Ágreiningur um eignarhald útlendinga í sjávarútvegi
19.1.2008 | 17:04
Í 24 stundir í dag segir frá miklum ágreiningi sjávarútvegs-
ráðherra og viðskiptaráðherra um hvort leyfa beri útlend-
ingum að fjárfesta beint í íslenzkum sjárvarútvegi. Afstaða
sjávarútvegsráðherra er hárrétt. Núverandi kvótakerfi og
framsal á kvóta kemur algjörlega í veg fyrir að leyfa útlend-
ingum að fjárfesta í útgerð. Með því móti kæmust þeir bak-
dyramegin inn í fiskveiðilögsöguna og eignuðust kvótann
með tíð og tíma. Fiskiskip með kvóta sem útlendingar hefðu
þannig komist yfir þyrftu ekki einu sinni að landa í íslenzkri
höfn, heldur yrði siglt með aflann beint í erlendar hafnir.
Þannig hyrfi allur virðisaukinn af þessari dýrmætu auðlind
okkar úr landi, svo og launatekjur því tengt. Slík slys hafa
víðar gerst innan Evrópusambandsins, og hefur verið kallað
kvótahopp. Breski sjávarútvegurinn er nánast hruninn vegna
þessa.
Afstaða viðskiptaráðherra hefur ætíð verið ljós, enda vill
Samfylkingin að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þar með
yrðu t.d öll okkar yfirráð fyrir fiskiauðlindinni úr sögunni.
Hins vegar vekur það furðu, að jafn skynsamur maður og
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skuli vera
fylgjandi Samfylkingunni í þessum málum. Greinilegt er að
verulegar skiptar skoðanir er að verða innan Sjálfstæðis-
flokksins varðandi þessi mál. Því miður !
EES-samningurinn: Ráðherra greinir á um fjárfestingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Facebook
Athugasemdir
Þegar bankakereppan var í Færeyjum skuldaði sjávarútvegurinn þar 15o% af útflutningsverðmætum og við vorum hneykslaðir á þeim. Sjávarútvegurinn skuldar nú 300% af ársveltunni á Íslandi og er í raun gjaldþrota. Eftir að færeyingar losuðu sig við kvótakerfið og hættu brottkasti hafa skuldir þeirra stöðugt minnkað.
Fyrir leiguliðana í núverandi kerfi skiptir engu hvort kvótagreifinn er íslenskur eða útlenskur.
Sigurður Þórðarson, 19.1.2008 kl. 22:01
Jú Sigurður. Lestu sem ég sagði. Skiptir höfuðmáli hvort kvótinn er
í eigu ÍSLENZKRA AÐILA eða erlendra. Hver króna skilar sér í
íslenskan virðisauka fyrir þóðarbúið en ekki ein einasta króna sé
kvótinn kominn í erlenda eigu. Á þessu er GRUNDVALLARMUNUR.
Svo getum við endalaust deilt um kvótann sem slíkan hér INNANLANDS og hver sé að græða á honum þar og hverjir ekki.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.1.2008 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.