Framsókn í vanda


  Því verðu ekki andmælt að Framsókn er í miklum vanda.
Skv. könnun  Capacent  Gallup  er fylgið  aðeins 7.6% -
Upplausnarástandið í Reykjavík og aðkoma flokksins að
því  síðustu misseri  hefur augljóslega  skaðað  flokkinn.
Hið pólitíska klúður í Reykjavík er með eindæmum, svo
og aulahátturinn sem tengist honum. Flokksforystan þar
brást gjörsamlega, og hefur stórskaðað flokkinn á lands-
vísu. Hin persónulegu átök bættu svo gráu ofan á svart.
Sjálfseyðingarhvötin var ótrúleg.

   REI-klúðrið og myndun meirihluta með vinstri-flokkunum
var upphafið að óförum Framsóknarflokksins á haust-
dögum. Því verður ekki annað séð en að algjör uppstokkun
þurfi að fara fram  í forystunni í Reykjavík. Nýtt fólk þarf þar
að  koma til með nýjar áherslur og viðhorf. Algjör endurnýjun
og uppstokkun frá grunni, ef takst á að reisa þar flokkinn
við að nýju. 
 
   Þá er algjörlega óviðunandi að flokkurinn eigi  enn  við
vandamál að  stríða varðandi pólitíska ímynd sína og hlut-
verk í íslenzkum stjórnmálum. Hvernig flokkur ætlar Fram-
sókn að verða?  Mikilvægt tómarúm er að skapast í dag
fyrir framsækinn flokk  MEÐ ÞJÓÐLEG VIÐHORF OG GILDI
að leiðarljósi. Málsvara þjóðlegra borgarasinnaðra viðhorfa.
Því Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa það svið,
sbr. núverandi ríkisstjórn þar sem Evrópusambandssinnaðir
sósíaldemókratar virðast ráða þar flestu. Getur Framsóknar-
flokkurinn hugsað sér að gerast málsvari slíkra þjóðlegra
viðhorfa? Því innihaldslaust miðjumoð gengur ekki í dag.
Allra síst fyrir smáflokk. -

    Ef fram heldur sem  horfir  mun eftirspurn eftir slíku þjóðleg-
um stjórnmálaflokki á kristilegum og borgaralegum grunni fara
vaxandi. Það skyldi þó ekki vera að slíkur flokkur yrði að veru-
leika innan ekki svo langs tíma, þar sem stórir hópar úr Sjálf-
stæðisflokki, Framsókn og Frjálslyndum kæmu þar til liðs!!!

   Hið sannkallaða Þjóðlega bandalag væri þá loks orðið að
VERULEIKA!!!






 


mbl.is Sögulegt lágmark Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þetta er raunsæ hugleiðing eins og þín er von og venja.

Ég er sammála þér í því efni að innihaldslaust miðjumoð gengur ekki og því fyrr því betra sem menn taka til við að velta um steinum og skoða mál að nýju frá grunni  mál svo sem fiskveiðistjórnina, því fyrr vorar.

Mér sýnist þínir menn allt of uppteknir af því að gorta sig af góðum verkum fyrri ríkisstjórnar í stað þess að ganga yfir brúna til framtíðar og ganga á hólm við núverandi flokka í ríkisstjórn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.2.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: haraldurhar

   Framsókn á í vanda, og er ég fremur hissa á hann nái tæpum 8 % í gallup könnun. 

Flokkur sem hefur verið nýttur til til meirihlutamynduna, einungis til að komast að völdum,  og vera atvinnumiðlun og útdeiling á gæðunum í áraraðir.  Haft enga pólítíska stefnu aðra, en völd.  Framsóknarflokkurinn hefði átt að stíga skrefið til full og leggja sig sjálfur niður, og sameinast Sjalfstæðisfl. á síðasta kjörtímabili, ´vinsti hlutinn hefði getað farið í Samfylkinguna.

    Það er næsta sérkennileg skýring að kenna framsóknarmönnum í borgarstjórn hvernig farið er fyrir flokknum.  Menn skyldu heldur leiða hugann að Írak. Fjölmiðlafrumvarpið. Einkavæðingu Bankanna. S-Hópinn. Fiskveiðistjórnunarkerfið. og að síðustu úthlutun Ríkisborgararéttar, fátt eitt er hér talið upp, en hvert eitt þeirra er ein og sér er mér nægjanlegt til að koma ekki til hugar að kjósa Framsókn.

haraldurhar, 2.2.2008 kl. 01:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo þarf ekki að vera, Baldur. Flokkurinn þarf að ná áttum – taka mið af því, að menn eru einna helzt sáttir við hann, þegar þeir bera kennsl á hann fyrir það sem hann var og sýndi, þegar hann var upp á sitt bezta – og vonandi er eitthvað eftir af ennþá. Að snúa honum og tjútta til að verða einhver uppasamtök framagosa eða ESB-gapuxaflokkur kann ekki góðri lukku að stýra. Menn missa áhugann, ef þeir finna þennan flokk ekki lengur höfða til sín sem málsvara og verjanda gamalla og góðra gilda, þ. á m. vegna landsbyggðarinnar, atvinnuhátta þar og menningar. Tæki hann af skarið og tengdist þjóðlegum og kristnum arfi okkar á skýrari og meitlaðri hátt, væri það og til bóta.

En menn geta svo sem valið 'fjölmenningarhyggjuna' eins og hinir – róið allir á sömu mið "frjálslyndisins" og upplausnarinnar í stað þess að verja þjóðleg gildi og þjóðina sjálfa, viðkvæma eins og hún er gagnvart bæði efnahagsveldi og ofríkishneigðum ESB og alþjóðlegu, ensku málsamfélagi.

Umfram allt ættu menn að læra af mistökum fósturdeyðingastefnunnar og annarra afleiðinga ólaganna frá 1975: um 23.000 ófæddum í hel komið (í dauðann, á ég vil), og á sama tíma hafa nær 20.000 manns verið vanaðir! Með tímanum verður þetta brátt eins og hjá Bretanum (sjá neðanmálsgrein ** hér): "While the number of babies born to British mothers has fallen by 44,000 a year since the mid-1990s, the figure for babies born to foreign mothers has risen by 64,000 – a 77% increase ..."

Þeir menn, sem vinna gegn eigin þjóð og hennar dýrsta arfi, eiga ekkert erindi í stjórnmál og sízt á Alþingi.

Svo þakka ég Guðmundi Jónasi kærlega fyrir tímabæran pistilinn. 

Jón Valur Jensson, 2.2.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

"á ég við" hugðist ég segja.

Jón Valur Jensson, 2.2.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já þetta með framsókn, ég fór á þorrablót fyrir viku og gekk þar um með framsóknarmerki á mér í bak og fyrir, var sum sé að gera góðlátlegt grín að framóknarmanni hér í sveit, góðum manni.

Ég ligg ennþá í rúminu og bara búinn að vera helv. slappur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.2.2008 kl. 13:09

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Jón Valur fyrir innlegg þitt hér . Virðumst hafa mjög svipaðar
skoðanir til mikilvægra grundvallaþátta í pólitík. Viðhorfa sem
fjöldi allur af  þjóðlegum, borgarasinnuðu og kristnu fólki hefur,
en finnur sér ekki ákveðan pólitískan farveg sem það getur TREYST
á. Þarf ekki að fara að skapa slíkan pólitískan farveg, og því fyrr,
því betra? Að mínu mati er þarna algjört pólitískt tómarúm að ræða, og það stórt,  á Íslandi í dag. - Gæti vel hugsað  mér þannig heil-
steyptan þjóðlegan íhaldsflokk, sem hefði grundvallarstefnumál sín
á hreinu, og maður gæti TREYST á að gæfi ALDREI neinn afslátta
af þeim!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.2.2008 kl. 13:34

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála þér, Guðmundur, og gleðst að sjá þetta svar þitt.

Jón Valur Jensson, 2.2.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband