Ísöld í nánd, en alls ekki hlýnun.
1.2.2008 | 00:25
Skyldi nú vera að eftir alla múgæsingu svokallaðra
umhverfissinna um að allt sé að fara fjandans til vegna
gróðurhúsalofttegunda, að nú sé miklu meiri von á ísöld
en hlýnun jarðar, og að gróðurhúsalofttegundir hafi litið
eða ekkert um þessa hluti að segja.
Óli Tynes skrifar athyglisverðan pistil á Vísir.is í fyrradag.
Þar kemur fram að eftir nokkra áratugi hefjist ísöld sem
mun vara í 45-65 ár. Í Bretlandi verða veturnir t.d eins og
í Síberíu. Russneskir veðurfarsfræðingar hafa komist að
þessari niðurstöðu. Þetta mun gerast þótt allar heimsins
þjóðir hætti að blása frá sér gróðurhúsalofttegundum.
Aðal orsakavaldurinn segja Rússar vera BREYTINGAR á
VIRKNI SÓLARINNAR. Enda ef við bara hugsum aðeins og
minnumst allra ísborukjarnanna sem segja frá meiriháttar
veðurfarsbreytingum fleiri þúsund ár aftur í tímann, löngu
áður en áhrifa mannsins fór að hafa áhrif, er þetta mjög
sannfærandi.
Þessar breytingar á virkni sólarinnar byggja á FÆKKUN
SÓLBLETTA. Þeir eru dökkir vegna þess að þeir eru kaldari
en umhverfið. Þeir geta orðið stærri um sig en jörðin og
hafa því mikil áhrif á virkni sólarinnar. Því fleiri sem þeir
eru þeim þeim mun meiri er útgeislun hennar af því er
fram kemur í pisli Óla Tynes.
Russanir sækja samlíkingu til hinnar litlu ísaldar sem stóð
frá 1645-1715. Þá urðu miklir kuldar í Evrópu og Bandarík-
junum. Sannað er að þá hafi sólblettavirknin verið einn
þúsundasti af norminu. Þetta sé nú að gerast aftur.
Árið 2041 verði sólblettir í lágmarki. Snörp kæling jarðar-
innar hefjist því í síðasta lagi kringum 2060. Næstu 65 ár
verði ísöld. Með skelfilegum afleiðingum fyrir mannkynið.
Þá segir Oli Tynes að Rússanir séu alls ekki einir um þessa
skoðun, og vitnar í Bradley E Schaefer við Yale háskóla í
því sambandi. Þar veltir hann fyrir sér örlögum byggðar
norrænna manna á Grænlandi. Hún lagðist af af óútskýrðum
ástæðum. Um það leyti voru sólblettir í lágmarki.
Í dag er virkilegt frost á Fróni, og mikill kuldakafli að baki,
og einnig framundan. Fréttir hafa borist af miklum kuldum
víða um heim.Nú í Bandaríkjunum, og frost fór t.d niður í 50
stig í Síberíu í des. það snjóaði í Jerusalem og Bagdad sem
er mjög fátítt.
Engu að síður virðist múgæsingurinn halda áfram, og standa
meiriháttar þjóðþrifamálum fyrir þrifum, eins og í umhverfis-
og iðnaðarráðuneytum. Er ekki mál að linni ?
Alla vega ættu Vinstri grænir að fara að úlpa sig upp !!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll, jafnan; Guðmundur Jónas !
Verð; að byrja á, að þakka þér stórskemmtilega færzlu þarna. Augljóst, að hæfileikar þínir liggja víða, mættir alveg láta, á þrykk út ganga margar hugleiðinga þinna.
Misminni mig ekki Guðmundur, þá sögðu sumir annálaritara, hér úti á Íslandi, frá Lurkum nokkrum, í samtíma sínum, á fyrrihluta 17. aldarinnar, þ.e. fimbulvetrum nokkrum.
Kostulegt; niðurlag þitt, með úlpurnar þeirra Vinstri Grænu - húmorinn aldrei langt undann, hjá þér.
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:44
Jú Óskar. Á fyrri hluta 17 aldar var fimbulvetur
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.2.2008 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.