Hver er afstaða VG til olíuhreinsunarstöðvar á Vestjörðum?


    Nýr möguleiki hefur opnast til verulegrar atvinnu-
uppbyggingar á Vestfjörðum ef hagkvæmnisúttekt á
byggingu olíuhreinsunarstöðvar reynist jákvæð.
Fram kom í fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi að
málið er komið það langt að byggingarframkvæmdir
geta hafist innan 24 mánaða. Fram kom að svona
stöð gæti skapað 500 ný störf, hefði áhrif til lækk-
unnar á olíu-og bensínverði á Íslandi auk þess sem
slíkt eldsneyti yrði ekki eins meingandi og það sem
við kaupum í dag.  Ekki þarf að virkja sérstaklega
fyrir þessa starfsemi, því orkuþörfin er margfallt minni
en t.d varðandi álver. Hér er um að ræða rússneskt
fyrirtæki, að hluta til í eigu Bandaríkjamanna, og
myndu íslenzkir frjárfestar koma þar einnig að
varðandi fjármögnunina.

  Ekki er spurning að svona fyrirtæki yrði meiriháttar
lyftistöng fyrir Vestfirði, og er ekki vanþörf á.
Spurningin er ekki síður pólitísk, því svona starfsemi
þarf að fá pólitískan stuðning líka til að ná fram að
ganga.

   Þar sem Vinstri-grænir hafa nánast útilokað alla
stóriðju hvaða nafni hún nefnist, væri afar fróðlegt
að fá skýra afstöðu VG til þessa máls. Ekki síst
þar sem VG mælist með ótrúlegt míkið fylgi í NV-
kjördæmi um þessar mundir. 

    Hver er afstaða Vinstri-grænna til þessa máls?
Kjósendur eiga kröfu til að heyra hana. Ekki síst
vestfirskir kjósendur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Góð spurning.

Ragnar Bjarnason, 17.4.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Verður AFAR fróðlegt að vita um afstöðu t.d Jóns Bjarnasonar þingmanns VG fyrir NV-kjördæmi í þessu máli. Því þarna er komið gullið-tækifæri að rífa Vestfirði upp í fyrsta skiptið í áratugi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Gorgeir og Lýgteinstæn teknólógí grúpp

gorgeiroglygteinstaen.

Þetta er bara ég.

Kveðja,

Dúi

Gorgeir og Lýgteinstæn teknólógí grúpp, 17.4.2007 kl. 15:16

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Fróðleg að sjá hvernig kosningabaráttan þróast eftir þessa stóriðjufrétt sem er athyglisverð.

Vonandi er Framsókn í startholunum, tíminn er fugl sem flýgur og kemur ekki aftur.

Þessi frétt verður Vinstri grænum erfið. Enginn vafi að þeir tapa fylgi enda bara ágætt í sjálfu sér fyrir þjóðina. Eru bestir í að æsa upp kaffhúsakellingar og kalla og ættu að halda sig þar.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.4.2007 kl. 15:47

5 identicon

Olíuhreinsistöð verður ekki reist á Vestfjörðum ef núverandi stjórn heldur velli í næstu kosningum.  Því hún hefur unnið að því öllum árum að fækka störfum á Vestfjörðum og virðist helst stefna að því að leggja Vestfirði í eyði.

Jakob Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband