Pólitískar hreinsanir í utanríkisráðuneytinu


   Pólitískar hreinsanir eru hafnar í utanríkisráðuneytinu. Allir
sem eru ekki með sömu viðhorf til utanríkis- og öryggis- og
varnarmála og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
skulu víkja. Ólafur Örn Haraldsson nú fyyverandi forstjóri Rat-
sjárstofnunar er einn af slíkum sem rekinn hefur verið með
afar einkennilegum hætti.

   Ljóst er að utanríkisráðherra ætlar að gera víðtækar póli-
tískar hreinsanir í ráðuneytinu til að koma áformum sínum og
viðhorfum í framkvæmd. Vitað er að utanríkisráðherra vill gjör-
breyta áherslum í  öryggis- og varnarmálum.  Ráðherrann er
talsmaður þess að sem minnst verði unnið í þeim málum, þvert
á t.d viðhorf dómsmálaráðherra, sem talað hefur m.a fyrir því
að Ratsjárstofnun færist undir hans ráðuneyti. Þá eru Evrópu-
málin orðin aðalmál utanríkisráðherra um þessar mundir. Til að
ná takmarki sínu í þeim málum þarf ráðherra að skipta út öllum
þeim sem eru andstæðir henni í áformunum  um að koma Ís-
landi inn í Evrópusambandið.

  Þessar pólitísksu hreinsanir og áherslur utanríkisráðherra
geta ekki verið gleðiefni fyrir þá sjálfstæðismenn sem vilja
efla öryggis-og varnarmál Íslands og standa gegn öllum
tilburðum að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Hin
veika forysta Sjálfstæðisflokksins mun hins vegar ekkert  
aðhafast, og það veit utanríkisráðherra...............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ingibjörg Sólrún er auðvitað að koma sínu fólki að á sem flestum stöðum, því hún veit að núverandi ríkisstjórn mun springa fljótlega.  Enda tala bæði ráðherrar og þingmenn þessara flokka þvert hvort á annað.  Ingibjörg Sólrún er svo valdasjúk að ef hún sér einhvern möguleika á stól forsætisráðherra verður hún fljót til að slíta þessu samstarfi.  Og það er einmitt sú beita sem verður að nota til að fella stjórnina.

Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband