Rússar virtu í einu og öllu íslenzka lofthelgi


    Rússar virtu í einu og öllu íslenzka lofthelgi, en fréttir
voru í fyrstu óljósar um það. Þá hefur verið upplýst að
flug þeirra kringum Ísland tengist heræfingum þeirra
sem nú standa yfir í Norðurhöfum. Mikilvægt að þessu
öllu sé haldið til haga, því í uppsiglingu er ekkert kalt
stríð. Því fer fjarri!

    Hins vegar sannaði íslenzka ratsjárkerfið gildi sitt
fyrir mikilvægu eftirliti með íslenzkri lofthelgi, og er vel
að utanríkisráðherra hafi undirstrikað það í dag.

   Megum svo alls ekki gleyma að Rússar eru einir af
okkar bestu vinarþjóðum. Voru með þeim fyrstu að
viðurkenna lýðveldisstofnunina 1944 og studdu okkar
meiriháttar í hinum illræmdu þorskastríðum við Breta
á sínum tíma.

  Eigum því að efla okkar vináttu og samskipti við Rússa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Raunar studdu Rússar okkur ekki í þorskastríðunum af neinum sérstökum náungakærleik heldur sáu þeir sér fyrst og fremst hag í að kynda undir illdeilum á milli tveggja NATO-ríkja.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.8.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband