Kaninn lætur gabbast enn og aftur !


  Nú bendir allt til þess að gabb frá radíóamatör sem er alræmdur
meðal sjómanna á  Hormuz-sundi  hafi verið túlkað  sem hótun
í garð bandariskra herskipa frá írönskum varðbátum. Bandarikst
vikurblað hefur þetta eftir sjómönnum. Minnstu munaði að stríð
hefði getað brotist út milli Bandaríkjanna  og Írans þegar á þessu
stóð, og hleypt öllu endanlega í bál og brand fyrir botni Miðjarðar-
hafs, með tilheyrandi ógn við heimsfrið og efnahagslegri heims-
kreppu.

  Þetta leiðir hugann að því hvað lítill neisti geti orðið að stórbáli
á svipstundu, sérstaklega þegar hættulegir og  misvitrir stjórn-
málamenn eru annars vegar.

  Svo virðist sem Bandaríkjamenn séu orðnir snillingar í því að
láta gabba sig. Innrásin í Írak var t.d byggð á meiriháttar gabbi.
  

  Gott að vera laus við slík ginningarfífl við varnir Íslands í dag!


mbl.is Hótanir kunna að hafa verið gabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varðar þetta atvik á alþjóðlegu hafsvæði þá má kanski segja að fjandinn hafi hitt fyrir ömmu sína hvað varðar misvitra stjórnmálamenn, ég veit ekki hver er verri Bush eða Klerkaveldið.  Þeim er eflaust í fersku minni beitiskipsmönnum þegar hermdarverkamenn renndu sér upp að Fletcher i höfninni í höfuðborg Yemen.  Einmitt á hraðbáti.  Þessir bátar sem íranar nota þarna ganga eflaust röska 60 hnúta og myndi ekki taka þá augnablik að vippa sér uppað og valda tjóni.  Til að bæta við tundri í tunnuna eru þarna bandarísk skip með hlaðin vopn og skyldu skipstjórnarmanna að skila sínum heilum í höfn.  Bættu í blönduna einhverjum "Singapore monkey" sem leikur sér með kveikjara upp í öllu saman.  Ef að fingurinn ætti að benda á einhvern er það talstöðvarfíflið sem er klikkaður.

U (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Björgólfur.Sending og tíðnisvíð almenns radíóamotörs! Höndlar og

skilgreinir bandariski flotinn ekki slíkt og vinnur úr á

augabragði??? Ha? Ertu að segja það?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.1.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nokkuð til í því Laissez!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.1.2008 kl. 00:39

4 identicon

Það segir í fréttaflutningi í erlendum blöðum að kóni þessi hafi herjað svæðið í nær 25 ár og segja skipsstjórnarmenn að hann kalli upp skip og trufli talstöðvarsamband skipa.  Þetta er eflaust verk ruglaðs manns en það sem mikilvægara er að þetta segir okkur að maðurinn er að vinna á öðrum rásum en radíoamatörar fá úthlutað til síns gamans.  Afskaplega lítið sennilegt að bandaaríski herinn sé að falla fyrir einhverju slíku.  Eflaust geta fagmenn Bandaríska flotans siktað út slíka kóna, jafnvel þó þeir geti ekki fundið kanada á korti..  Hinsvegar er það vel þekkt að þegar skip A verður að hafa samskifti við óþekkt skip B er alltaf kallað á Rás 16.    Alþjóðlegu neyðar og forgangsrásinni.  Hver sem er getur keypt slikt VHF kerfi.  Ég á ekki von á að Bandaríski flotinn og Íranar hafi sett uppp staðalrás ef til þess kæmi að þeir þyrftu að hóta hverjir öðrum. 

Hinsvegar tel ég það nokkur ljóst at mannvitsbrekkan í Hvíta húsinu og haukarnir sem bera greinar í hreiðrið hanns noti þetta út í æsar til að sýna fram á að árás vofi yfir á svæðinu.  Bara ég er ekki viss hver skýtur fyrst.. Runnamenn eða trúarofstækismenn.

U (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband