Ráðherra segir Alþingi ósatt


   Það er mjög alvarlegt mál þegar ráðherra verður uppvís af
því að gefa Alþingi visvítandi rangar upplýsingar. Hreinlega
að ljúga að þingheimi. Í hádegisfréttum RÚV kom fram að
Hilmar Foss, framkvæmdastjóri Íslenzks Háttækniiðnaðar,
sem vill reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum segir að Þórunn
Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hafi vísvitandi sagt
ósatt á Alþingi þegar hún svaraði fyrirspurn um olíuhreinsi-
stöð. Tölur um útblástur frá stöðunni séu fjarri því að vera
réttar.

   Skv frétt RÚV sagði Þórunn á Alþingi að mengun frá olíu-
hreinsistöð yrði gríðarlega mikil. Útblástur koldíoxíðs frá
henni myndi auka heildarlosun Íslendinga um 30%. Hilmar
Foss segir að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðunni
yrði hins vegar allt að 560.000 tonn eða um ÞRIÐJUNG af
því sem ráðherra nefndi. Þó var ráðherra upplýstur um
málið fyrir margt  löngu. Hilmar segir að ráðherra hafi frá
upphafi verið andsnúinn olíuhreinsistöð, en engu að síður
ber ráðherra að segja rétt frá staðreyndum.

   Alþingi hlýtur nú að krefja ráðherra útskýringa af orðum
sínum. Það að ráðherra ljúgi vísvitandi að Alþingi Íslendinga
hlýtur að leiða til afsagnar ráðherra. Og það strax!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband