Furðufrétt RÚV um ESB-umræðuna í Noregi


   Hún er vægast sagt furðuleg frétt RÚV í kvöld um Evrópu-
umræðuna í Noregi. Þar er sagt að NÝTT LÍF sé hlaupið í ESB-
umræðuna í Noregi af ótta við að slök staða íslenzku krón-
unnar NEYÐI Íslendinga til að ganga í ESB. En svokölluð
námsstefna (já námsstefna) var í Ósló í gær um stöðina
í Evrópumálum, en samtök norskra Evrópusinna boðuðu
til námsstefnunar. Fulltrúi Samfylkingarinnar var þar að
sjálfsögðu á skólabekk og hafði framsögu, Árni Páll Árna-
son þingmaður og fulltrúi í utanríkismálanefnd.

   Hvernig í ósköpunum getur verið að NÝTT LÍF sé að fæðast
í ESB-umræðuna í Noregi. þegar síðustu skoðanakannanir
hafa ALDREI sýnt eins mikla andstöðu við Evrópusambands-
aðild meðal Norðmanna? Skv könnun norska ríkisútvarpsins
28 jan s.l voru 61% Norðmanna andvígir aðild en einungis
39% fylgjandi af þeim sem tóku afstöðu.  Þetta kallast hjá
RÚV að NÝTT LÍF sé að færast í Evrópuumræðuna í Norgegi. 
Kannski vegna þess að Árni Páll mætti á staðinn ?

  Hvers konar fréttaflutningur er þetta hjá RÚV eiginlega ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veist þú ekki að kratarnir ráða öllum fjölmiðlum með sjálfstæðisflokknum?

bb (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú,bb, þýkist vita það. En þýkjast ekki meirihluti

sjálfstæðismanna vera á móti aðild Íslands að ESB?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.2.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband