Hræsni Ingibjargar Sólrúnar



  Á sama tíma og Ingibjörg Sólrún talar fyrir sameign
þjóðarinnar á sínum auðlindum á flokksstjórnarfundi
Samfylkingarinnar í dag, vill hún koma aðal auðlind
þjóðarinnar,  fiskinum í sjónum umhverfis Ísland á
opinn erlendan uppboðsmarkað með aðild Íslands að
Evrópusambandinu. Þar með gætu allir aðilar innan
ESB komist yfir hinn dýrmæta  fiskveiðikvóta í íslenzkri
fiskveiðilögsögu, og virðisaukinn af honum myndi með
tíð og tíma  þannig hverfa úr íslenzku hagkverfi.
 
  Hvernig er hægt að taka mark á stjórnmálamanni eins
og Ingibjörgu Sólrúnu, þegar hún þýkist tala fyrir sam-
eign þjóðarinnar á sínum auðlindum, en er á sama tíma
tílbúin til að fórna aðal auðlindinni í hendur útlendinga?

  Fólk með svona pólitíska hræsni á ekki að vera í stjórn-
málum, og því síður að axla þar mikla ábyrgð !

  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

 Takk fyrir Guðmundur ekki of mælt - heldur vel mælt.

Því miður situr óþjóðlegur utanríkisráðherra, sem ekki hugsar um hagsmuni þjóðar sinnar í bráð og lengd, heldur hverning hún getur gegnið á mála hjá ESB með sinn flokk. Annað skiptir ekki máli.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 22.9.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband