Viðskiptaráðherra í evru-trúboði


  Sjaldan þreytist viðskiptaráðherra á  að grafa undan
gjaldmiðli þjóðarinnar, sem er einsdæmi að ráðherra
hafi forgöngu um . Tilgangurinn er auðvitað sá að koma
Íslandi inn í Evrópusambandið, en ráðherra hefur rétti-
lega sagt, að aðild að ESB sé frumforsenda þess að Ísland
geti tekið upp evru.

  Í dag erum við vitni af meiriháttar krísu á erlendum
fjármálamörkuðum og flöktandi gengi stórra gjaldmiðla.
Í slíku krísuástandi sem haglega getur leitt til alvarlegrar
heimskreppu er augljós kostur þess að sérhvert efna-
hagsumhverfi, stórt eða smátt, hafi yfir að ráða sínum
eigin gjaldmiðli sem miðist við efnahagsást viðkomandi
svæðis. Þannig hafa fjármálafræðingar t.d innan evru-
svæðisins vaxandi áhyggjur af því, að ef til verulegs
óróa komi á fjármálamörkuðum, gæti suður-evrusvæðið
orðið mun verr úti en í norðri, því gengi evrunnar tekur
ekkert mið af efnahagsástandi hvers ESB-ríkis fyrir sig.
Við slíkar aðstæður gæti evrusvæðið sprungið einn góðan
veðurdag.

   Íslenzka krónan hefur verið fljótandi síðustu ár. Það
var frumforsenda þess að t.d stórframkvæmdirnar við
Kárahnjúka gátu farið fram. Ef við hefðum haft fast gengi
við slíkar aðstæður hefði hér orðið all harkaleg lending í
efnahagsmálum með tilheyrandi atvinnuleysi. - Allt er
hins vegar opið í dag. Getum´t.d tengt  krónuna við
ákveðinn gjaldmiðil  með ákveðum frávikum  til eða frá
eða ákveðna gjaldmiðlakörfu. Alla vega er það  mun
viturlegra að prófa það fyrst, því ekki verður aftur snú-
ið þegar búið er að taka upp erlendan gjaldmiðil. Og
gleymum því ekki, að ef virkilegt krísuástand skapast
í gengismálum heimsins, gætu íslenzk stjórnvöld grípið
inn í gengisskráningu íslenzku krónunar, til að bjarga
þjóðarhagsmunum. Það gætum við ekki gert með er-
lendan gjaldmiðil, þar sem hinir stóru og sterku munu
ráða ferð, því allir hugsa um sig þegar í harðbakkann
slær.

  Vangaveltur viðskiptaráðherra að taka upp erlendan
gjaldmiðil er því á villigötum, og þjónar engum tilgangi
öðrum en þeim að troða Íslandi inn í Evrópusambandið
með öllum þeim miklu ókostum sem því fylgir......


mbl.is Rannsókn á áhrifum tengingar við evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Hann þykist ganga erinda fjármálafyrirtækjanna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.1.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rétt Guðrún. En eiga ekki íslenzkir þjóðarhagsmunir að vera ÖLLU ÆÐRI?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.1.2008 kl. 02:08

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jú sannarlega Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.1.2008 kl. 02:34

4 Smámynd: haraldurhar

Sæll Guðmundur.

    Viðskiptaráðherra hefur staðið sig vel í embætti, og það sem meira er þá hafði hann vitsmuni til að ráða sér hæfan aðstoðarmann, en ekki einhvern kostningarsmala. 

    Það er ekki spurning í mínum huga að lífdagar ísl. kr. eru taldir, og hvort við tökum upp evru, eða gjaldmiðlakörfu, veit ég ekki.

   Ísl. kr. hefur verið ofskráð,  og handstýrt með okur stýrivöxtum, sem á eftir að koma okkur í koll.   Við þurfum að ryðja út stjórn og bankastjórum Seðlabankans, og skipa honum stjórn með kunnáttumönnum, og ráða svo einn Seðlabankastjóra, sem hefur til þess tilskilda mennun, og reynslu af fjármálaheiminum.

    Ef núverandi efnahagslægð verur viðvarandi, þá hætt við hún verði enn dýpri hér á landi, og þá ekki síst, er paniksala á ísl. jöklabréumum fer í gang. 

haraldurhar, 20.1.2008 kl. 03:02

5 identicon

Sennilega væri betra að tengja krónuna við Euro en handónýtan dollaran. Fleiri lönd eru að skoða þennan möguleika. M.a. Thailand.

Gunnar (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 07:57

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Krónan hefur verið gerð að blóraböggli. Hún hefur hagað sér nákvæmlega eins og efnahagsumhverfið OKKAR hefur boðið upp á.
Endurtek að allar þær stórframkvæmdir sem verið hafa á undanförnum árum hefðu ALDREI geta orðið með FASTGENGISSTEFNU. Nú er hins vegar lag þegar samdráttur verður
að koma skikkan á hlutina. Prufum að tengja krónuna t.d við danska
krónu og svssneskan franka með skynsamlegum frávikum. ALLS EKKI að taka upp erlendan gjaldmiðil sem við HÖFUM ENGA STJÓRN
EÐA ÁHRIF á og sem mun heldur EKKI TAKA NEITT TILLIT til
okkar efnahagsmála hverju sinni. Enda hafa bankamenn á evru-
svæðinu vaxandi áhyggjur af því hvað evru-gengið hefur mismunandi áhrif milli suður-og norðursvæðis evru-landa, að ekki
sé talað um þegar fátæk A-Evrópulöndin bætast í hópinn. Því
gengi evrunar tekur EKKERT tillit til mismunandi aðstæðna innan
ESB-ríkjanna.

Varðandi háa okurvexti má benda á sem m.a sjávarútvegsráðherra
hefur sagt að ef við hefðum notað sambærilega mælieiningu á
verðbólgu og er notuð innan ESB væri verðbólga á Íslandi sam-
bærileg og í ESB-löndum á sl.árum. Munar það mest að við höfum
faasteignaþáttinn inn í vísitölunni sem hækkað hefur gríðarlega
undanfarin ár, en ESB löndin ekki. Fasteignakaup er EIGNARBREYTING en ekki NEYÐSLA. Hér er enn eitt dæmið um
tilbúið vandamál AF OKKUR SJÁLFUM, FÁVITAHÁTT á hæðsta stígi,
svo er krónu greyið gerð að blórabögglinum.

Já já viðskiptaráðherra má kalla saman hvern sérfræðingahópinn
á fætur öðrum. En, það   er nú ekki hátt risið á öllum peninga-
og markaðssérfræðingunum í greiningardeildum bankanna þessa
daganna, sem fyrir hálfu ári  spáðu hlutabréfahækkun á árinu
yfir 40%. Og hvað er hún í dag?  Þannig förum varlega! Vitum
hvað við höfum í dag, og getum tekið af skarið ef í harðbakkann
slær með hinni íslenzkri krónu  OKKAR. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.1.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gleymum því heldur ekki varðandi spákaupmennskuna og jöklabréfin. Ef svo ólíklega gerðist að hinu erl. spákaupmenn færu
að innleysa öll bréfin á stuttum tíma sem hefði í för með sér gengishrun, gætu íslennzk stjórnvöld, ÞÖKK SÉ KRÓNUNNI, gripið
inn í það gengisferli, og ákveðið sérstaka gengisskráningu meðan
það krísuástand varir. Þetta getum við aðeins gert af því höfum
sjálfstæðan gjaldmiðil sem við ráðum alfarið yfir !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.1.2008 kl. 11:48

8 Smámynd: haraldurhar

   Núverandi vaxtastefna Seðlabankans, felur í sér ávísun á gengishrun ísl. kr. af þeirri einföldu ástæðu að hvorki heimili né nokkur útfluningsfarmleiðsla getur greitt viðlíka okurvexti.  Þessi hagstjórn var við líði í Suður-Ameríku, og allir vita til hvers hún leiddi.   Það gengur ekki að hafa einn gjaldmiðil fyrir þá sem minna mega sín, og annan fyrir þá efnameiri.

   Gengisleiðréttin kr. er fyirsjáanleg og ekki yrði ég hissa á að hún næmi 40% á árinu.  Festa gengi með stjórnvaldsaðgerð, tel ég afar hæpið, því við lifum nú einu sinni í heimi þar sem framboð og eftirspurn ráða verði.  Kannski þú sjáir fyrir þér gjaldeyrishöft, og aftur verið komið á fyirbærum eins og bátagjaldeyri? og ferðamannagjaldeyrir.

  Hvað vinnst með því að vera með rangt skráð gengi, með tilheyrandi viðskiptahalla?.  Góður mælikvaði á hversu vitlaust gengi ísl.kr, er í raun að allar stórar ferðatöskur voru uppseldar á landinu nú í haust.

haraldurhar, 20.1.2008 kl. 23:14

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Haraldur. Nenni ekki að endurtaka mig. Lestu vel sem ég er að segja maður!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.1.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband