Viðurkennum engin hryðjuverkasamtök


    Vinstri-grænir vilja að Ísland viðurkenni
heimastjórn Palestínu. Í henni situr öfgafull
hryðjuverkasamtök Hamas. Ísland á því
ekki að viðurkenna slíka stjórn. Á sama
hátt á Ísland að slíta stjórnmálasambandi
við Ísrael, því þar stjórna zíoniskir hryðju-
verkamenn.

   Friður kemst aldrei á í Mið-austurlöndum
meðan þar ríkja öfgastjórnir, hvort sem þær
grundvallast á islam eða zíonisma.

   Svo einfalt er það...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þú hefur sorglega rétt fyrir þér

Gestur Guðjónsson, 1.6.2007 kl. 14:00

2 identicon

Sæll Guðmundur.

Um daginn var mér bent á greina þína, Tengsl VG við anarkista og vinstrisinnaða róttæklinga, og eftir að hafa lesið hana langar mig til þess að leiðrétta stóran hluta hennar.

Í fyrsta lagi eru engin tengsl milli VG og þeirra sem standa að Bókasafni Andspyrnu, en ég er einmitt einn af þeim og hef engan áhuga á að vera tengdur á nokkurn hátt við Vinstri Græna. Einu tengsl okkar og Samtaka Herstöðvarandstæðinga eru þau að við fáum hluta af Friðarhúsinu til afnota fyrir safnið okkar og allt húsið einu sinni í viku fyrir kvikmyndasýningar. Engin önnur tengsl eru þar á milli.

Fullyrðing þín; "Ein önnur sella sem nær undantekningarlaust eru flokksmenn Vinstri-grænna hafa með sér samtök er kallast Andspyrna" er á engum rökum reist, heldur heilalaus uppspuni af þinni hálfu. Seinna í greininni fullyrðir þú þetta svo aftur; "...þetta Andspyrnufólk sem nær allt er á mála hjá Vinstri grænum..."

Ég veit ekki hvaðan þú fékkst þessar upplýsingar, en hvaðan sem þær komu eru þær rangar og eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum, en ég myndi gjarnan vilja vita hvaðan þú fékkst þær.

Þú tekur svo fyrir kvikmyndasýningar sem við stöndum fyrir í Friðarhúsinu á hverjum þriðjudegi; "Þar er á boðstólnum allskyns róttækt rugl og virkilega í anda vinstrisinnaðra róttæklinga og anarkista, enda hverskyns upplausn og
ólga gegn ríkjandi þjóðskipulagi þeirra ær og kýr."

Þú hefur ekki verið meðal gesta á neinni þessara sýninga og þar sem þær myndir sem við sýnum er ekki hægt að nálgast mjög auðveldlega hér á landi, leyfi ég mér að efast um að þú hafir nokkurn tíma séð þær. Mér finnst það skrýtið að þú getir ákveðið fyrirfram um hvað þessar myndir eru og hvaða boðskap þær bera, en þessi leið þín til þess að reyna að koma ljótu orði á fólk sem þér líkar ekki við er reyndar mjög algeng. Og anarkistar eru einmitt þeir sem lenda hvað oftast í þessu, enda hafa fæstir kynnt sér raunverulega út á hvað hugmyndafræði anarkista gengur út á.

Að lokum nefnir þú svo matinn sem við bjóðum upp á gegn frjálsum framlögum, en þú orðar það svona: "...tekjunar af því eiga að renna m.a til að greiða lögfræðikostnað danskra anarkista og annara vinstrisinnaðra róttæklinga og öfgahópa sem stóðu fyrir einu mesta stríðsástandi og uppreisn á síðari tímum við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn nú fyrir skömmu."

Það er rétt að þann pening sem við fengum fyrir matinn í marsmánuði sendum við til samtaka sem kalla sig Black Cross og eru fangahjálp danskra anarkista. Auðvitað er það þitt mál hvaða skoðun þú hefur á Ungdómshúsinu og barráttu þeirra, en ég leyfi mér aftur að stórefast um að þú hafir nokkurn tíma komið í Ungdómshúsið eða kynnst fólkinu sem notaði sér þá aðstöðu sem þar var í boði. Það höfum við sem stöndum fyrir Bókasafni Andspyrnu hins vegar flest gert og höfum aðeins frábærar sögur að segja þaðan frá og munum lifa með þær frábæru minningar að eilífu. Þær upplýsingar sem þú byggir skoðanir þínar á húsinu og fólkinu sem stóð að því á, eru þær sem íslenskir og danskir fjölmiðlar birtu um málið, en þær voru mjög einsleitar og eins og venjulega hliðhollar þeim sem fara með völd

Þeir sem lásu grein þína og lesa svo þetta svar mitt, hljóta að sjá að grein þín var að mestum hluta til uppspuni, fyrirfram ákveðnar hugmyndir þínar um samtök sem þú hefur ekki hugmynd um hvaða standa fyrir. Þar af leiðandi má búast við því að fleira af því sem þú skrifir og látir frá þér sé unnið með sama hætti. Í greininni eru t.d. einnig margar rangfærslur um bæði VG og SHA, en ég ætla ekki að svara henni fyrir þeirra hönd, enda ekki tengdur þeim samtökum á nokkurn hátt.

Það getur verið að þú sért ekki sammála okkur anarkistum um hvernig þessi heimur eigi að vera skipulagður, en þessar heimskulegu lýsingar þínar á okkur, fólki sem þú hefur aldrei hitt eða rætt við, eru hræðilega rangar og þykir mér það sorglegt að þú hafir nokkurn tíma látið þetta út úr þér.

En batnandi mönnum er best að lifa, og sem betur fer eru bókasafnið enn starfandi og kvikmyndasýningarnar enn í gangi. Næsta sýning er þriðjudaginn 12. júní og dagskrá júnímánaðar mun brátt verða auglýst. Ég býð þig hér með hjartanlega velkominn að koma, skoða bækurnar á safninu , horfa á fræðandi kvikmyndir og gæða þér á gómsætum grænmetisréttum í hópi góðs fólks.

Í safninu má finna fjölbreytt úrval bóka, sem venjulega eru ekki á hillum almennra bókaverslanna. Við erum með klassísk rita anarkista, bækur um umhverismál, beinar aðgerðir, heimpseki, skáldsögur, ljóð, ævisögur og fleira, auk þess sem kvikmyndasafnið er alltaf að stækka.

Anarkismi er án efa mest gagnrýnda stefna og hugmyndafræði í heiminum, en yfirleitt eru gagnrýnendur ófróðir um það sem þeir eru að setja út á, hafa hvorki lesið rit anarkista né kynnst anarkistum og gjörðum þeirra af ráði. Gagnrýni sem er byggð á fáfræði og mýtum er ómarktæk.

Þessi miskilningur hefur þá verið leiðréttur.
Kv, Snorri Páll Jónsson

Snorri Páll Jónsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:14

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Snorri fyrir innskot þitt hér. Hins vegar stend ég við hvert orð
sem ég sagði,  og við sem teljum okkur ÞJÓÐLEGA sinnaða gerum
lítinn greinarmun á anarkistum og vinstrisinnuðum róttæklingum.
Bæði hugmyndafræðin amast við ríkjandi þjóðskipulagi og gera
lítið úr þjóðlegum gildum og viðhorfum.
  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.6.2007 kl. 20:42

5 identicon

Þið gerið lítinn greinamun á anarkistum og vinstrisinnuðum róttæklingum og það er ykkar mál, þó það sé vissulega mjög fjarstæðukennt því svo margt stangast á í hugmyndafræðum þessara tveggja hópa.

En segist þú ennþá standa við allan þann uppspuna sem þú fullyrtir um í greininni? Stendur þú t.d. ennþá við þessa lygi "...þetta Andspyrnufólk sem nær allt er á mála hjá Vinstri grænum..."?

Hvað áttu við með þessu?

Snorri Páll Jónsson (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband