Metverðbólga á evrusvæðinu
2.2.2008 | 15:07
Ha? Nei getur það verið? Metverðbólga á evrusvæðinu?
Á evran ekki að vera svo rosalega traustur og góður
gjaldmiðill? Hlýtur þetta ekki að vera einhver vitleysa?
Skv grein í International Herald Tribune og sem raunar
kemur fram í frétt 24 stunda í dag er jú metverðbólga á
evrusvæðinu. Og sem verra er. Fer vaxandi. Verðbólgan
mældist 3.2 %. Og nú stendur Seðlabanki Evrópu frammi
fyrir því erfiða verkefni að heimja verðbólgu, á sama tíma
og útlit er fyrir samdrátt í hagkerfinu.
Þá er annar hausverkur sem þjáir Seðlabanka Evrópu.
Gengisskráning evrunar. Með vaxandi óróa á peninga-
markaði og efnahagssamdrætti er misgengið milli norður-
og suðursvæðisins alltaf að aukast, og getur haft alvar-
legar afleðingar fyrir mörg fátækari ríki ESB, því gengi
evru tekur EKKERT tillit til efnahagsástands í hverju
ESB-ríki fyrir sig. Fjármálafræðingar hafa af þessu miklar
áhyggjur. Gæti leitt til upplausnar myndbandalags ESB
ef allt færi á vesta veg.
Umhugsunarefni fyrir evrusinna á Íslandi. Og að lokum
má enn og aftur minna á í sambandi við hátt vaxtastig á
Íslandi. Ef húsnæðisþátturinn hefði og væri EKKI inni
í verðbólguvísitölunni, en hann er EKKI inni í verbólgu-
útreikningum innan ESB, hefði vaxtastig verið álíka á
Íslandi og ESB á s.l árum, en verðhækkun húsnæðis
er aðalorsakavaldur verðbólgu og hárra vaxta á Íslandi
undanfarin ár. M.a hefur sjávarútvegsráðherra bent á
þessa staðreynd við litlar undirtektir. Því miður !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.