Er bandariskur ríkissjóður botnlaus?
1.8.2007 | 21:55
Þessa daga er Cndoleezza Rice utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og Robert Gates varnarmálaráðherra,
á flandri um Mið-austurlönd, útdeilandi himninháum
fjármunum í svokallaða hernaðaraðstoð við vinveitt ríki
Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Má þar nefna eitt
afturhaldssamasta og ólýðræðislegasta ríki heims, Sádi-
Anabíu, hina gjörspilltu ríkisstjórn Egyptalands, og Ísrael-
stjórn, en zíonísk útþennslustefna fyrir botni Miðjarðar-
hafs hefur alfarið byggst á botlausum fjárstuðningi
bandariskra stjórnvalda við hana gegnum áratugina.
Á sama tíma berast fréttir af stjarnfræðilegum upp-
hæðum sem bandariskir skattborgarar eru búnir að
greiða fyrir stríðið í Írak og Afganistan. Stríð, sem enginn
sér fyrir endan á, né botnar í, enda árangurinn eftir því.
Enginn !
Bandariski ríkissjóðurinn er rekinn með gífurlegum
halla í dag. Samt virðist engin takmörk vera fyrir því
hversu botnlaust er hægt að ausa úr honum í meiri-
háttar tilgangslaust hernaðarbrölt út um allar trissur.
Hjákátlegast er þó að yfir þessum bandariska ríkiskassa
skuli vera stjórnmálamenn sem kenna sig við kapital-
isma, sem m.a á að felast í litlum ríkisafskiptum og
aðhaldi í ríkisfjármálum.
Þvílík öfugmæli.!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.8.2007 kl. 00:46 | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru fáir bandarísku þing- og stjórnmálamennirnir sem kalla sig kapítalista. Því er verr og miður. Því miður eru allskyns önnur nöfn komin á þá - þjóðræknir, lýðræðissinnar og and-hryðjuverkamenn.
Bandarískur ríkissjóður býr við þann lúxus að geta hallað sér að verðmætasköpun verðmætaskapandi kapítalista. Hið sama gildir raunar um Ísland þar sem hagkerfið virðist endalaust geta látið rukka sig um göng, byggðastefnu, tónlistarhallir og félagslegar greiðslur til tekjuhárra ný-foreldra.
Geir Ágústsson, 1.8.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.