Framsókn nógu góð sem hækja vinstriaflanna


   Málflutningur vinstriflokkanna er undarlegur svo
ekki sé meira sagt. Á sama tíma og forkólfar vinstri-
aflanna segja Framsókn ekki vetur á setjandi, og
sé orðið meiriháttar laskað fley án haffæraskirteinis,
er Framsókn boðið í vinstristjórn eða beðin um að
veita slíkri vinstristjórn hlutleysi, með þá formann
sinn áhrifalausan utan þings.   M.ö.o í stað þess
að vera hækja íhladsins að þeirra mati er Framsókn
boðin til að vera meiriháttar hækja vinstriaflanna í
þeirra ríkisstjórn. Þessi málflutningur dæmir sig
sjálfur og sýnir hvað tvískinningurinn er mikill hjá
þessu vinstraliði.

  En auðvitað munu ríkisstjórnarflokkarnir endur-
nýja samstarf sitt næstu daga. Jóni Sigurðssyni
gefst þá tækifæri að byggja upp flokkinn á ný,
verki sem hann var rétt byrjaður á. - Það verk
verður auðveldara í áframhaldandi farsælu
stjórnarsamstarfi, af augljósum ástæðum, sem
óþarft er að tíunda hér.......
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðmundur.

Ég tel framfarastjórn undir forystu Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokksins undanfarinn ár hafa gengi vel þótt deila megi um aðferðir Framsóknarmanna. Enda tel ég það hafi verið flokknum til vansa til að njóta traust til þess að geta uppfyllt þær kröfur verður fólk að geta treyst Stjórnmálaflokkum.

Enn Framsóknarflokkurinn hefur lengið verið í eineldi þegar sumir þingmenn sem hafa misnotað vald sitt þess vegna er þetta svona.

Ég tel það tímabært að Framsóknarflokkur fari í gegnum sitt umhverfi og skoði sín mál öll frá grunni. Það er ekki mitt að segja ykkur til enn þetta er mín skoðun.

Varandi ummæli Steingríms J Sigfússonar um laskað fley og fái ekki haffæriskírteini á ekki við rök að styðjast. Vegna fækkunar í áhöfn

Þó fækkað hafi í áhöfn þá er ekkert til fyrir stöðu vegna tækninýunga sem sjómenn búa við að þeim fækki þess vegna skil ég ekki Steingrím J í þeim rökum enda held ég að hann hafi ekkert vit á sjó eins og hann talar.

Sjálfstæðismenn og Framsókn áfram fólkið vill það. og annað kemur ekkert til greina.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 14.5.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Sæll Guðmundur!

Sé að við erum nokkuð sammála nú um stundir hvað varðar pælingar um pólitíkina. Held að vænlegast að ríkistjórnarflokkarnir reyni til þrautar með sér áður en handklæðinu er kastað. Sammála því að ekki kemur til greina að við Framsóknarmenn gerumst hækjur Steingríms Jóhanns og félaga.

Með kveðju

Jóhann Rúnar Pálsson, 15.5.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband