Mikil vonbrigði. Óttast ESB-stjórn


   Það eru mikil vonbrigði að núverandi stjórnar-
flokkum skuli ekki hafa tekist að ákveða að
halda áfram hinu farsæla samstarfi til 12 ára.
Svo virðist að trúnaðartrust hafi brostið með
framgöngu vara-formanns Sjálfstæðisflokk-
sins, en heimildir herma að vara-formaðurinn
hafi beitt sér mjög ákveðið í því að taka upp
stjórnarsamstarf við Samfylkinguna.

   Nú hefur það gerst sem margir óttuðust og
ræddu um fyrir kosningar. Evrópusisnnar innan
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hafa
náð að leiða þessa flokka til samstarfs, en
innan Sjálfstæðisflokksins eru mjög sterk öfl
sem vilja skoða ESB-aðild með jákvæðum
hætti. Andstæðingar ESB-aðildar innan Sjálf-
stæðisflokksins hafa hins vegar frekar vilja
samstjórn með Vinstri-grænum af þessum
sökum. Augljóst er að mikil átök eru nú í
uppsiglingu innan Sjálfstæðisflokksins.
Björn Bjarnason orðaði það í vetur að kæmi
til slíkra átaka gæti flokkurinn klofnað.

  Vonbrigðin eru því mikil að borgaraleg ríkis-
stjórn á þjóðlegum grunni skuli ekki starfa
áfram. Samstarf Sjálfstæðisflokks og krata
hefur aldrei boðað gott eða reynst vel. Það
voru því ákveðin öfl innan Sjálfstæðisflokksins
sem brugðu fæti fyrir áframhaldandi stjórn
með Framsókn.  Nú liggur það fyrir......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Trúi því ekki að ESB aðild verði á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.

Eyþór Laxdal Arnalds, 17.5.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eyþór minn. Það segir sig bara sjálft að þegar helmingur ráðherra
ríkisstjórnarinnar (geri ráð fyrir að stólarnir skiptist jafnt milli
flokkanna) eru eitilharðir ESB sinnar þá hafi það meiri háttar
áhrif á störf og stefnu ríkisstjórnarinnar þegar frá liður. Að halda
öðru fram er út í hött! Þorsteinn Pálsson og Hreinn Lofsson munu
leggja sliku lið innan Sjálfstæðisflokksin.  Þannig, ótti okkar ESB-
andstæðinga er verulegur og ekki að ástæðulausu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.5.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er magnað að fylgjast með þessum rosalegu sárindum vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tilbúinn að fara af stað með ónýta eins manns meirihluta stjórn. Sérstaklega með það í huga að Frammarar margsögðu fyrir kosningar að svona útreið (og jafnvel ekki svona slæm) mundi þýða að þeir yrðu utan stjórnar....hvað er málið, er þetta ekki allt eftir þeirra nótum....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.5.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband