Angela Merkel merkur kanslari


   Á þeim tiltölulega stutta tíma sem Angela Merkel kanslari
Þýzkalands hefur setið á valdastóli hefur hún komið ótrú-
legu mörgu í verk, enda nýtur hún mikilla vinsælda meðal
þýzku þjóðarinnar. Efnahagsástandið fer stöðugt batnandi,
hagvöxtur vex og atvinnuleysi minnkar. Þýzki ríkissjóðurinn
er nu í fyrsta skiptið frá sameiningu Þýzkalands rekin án
halla. Allt gerist þetta undir sterkri og góðri stjórn Angelu
Merkel, sem stöðugt styrkir stöðu sína í þýzkum stjórnmálum.

  Við Íslendingar höfum löngum átt afar góð samskipti við
Þjóðverja, enda hafa þeir ætíð sýnt Íslandi og íslenzkum
málefnum míkin áhuga, ekki síst hinum menningarlegu.
Hins vegar mættu hin pólitísku samskipti vera mun meiri.
Þýzkaland er stærsta ríki Evrópusambandsins og því
mikilvægt fyrir Ísland að eiga þar öflugan bandamann til
að leita til þegar þörf er á. Þá er Þýzkaland eitt af öflug-
ustu herveldum NATO, sem hefur sýnt áhuga á að eiga
samvinnu við Íslendinga á sviði öryggis-og varnarmála.
Þá samvinnu eigum við tvímælalaust að virkja og efla
á næstu misserum og árum.

  Þýzkir kanslarar hafa ekki verið tíðir gestir á Íslandi
gegnum árin. Er ekki kominn tími til að á því verði breyting, 
í upphafi  á eflingu pólitískra samskipta þjóðanna. ?

  Angela Merkel yrði þar verðugur kanslari til að sækja
Ísland heim.  Bjóðum hana velkoma !

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband