Okurvextir og verðbólga pólitísk ákvörðun

     

     Í þætti Silfri Egils kom fram enn ein sönnun þess að okurvextir
og há verðbólga er pólitísk  ákvörðun. Guðmundur Ólafsson   hag-
fræðingur sýndi fram á með sterkum rökum hversu  glæpsamlegur
vaxtamunur er orðin í  bankakerfinu, og  að verðbólga væri í raun
engin ef  tveir þættir verðlagsvísitölunar væru fjarlægðir úr henni.
Fasteignaverð og  olíuverð. Þetta er raunar sama niðurstaða og
sjávarútvegsráðherra syndi fram á ekki alls fyrir löngu. Þar benti
hann á að ef fasteignaverð væri EKKI reiknað inn í verðlagsvísitölu-
na eins og er gert á öllu EES-svæðinu hefði verðbólga verið nánast
sú sama og í Evrópusambandinu. Jafnvel  lægri en í Þýzkalandi og
Spani. Þetta þyddi í raun STÓRLÆKKUN VAXTA sem allir eru að kalla
eftir. Og það sem meira er. Mun meira jafnvægi í gengismálum. 

  Það er alveg furðulegt að hvorki fyrrverandi né núverandi ríkis-
stjórn skuli hvorki  hafa hreyft legg né lið til að leiðrétta þetta, og
samræmt útreikninga á verðbólgu á Íslandi við t.d allt EES-svæðið.
Hvers konar stjórnarfar er þetta  eiginlega? Hvers eiga landsmenn
að gjalda? Þurfa að búa við mestu okurvexti í heimi og verðbólgu út
af einhverjum tveim liðum í verðlagsvísitölu. Fasteignaverði sem er
EIGNABREYTING og hefur EKKERT með neina NEYSLU að gera. Hvers
konar OFUR-RUGL er þetta?  Á sama tíma trúa sumir að allt þetta
sé út af gjaldmiðlinum og að honum verði að breyta. ÚT Í HÖTT ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Satt Benedikt. Hins vegar skil ég aldrei í jafn skynsömu manni og
nafna mínum Ólafssyni að vilja taka upp evru og ganga í ESB

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.11.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband