Landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar

Fyrsti Landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar
verður haldinn núna miðvikudaginn 29 júni kl.19
í hliðarsal Café Catalinu Hamraborg 11 200 Kópa-
vogi.

Á fundinum verða samþykktir flokksins afgreiddar,
starfandi formaður gefur skýrslu um starfsemi
flokksins. Síðan verður formaður og vara-formaður
kosnir, auk þess fer fram kosning til flokksstjórnar.
Af því loknu verða stjórnmálaályktanir afgreiddar
og að lokum önnur mál.

Líta má á Landsfund þennan sem einskonar aukafund,
þar sem forystusveit flokksins öðlist fullt umboð
til að undirbúa alþingiskosningar í haust og mönnun
kjördæmisráða og framboðslista. En stefnt er að
fjölmennum Landsfundi í haust þegar mesta undirbúnigs-
vinnan hefur farið fram. En flokkurinn mun bjóða fram
í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum.

Grunnstefna flokksins liggur fyrir sem framkvæmdaráð
hefur samið í vetur og vor, og sem kynnt hefur verið
opinberlega. Unnið verður frekar í grunnstefnunni
fram að kosningum, en afstaða flokksins til helstu
þjóðmála liggja skýr og klár fyrir. Endaleg og full-
komin heimasíða flokksins mun senn birtast en flokk-
urinn hefur verið frá upphafi  á facebook undir
flokksheitinu. 

Íslenska þjóðfylkingin er þjóðlegur borgaraflokkur,
sem vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði
Íslands og íslenska menningu og tungu. Flokkur
einstaklingsfrelsis, jafnvægi í byggð landsins svo 
fátt eitt sé talið.

Fundurinn er opinn öllum flokksfélögum og stuðnings-
mönnum er gerast flokksfélagar á fundinum. Kjörgögn
kosta kr 1000.

Allt þjóðholt borgarasinnað fólk er hvatt til að mæta!
Ekki síst í ljósi þeirra árása sem nú er gert á íslenska
þjóðríkið með fáránlegum No Borders útlendingalögum og
aðför innanríkistáðherra að íslenskri mannanafnahefð
sem gilt hefur frá alda öðli.

Áfram Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel mjög ólíklegt að það verði kosið í haust. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einráður í ríkisstjórninni og það er engin leið að Framsókn vilji kosningar fyrr en á næsta ári í lok kjörtímabilsins, sama hvð stjórnarandstaðan heimtar. En það er auðvitað gott að undirbúa sig tímanlega.

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 00:01

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Pétur D!  Vonandi ertu sannspár! En við í Íslensku þjóðfylkingunni miðum við haustkosningar og högum okkar vinnu skv því. Enda finnum fyrir miklum meðbyr!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.6.2016 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband