Sósialískar mótvægisaðgerðir


   Það fer ekki á milli mála að sósíaldemókratar eru komnir
til valda á Íslandi, með tilheyrandi gamaldags og úreltum
sósíaliskum áherslum, og það fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokk-
sins, svo hjákátlegt sem það kann að hljóma. Að við skulum
vera komin inn á 21 öldina verandi vitni að slíkum sósíal-
iskum stjórnarháttum og sem birtast í svokölluðum mót-
vægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kvótaskerðingar
á þorski (sem reyndar voru allt of miklar) er með hreinum
endæmum. Alvarlegast er þó að aðgerðar þessar koma
þeim fjölda fólks, fyrirtækjum og byggðarlögum sem mest
verða fyrir tekjuskerðingu vegna skerðingu á þorskvóta,
sem minnst að  gagni eða ALLS EKKI NEITT.  Að útdeila
opinberu fé á slíkum  fölskum forsendum og með jafn ómark-
vissum  og óljósum hætti og raun ber vitni   eru sósíaliskar
aðgerðir af verstu sort, og ekkert annað........

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Alveg er ég hjartanlega sammála þér. Það er ekki annað að sjá.

Örvar Már Marteinsson, 12.9.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og merkilegt. Geir forsætisráðherra var ekki viðstaddur þegar
þessar sósíalisku mótvægisaðgerðir voru opinberaðar. Flaug til
Írlands samdægurs. Össur og co sáu um boðskapinn......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.9.2007 kl. 00:27

3 identicon

Þú verður að rökstyðja þessar fullyrðingar eitthvað betur en þú gerir.

Það eru engin rök að hrópa. Sá vinnur ekki endilega sem hefur hæst.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 00:40

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Guðmundur minn. Finnst þú hrópa miklu meira en ég. Rökstuddu
sjálfur þennan sósíalisma, og hvernig hann kemur til góða sjávarþorpi
eins og t.d Flateyri!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.9.2007 kl. 01:00

5 identicon

Ja, há! Hvað var Byggðastofnun annað en óskadraumur Framsóknarmanna? Sósíalismi af verstu sort?

Peningadælurnar á þeim bæ sáu til þess að bara Framsóknarhægri fengu úr dælunni. Nú er það liðin tíð sem betur fer! Þér ferst ýmislegt betur en gagnrýni.

Auk þess veist þú ekkert meira en við hin hver fær hvað hvað og hvers vegna. Það skyldi þó ekki leynast styrkur þarna til ónefnds fyrirtækis á Hornafirði til rannsókna á kolmunna?

Kannski fyrirtækis sem ónefndur HÁ stjórnar? Sem hefur verið á spenanum í 30 ár? Kolmunnaskýrslan bíður enn birtingar...

Ha? (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 02:14

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú þarna HA hrópandi í eyðumörkinni sem þorir ekki að koma fram undir nafni. Slíkir menn ferst alverst allra að dúnka upp með gagnrýni. Túlka mína pólitík sem mið/hægri sinnaða á þjóðlegum
grunni. Og skv þeirri sýn er þetta ekkert nema argasti sósíalismi.
Þarna er verið að ausa með afar ómarkvissum hætti og óljósum
úr ríkissjóði á fölskum forsendum, því þessar aðgerðir koma þeim
sem mest verða fyrir þessari þorskvótaskerðingu, lítið sem EKKERT til góða.  Á því byggist gagnrýnin fyrst og fremst. Þetta er
syndarmennska á hæðsta stígi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.9.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband