Þjóðhyggja í sókn! Alþjóðahyggja vikur!
4.2.2017 | 21:26
Þjóðhyggjan er í mikilli sókn beggja vegna
Atlantsála. Alþjóðahyggjan vikur! Miklar og
jákvæðar breytingar eiga sér nú stað um skipan
heimsmála og í alþjóðlegum stjórnmálum. Mun
skarpari og örar en margur gerir sér grein
fyrir.
Alþjóðahyggja sósíalista og kommúnista lauk
með falli Sovétríkjanna. Evrópusambandið byggir
á álíka alþjóðahyggju, þar sem yfirþjóðlegt vald
með ofurmiðstýringu þvert á þjóðleg viðhorf og
þjóðríki er í öndvegi. Fyrir ESB mun því fara
eins og gamla Sovétinu! Fólkið, hinn almenni
bogari gerir uppreisn, því hið yfirþjóðlega bákn
í báðum tilvikum vinnur gegn hagsmunum hans í
þágu yfirþjóðlegra afla(banka-fjármálasukks) og
nú síðast yfirgengilegrar alþjóðavæðingar þvert á
hagsmuni þjóðríkja og þegna þeirra!
Þjóðhyggjan og þjóðríkjahugsjónin fær því byr
undir báða vængi beggja vegna Atlantasála meðal
almennra borgara. Sem andsvar við hinni óheilla-
þróun að þeirra mati. Mikil sókn þjóðhyggjuflokka
í Evrópu og sigur Trumps í Bandaríkjunum er spegil-
mynd alls þessa. Auk valdasetu Pútins í Rússlandi.
Fyrir alla sem una fullveldi og sjálfstæði þjóða
sinna er þetta gleðiefni! Því þjóðfrelsi og frelsi
einstaklinga eru nátengd. Sbr úrsögn Bretlands úr
ESB í dag og fullveldistaka þess yfir eigin landa-
mærum. Þvert á Schengenruglið með tilheyrandi íslams-
væðingu Evrópu, öfga fjölmenningarhyggju með tilheyr-
andi hryðjuverkum.
En hvað með Ísland? Þróunin hlýtur að verða sú sama
hér og gerist nú í Evrópu! Hinn alþjóðasinnaði anar-
kismi og vinstrimennska alþjóðahyggjunar sem nú tröll-
ríður íslenskum stjórnmálum ásamt ömurlegu miðjumoði
hlýtur senn að víkja. Spurningin er bara um tíma og
um sterka forystu fyrir slíku þjóðhyggjuafli.
Sigurlíkur Le Pen aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott að sjá baráttumenn á þessari línu,ekki veitir okkur af.
Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2017 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.