Sundurleitur borgarstjórnarmeirihluti


  
   Hinn nýji  borgarstjórnarmeirihluti  er  vægast sagt
veikur  og  sundurleitur. Svo sundurleitur, að hann
hefur ekki einu  sinni  getað  komið  sér saman  um
helstu málefnin. Bara það segir allt sem  segja  þarf.
Enda myndaður við afar sérstakar pólitískar aðstæður.
En athyglisvert er einnig, að við myndun núverandi
meirihluta er sundrungin  ekki síður í minnihlutanum. 
Foringi minnihlutans er rúinn öllu trausti.

   Allt þetta borgarstjórnarklúður vekur upp fjölmargar
spurningar um siðferði í íslenzkum stjórnmálum. Í REI
málinu svokallaða virðast nær allar reglur og lög hafa
verið ÞVERBROTIN frá upphafi. Ekki síst sem varðar
VEIGAMESTU lögin,  sjálf  stjórnsýslulögin. Hvernig  í
ósköpunum getur sá stjórnmálamaður sem MEÐ BEIN-
UM hætti kom að ÖLLUM ÞÁTTUM MÁLSINS, ÖLLU RUGL-
FERLINU frá A-Ö, yppt bara öxlum, og sagt sorry með 
bros á vör og ,,tár" í augum. ? Tekinn svo í sátt af þeim 
sem hann mest gagnryndu, og settur á hástall ?  

   Hvaða skilaboð er hér eiginlega verið að senda varðandi 
taust og trúverðugleika í íslenkum stjórnmálum í dag?     

   -

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband