo að við losnum við þessa tvo Leigupenna ESB, þeir eru orðnir úr sér gengnir og leiðinlegir?

Mín skoðun eingöngu, en kanski aðrir hafi sömu skoðun?

Kveðja frá Lagos Nigeríu.

Jóhann Kristinsson, 6.10.2013 kl. 12:45

44 identicon

Hártoganir ESB-andstæðinga eru til vitnis um þeirra slæma málstað.

Ég sagði ekki að öll smáríki hefðu spjarað sig vel. Kýpur er undantekningin sem á sér sérstakar skýringar í tengslum þess við Grikkland og vafasöm bankaviðskipti við Rússa.

Lúxemborg, Eistland og Malta hafa hins vegar spjarað sig vel og mun betur en flest stærstu ríkin. Þetta eru of lítil ríki til að hafa eigin gjaldmiðil og hafa því öll tekið upp evru.  

Utan ESB tapar íslenskur almenningur en sérhagsmunahópar hagnast á kostnað með því að spila á veikleika krónunnar. Þeir mega ekki til þess hugsa að missa af þessari pottþéttu tekjulind.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 13:36

45 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mestu mistök Steingríms J fyrir utan Icesave-þjóðarsvikin

var að skrifa upp á LBI-vixilinn í ERLENDUM GJALDEYRI í stað

íslenskra króna, fyrst hann vildi svona ólmur skuldsetja ríkið eins og í Icesave. Og hvers vegna er hann ekki látin svara til saka fyrir þetta?

Ásmundur. ESB og þess veiki gjaldmiðill er á brauðfótum og aðeins tímaspursmál hvenær þetta hryndur allt eins og hin

ofurmiðstýrðu Sovétríki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.10.2013 kl. 21:38

46 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já sæll!

Jörðin okkar allra: best í heimi? Fyrir hverja?

Höldum alla vega tjáningarfrelsinu.

Og skoðanafrelsinu rænir enginn sjálfskipaður jarðarguðs-heimsveldis-drottinn, frá nokkurri heimsmafíu-útskúfuðum sálum jarðarinnar. Sálin er eilíf. Það ætti kristin stjórnsýsla að vita.

Málnefnanleg umræða á siðferðis/kærleiks-grundvelli er af frekar skornum skammti, á há-skólaða Íslandinu, og reyndar víðar í "siðmenntuðum" dollara-píramída-jarðheimum. Eða hvað?

Voru ekki píramídarnir í Egyptalandi, Mexíkó og víðar? Það skýrir ýmislegt í dagsins villimennsku hernaðar-heimsveldisins.

Tími sannleikans er kominn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2013 kl. 22:08

47 identicon

DV hefur alveg rétt fyrir sér og það er ánægjulegt að sjá að stærri fjölmiðlar gagnrýni þennan úrelta, ósanngjarna og ljóta hugsunarhátt eins og þjóðernishyggjan er.

Fólk sem aðhyllist þjóðernishyggju og dæmir fólk eftir uppruna sínum notar efnahagshrunið og kreppuna sem útskýringu og afsökun fyrir fordóma sína.

Íslendingar eiga að vera þakklátir fyrir allt það sem erlent fólk hefur kennt sér í gegnum aldirnar, þetta svokallað "þjóðarstolt" okkar er hættulegt heilbrigðu samfélagi þar sem við ætlumst til þess að Íslendingar fái sérmeðferðir í samanburði við útlenska manninn. Að Íslendingar fái störfin fram yfir útlendinginn og margt annað.

Ég verð ekki bara fyrir vonbrigðum þegar ég sé blogg og komment Íslendinga sem eru stútfull af ranghugmyndum, fordómum og biturleika og beina reiði sinni gegn duglegu fólki sem vill ekkert annað en við hin, gott og friðsælt líf. Nýbúar flytja með sér nýjar hugmyndir, matarmenningu, ný viðskiptatækifæri og margt annað sem stórbætir okkar einsleita samfélag til hins betra. Fjölmenning og umburðarlyndi er nútímalegur hugsunarháttur þar sem allir eru jafningar

Og ég ætla að biðja ykkur að hætta tengja umburðarlyndi við vinstri menn, fólk hvar sem er á stjórnmálaskalanum er umburðarlynt og það er ómálefnanleg rökleysa þegar uppruni manna er áhrifaþáttur í meðferðum, pólitík og öðru.

Endilega hættið ekki að tjá ykkur þið sem eruð uppfull af þjóðrembu en verið þá tilbúin til þess að taka gagnrýni og forðist það að gera ykkur að einhverjum fórnarlömbum.

Viktor (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 09:08

48 Smámynd: Elle_

Fullveldi eða þjóðfrelsi eru ekki það sama og þjóðernishyggja eða þjóðrembingur þó sumir rugli þessu saman.

Elle_, 9.10.2013 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband