Bandaríkin með óviðeigandi þrýsting á Þjóðverja


  Staðhæft er í þýzkum fjölmiðlum að bandarisk yfirvöld hafi
krafist  þess að  Þjóðverjar sendi tafarlaust liðsauka til
Afganistans. Er bréf  bandariskra stjórnvalda til  hinna
þýzku sagt óvenju beinskeytt og afdráttarlaust. Í raun
er þarna um mjög ósmekklega framkomu bandariskra
stjórnvalda að ræða gagnvart Þjóðverjum. Vonandi að
Þjóðverjar láti þessi bandarisku skeytasendingar sem
vind um eyru þjóta, og haldi sínu striki.

  Stríðið í Afganistan er mjög umdeilt ekki síður en stríðið
í Írak.Hlutverk NATO er fyrst og síðast varnarbandalag
vestrænna ríkja. Útvikkun þess til annara heimsálfa  er
því mjög umdeilanlegt og á gráu svæði, svo ekki sé meira
sagt. Bandaríkjamenn eiga alls ekki að geta ráðkast með
NATO að vild og eftir þeirra undarlegum dyttum og geð-
þótta.  - Kominn tími til að stöðva það ! 
mbl.is Bandaríkin gera kröfur til Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband