Menntamálaráðherra í vörn gagnvart kristnilegu siðgæði í skólum

 

  Menntamálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins tókust
hart á í Kastljósinu í kvöld. En sem kunnugt er áformar ráðherra
að strika út  úr grunnskólalögum að  skólastarf  mótist af kristi-
legu siðgæði. Í umræðunnu fór ráðherra. Þorgerður Katrín mjög
hallloka fyrir Guðna Ágússyni, sem taldi heppilegast að umrætt
ákvæði héldist inn í grunnskólalögunum. Tími væri kominn til að
sporna við fótum og standa vörð um kristleg gildi sem hefðu
mótað íslenzkt samfélag í meira en 1000 ár. Guðni syndi fram
á að einu rök menntamálaráðherra um að ekki hefði verið stætt
á öðru en að leggja til breytingu sem þessa á lögunum með til-
vísan til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu gagnvart Noregi,
væri fyrirsláttur. Aðstæður í Noregi væru aðrar en hér, Norðmenn
hefðu enn engu breytt hjá sér hvað þetta varðar, og því væri
út í hött hjá okkur að hlaupa til handa og fóta. Þjóðkirkjan væri
lögvarin í stjórnarskrá og nær þjóðin öll kristinnar trúar. 

   Það er alveg ráðgáta hvað hafi komið yfir menntamálaráðherra
í þessu máli. Vitað er um mikla andstöðu meðal sjálfstæðismanna
um þetta frumhlaup ráðherrans. Því hingað til hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn talið sig málsvara kristilegra og þjóðlegra gilda. Enda hefur
kristin trú verið SAMOFIN íslenzkri þjóðmenningu yfir 1000 ár og
er því einn af mikilvægustu þáttum þjóðararfsins. 

   Málið fer nú til afgreiðslu Alþingis. Eftir ummælum formanns Fram-
sóknarflokksins hlýtur flokkurinn að koma með breytingatillögu þess
efnis að umtalað ákvæði varðandi kristilegt siðgæði í grunnskólum
Íslands haldist hér eftir sem hingað til. - Um það hlýtur að vera
mikill meirihluti á Alþingi, ekki síst innan Sjálafstæðisflokksisns,
sem talið hefur sig til þessa sérstakan málsvara kristinnar trúar
og siðgæðis...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Guðni á heiður skilinn fyrir það að standa vörð um kristilegt siðgæði á Alþingi Íslendinga.

Hafi hann bestu þakkir fyrir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2007 kl. 02:04

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð verður rifjað upp á Landsfundi, ef hún sér ekki að sér blessunin.

Við erum og höfum vrið brjóstvörn góðra gilda Kristilegra og þjóðlegra í gegnum allt starf Flokksins.

ÞAð mun því ekki vera til vinsælda fallið innan hans, að fara GEGN Guðsótta og góðum siðum.

´Nútíminn er Trunta sungu ungir menn í MH og við verðum að muna það, að eftirlátsemi við svoleiðis er ekki til þess fallin, að gera vel við afkomendurna.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 13.12.2007 kl. 11:35

3 identicon

Í frumvarpi menntamálaráðherra segir að starfshættir grunnskóla skuli mótast af "umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi". Hvað felst í hugtakinu "kristilegt siðgæði" sem ykkur þykir vanta upp á þessa upptalningu?

Gollum (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:57

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gollum. Enga útúrsnúninga hér, enda þorir þú ekki að koma fram undir nafni, málstaður þinn er þannig. Ef þú veist ekki hvað kristilegt
síðgæði er, og einstakt, þá skaltu kynna þér það, og það  sem allra
fyrst...... Gleðileg jól Gollum.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2007 kl. 20:24

5 identicon

Guðmundur,

ég sneri ekki út úr neinu. Mig langar bara að vita hvað það er sem þú og fleiri teljið að muni tapast við þessa orðalagsbreytingu. Að mínu viti felur upptalningin í frumvarpstextanum í sér allt það mikilvægasta úr almennu siðgæði, sem er alls ekki einskorðað við kristna menn. Það er nú eini "málstaðurinn" sem etv. mátti lesa úr fyrri athugasemd minni. Mig langar til að fá svör við því hvað það er sem ekki er talið upp í frumvarpstextanum, en er svo mikilvægur hluti af "kristilegu siðgæði" að þið setjið ykkur gegn þessari orðalagsbreytingu. Ég tel eðlilegt að þeir sem berjast fyrir því að halda í tilvísun til "kristilegs siðgæðis" í lagatextum hafi á reiðum höndum útskýringar á því hvað felst í þessu hugtaki.

Gollum (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:45

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristilegt siðgæði nær yfir svo margt annað en þetta. Kristin trú er
samofin íslenzkri þjóðmenningu. M.a þess vegna á ekki að úthýsa
hugtakinu kristilegt siðgæði úr skólum. Ekki frekar en að úthýsa
kristnum áhrifum úr þjóðfánanum, skjaldarmerkinu, þjóðsögnum
og lögbundnum kristilegum hátíðum. Það á hvergi að gefa neinn
afslátt þegar kemur að því að standa vörð um öll þjóðleg gildi og
viðhorf, sem kristnin er vissulega hluti af....... 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.12.2007 kl. 13:24

7 identicon

Guðmundur,

þakka þér viðbrögðin, en ég er litlu nær um svarið við spurningu minni. Þú segir að kristilegt siðgæði nái yfir "svo margt annað en þetta" (upptalninguna í frumvarpstextanum), en nefnir engin dæmi um hvað það sé (ég geri ekki ráð fyrir að þú ætlir að halda því fram að íslensk þjóðmenning sé hluti af kristilegu siðgæði, þó þetta tvennt sé að þínu mati samofið). Vertu nú vænn og nefndu mér einhver dæmi um þetta "margt annað" sem felst í kristilegu siðgæði.

Hér erum við að ræða um tillögur til breytinga á 2. gr. grunnskólalaga. Ekki drepa þeirri umræðu á dreif með því að tala um að úthýsa kristnum áhrifum úr þjóðfánanum, skjaldarmerkinu, þjóðsöngnum og lögbundnum kristilegum hátíðum, slíkt kemur þessu afmarkaða viðfangsefni ekkert við.

Gollum (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:45

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Galom. Þjóðfáninn, skjaldarmerkið, þjóðsöngurinn og hinir kristilegu lögvörðu helgidagar kemur þessu einmitt við, því allt tengist þetta kristinni trú og þeim siðgæðisgildum sem hún stendur
fyrir. Ég lit á kristna trú sem hluta af okkar þjóðmenningu og fyrir
hvað hún stendur. Þess vegna á Þjóðkirkjan að vera ríkiskirkja.
Viðurkenni fúslega að ég er þjóðlegur íhaldsmaður og sem slíkur vil
ég að staðið sé vörð um öll þessi gildi. Raunar er ég líka þjóðlega
frjálslyndur og ber mikla virðingu fyrir Ásatrúnni því hún tengist
líka okkar þjóðararfi. Það gerum við raunar í dag með því að nefna varðskipin okkar eftir ásunum í goðafræðinni.  Þannig að hjá mér er þetta trúarleg og pólitísk
afstaða í senn, sem mér sýnist að himinn og haf aðskilji okkur
hvað þessi mál varðar. -  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.12.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband