Greespan: Írak hernumið vegna olíu


   Það hefur oftar en ekki verið fullyrt að ástæða innrásarinnar
í Írak haf fyrst og fremst verið vegna olíuhagsmuna. Þetta
hefur harðlega verið mótmælt af stuðningsmönnum Íraks-
stríðsins. Ekki síst hér uppi á Íslandi.  Ástæðan hafi verið  að
koma stjórn Saddams frá sem lið í baráttunni gegn hryðju-
verkum og að koma í veg  fyrir að Saddam kæmist yfir gjör-
eyðingarvopn.

  Nú hefur ekki ómerkari maður en Alan Greespan, fyrrverandi
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, flokksbróðir Bush forseta,
fullyrt í æviminningum sínum, að Bandaríkjamenn, og fylgi-
þjóðir þeirra, hafi hernumið  Írak til að tryggja sér áfram ódýra
olíu. Sanday Tames segir frá þessu í dag.

  Vonandi að þéir fáu stuðningsmanna Bandaríkjamanna við
innrásina í Írak, ekki síst hér á landi, fari nú að endurskoða
afstöðu sína til þessa stríðs, sem kostað hafa á aðra
milljón manna lífið, og nánast lagt Írak í rúst. Það er ótrúlegt
hversu blindir sumir geta verið í fylgisspekt sinni gagnvart
bandariskri heimsvaldastefnu. Því það er ekki hægt að kalla
þetta annað, eins og stefna þeirra hefur birst í Írak síðustu
ár.

   Það voru mikil misttök að Ísland tengdist þessu Íraksstríði
á sínum tíma. Vonandi verða þau mistök til að læra af.....
   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband