Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum er málið!



   Það er engin spurning að olíuhreinsunarstöð 
á Vestfjörðum  myndi hafa gríðaleg jákvæð  áhrif
á  allt vestfirskt  samfélag. Svo öflugt fyrirtæki
sem hér um ræðir myndi hafa áfrif um alla Vest-
firði, hvar sem það yrði staðsett. Því er mikilvægt
að Vestfirðingar grípi nú þetta einstaka tækifæri
og snúi áratuga byggðasamdrætti á Vestfjörðum
í stórsókn með því að  ganga til liðs við Íslenzkan
hátækniiðnað, sem sett hefur fram hugmyndir um
að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.

   Í Mbl í dag kemur fram hjá Ólafi Egilssyni, fyrr-
verandi sendiherra, og eins af forvígismönnum
Íslenzks hátækniiðnaðar, að heildarkostnaður við
slíka stöð yrði  hátt í 200 milljarðar króna. Gert
er ráð fyrir 500 störfum og allt að 200 að  auki
sem tengdust þessari starfsemi. Hugmyndin
gangi út á það að taka jarðolíu frá uppsprettum
á Norðurslóðum  og fullvinna hana hér í neytenda-
vörur. s.s. bifreiða, flugvélaeldsneyti og skipaolíu.

  Komið hefur fram að þær vörur sem þessi íslenzka
olíuhreinsunarstöð framleiddi yrðu hreinni og ekki
eins meingandi og þær olíuvörur sem við notum í dag.
Þá þarf slík stöð langtum minni raforku en t.d álver,
og því þarf ný virkun ekki að koma til. Um 15-20% af
starfsmönnum yrði háskólamenntað fólk. Að fyrir-
tækinu koma rússneskir og bandariskir aðilar  auk
íslenzkra fjárfesta.

    Hér er EINSTAKT tækifæri fyrir Vestfirðinga til að
snúa vörn í STÓRSÓKN hvað atvinnuuppbyggingu
varðar, og þar með  að stórbæta búsetuskilyrði á
Vestfjörðum. - Sem ,,gamall" Vestfirðingur sé ég því
allt mjög jákvætt  við þetta og þótt fyrr hefði verið.
Nú er röðin einfaldlega  komin að Vestfjörðum um
ALVÖRUÁTAK í byggðamálum.

   Hættan er hins vegar sú að allkyns úrtölulýður
komi fram og reyni að koma í veg fyrir að þetta mikla
framfaramál Vestfirðinga verði að veruleika. Því hér
munu pólitískar ákvaraðnir ráða úrslitum að lokum.
Ef að líkum lætur mun pólitísk afturhaldsöfl eins og
Vinstri-grænir hafa allt á hornum sér hvað þetta varðar.
Því er mikilvægt að núverandi ríkisstjórnarflokkar fái
nýtt umboð í vor til að taka jákvætt á móti grænaljósinu
að vestan þegar Vestfirðingar hafa formlega ákveðið
sig í þessu MIKLA  vestfirska hagsmunamáli.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband