Staksteinar: Geir verður að gæta að sér !
31.8.2007 | 16:44
Nú þegar hveitibrauðsdagar ríkisstjórnarinnar eru
liðnir, virðast margar grímur vera farnar að renna á
sjálfstæðismenn. Í Staksteinum í dag segir: ,,Það má
finna í ýmsum hornum Sjálfstæðisflokksins, að nú þegar
nýjabrumið er farið af samstarfinu við Samfylkinguna
þýkir sjálfstæðismönnum það samstarf ekki sérlega
skemmtilegt".
Það var og, því ekki vantaði nú allt kossaflensið á
Þingvöllum í vor þegar brúðkaupið fór fram. Og breiðu
brosin blíðu.
Og Staksteinar halda áfram. ,,Sumir þeirra telja að
talsmáti bæði formanns Samfylkingar og ýmissa annara
forystumanna flokksins sé ögrandi gagnvart Sjálfstæðis-
flokknum. Sjálfstæðismenn eru byrjaðir að finna að Sam-
fylkingin getur orðið erfiðir samstarfsaðili ".
Eins og þetta hefði átt að koma að óvart. Samfylkingin
er saman sett úr mörgum ólíkum flokksbrotum og hefði
geyspað golunni í vor hefi hin nýja forystusveit Sjálfstæðis-
flokksins með varaformanninn í broddi fylkingar ekki komið
henni og Ingibjörgu Sólrúnu til bjargar, og myndað með
henni nýja ríkisstjórn. Þarna gerði hin nýja forysta Sjálf-
stæðisflokksins mikil mistök, því hún átti kost á borgara-
legri ríkisstjórn með Framsókn og Frjálslyndum. Situr nú
uppi með bragðillan pólitískan kokteil, sem Staksteinar
kvarta svo sáran undan í dag.
Því er ekki að undra þótt Staksteinar klingji út með
því að segja. ,,Geir H. Haarde verður að gæta að sér".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þorgerður Katrin var potturuinn og pannan bak við það að bjarga
Ingibjörgu vinkonu sinni og Samfylkingunni frá allsherjar upplausn
í vor. Afleiðingarnar eru þegar farnar að koma í ljós.......
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.8.2007 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.