Framsókn á tímamótum


    Ţađ er  rétt sem Björn Ingi Hrafsson segir í grein í
Fréttablađinu í  dag  ađ Framsóknarflokkurinn  sé á
tímamótun. Hann  spyr jafnframt  hvert  Framsóknar-
flokkurinn stefni? Skrifar margt um vangaveltur sínar
í ţví sambandi, sem er jákvćtt í sjálfu sér. En ef Björn
Ingi telur ađ ţörf sé á öđrum krataflokki til viđbótar viđ
Samfylkinguna  í íslenzk stjórnmál, flokki, sem taki m.a
stefnu á Evrópusamband og evru, ţá er hann á villu-
götum. Afstađa  Björns Inga  virđist  afar  óljós hvađ 
ţetta varđar, svo ekki  sé  meira sagt, sem er  slćmt
ţegar  stjórnmálamenn  geta  ekki  tekiđ  HREINA og
KLÁRA afstöđu í jafn miklu stórmáli og Evrópumálum.

  Á sama tíma skrifar flokksbróđir Björns Inga, alţingis-
mađurinn Bjarni Harđarson, mjög athyglisverđa grein í
24 stundir í  dag, um  fullveldishugsjónir  og breytta
heimsmynd. Hann bendir  réttilega á ađ ţótt alţjóđa-
vćđingin hafi og  sé í mikilli sókn, sé ŢJÓĐHYGGJAN ţađ
líka, og í raun ekki síđur, sem  fellur mjög vel  ađ  gras-
rót  Framsóknarflokksins og grunngildum hans. Bjarni
segir m.a. :

,,Su hugmynd ađ ţjóđrćkni  og  átthagatryggđ vćru
deyjandi  hugsjónir var  giska  algeng fyrir nokkrum
áratugum en  međ aukinni  alţjóđavćđingu,  harđn-
andi alţjóđakapitalísma og minnkandi heimi  hefur
ţjóđmenningin um allan  heim snúst  til  varnar og
augu heimsbyggđarinnar lokist upp fyrir ţví hver
sérstađan, ţjóđerniđ og ja, raunar bara ţessar ryk-
föllnu framsóknardyggđir, eru mikiđ verđmćtar og
áherslan  í ţeim efnum er alltaf ađ aukast".

   Ţetta er rétt hja Bjarna. Ţađ er einmitt ţarna sem
ţörf er á stjórnmálaflokki í dag, og vegna  uppruna
síns og sögu er enginn flokkur eins  betur  fallinn  til
ađ standa ţá  ţjóđlegu vakt og Framsóknarflokkurinn. 
Ţađ er ţví  einmitt  ţarna  sem Framsóknarflokkurinn
á ađ  hasla sér  völl  á  komandi  misserum og árum. 
Vera TRAUSTUR  málsvari hinna ţjóđlegu viđhorfa í ís-
lenzkum stjórnmálum. - Ţá mun fylgiđ stóreflast á ný
og flokkstarfiđ dafna.........

   Ţađ eru ţau tímamót sem Framsóknarflokkurinn sted-
ur frammi fyrir í dag..........  

 

   

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband